Marathon Man

Marathon man, 1976. Marathon Man Poster

Leikstjóri: John Schlesinger.

Handrit: William Goldman.

Helstu hlutverk:

Dustin Hoffman = Babe, yngri bróðirinn.

Laurence Olivier = Szell, fyrrum nasisti í felum í Suður-Ameríku.

Roy Scheider = Doc, eldri bróðir Babe, er í raun njósnari, þótt yngri bróðirinn viti það ekki. "Sylla" er njósnaranafn hans.

William Devane = Janeway, yfirmaður Doc, greinilega njósnari sem þjónar báðum aðilum.

Marthe Keller = Elsa Opel.

Fritz Weaver = Prófessorinn sem kennir Babe sögu og þekkti föður hans fyrir sjálfsmorðið.

Richard Bright = Karl, annar smákrimminn, sem vinnur fyrir Szell.

Mark Lawrence = Erhart, hinn smákrimminn, sem vinnur fyrir Szell.

Ben Dova = Bróðir Szells, sá sem nær í byrjun í demantana í bankahólfinu í New York og deyr síðan í bílslysinu.

 

Mínúturnar:

000 =Maraþon hlaupari. Babe (Dustin Hoffman) hleypur hringinn í kringum um Central Park í New York.

001 = Þýsk ættaður maður (Ben Dova), fer í banka í New York (gyðingahverfi, demantahverfi), opnar bankahólf og tekur þar út demanta fyrir bróður sinn, frægan nasista, Szell, sem er í felum.

003 = Þýsk ættaði maðurinn lætur annan mann (Doc) fá boxið með demöntunum, þegar hann kemur út úr bankanum. Svo ætlar hann heim, en gamli bensinn er orðinn lélegur.

004 = Gamall gyðingur í New York keyrir pirraður af bifreiðaverkstæði.

005 = Gyðingurnn festist í umferð fyrir aftan gamla Þjóðverjann.

006 = Þeir byrja að rífast, "djöfulsins gyðingur" og "helvítis nasisti"!

007 = Eltingaleikurinn heldur áfram í gyðingahverfinu í New York og endar með því að þeir keyra báðir beint á olíubíl, bílarnir springa og þeir deyja báðir.

008 = Babe er rétt í þessu að hlaupa maraþonið sitt og sér slysstaðinn. Spretthlaupari fer framúr Babe, sem eykur hraðann, en gefst loks upp á að ná honum.

010 = Babe hleypur heim og nágrannar stríða honum á leiðinni inn í íbúðina - hann er greinilega alltaf hlaupandi.

011 = Doc (Roy Scheider), eldri bróðir Babe, er í leigubíl í París.

012 = Doc fer á hótel og setur demantana (sem hann tók við af bróður Szells fyrir utan bankann) í konfektkassa.

014 = Doc fer með konfektkassann til annars njósnara, LeClerc (Jacques Marin), sem er grunsamlega hissa á að sjá hann. LeClerc bjóst greinilega ekki við Doc (hélt hann væri dauður) og segist ekki hafa neitt fyrir hann fyrr en í kvöld, en þá á Doc að hitta hann í frönsku óperunni í París, Garnier óperunni.

016 = Sprengja springur óvænt um það bil sem Doc er að fara inn í leigubíl. Hann sleppur.

017 = Babe mætir í Columbia háskólann í tíma hjá frægum sagnfræðiprófessor (Fritz Weaver).

020 = Kennarinn talar við Doc eftir kennslustundina og segist hafa þekkt föður hans, áður en hann framdi sjálfsmorð. Babe á enn byssuna.

022 = Doc hittir yfirmann sinn Janeway (William Devane) og segist hafa áhyggjur (sprengjan, undrunarsvipur LeClerc, ...).

023 = Doc mætir í Garnier óperuna, en LeClerc situr þar myrtur, skorinn á háls. Doc flýr staðinn.

027 = Morguninn eftir ræðast Kínverji Chen (James Wing Woo) inn á hótelherbergi Docs og reynir að drepa hann. Doc verst vel, nær að drepa Kínverjann, en særist á hönd í slagsmálunum.

030 = Doc lætur gera að sárum sínum og talar aftur við Janeway, yfirmann sinn.

032 = Elsa Opel (Marthe Keller) lætur á sér bera á bókasafninu þar sem Babe er að lesa. Hún fer og gleymir "óvart" bókinni á borðinu. Babe eltir hana með bókina og nær henni við innganginn að íbúð hennar og eltir hana alla leið inn.

034 = Elsa virðist ekki hafa áhuga á Babe fyrr en hann segist hafa stolið bókinni af því að hún er svo falleg. Ææ, sætt. Þau ákveða að hittast aftur.

036 = Szell (Laurence Olivier) er öruggur í felum í Uruguay, í Suður-Ameríku. Hann er greinilega gamall nasisti, frá útrýmingabúðunum, starfaði þar sem tannlæknir - kallaður "der Weisse Engel" - út af ljósa hárinu.

038 = Szell hefur greinilega frétt af andláti bróður síns í New York, og nú þarf hann sjálfur að fara þangað til þess að ná í fleiri demanta. En hann er hræddur við að gyðingarnar sem þar vinna kannist við hann (hvíta hárið).

039 = Babe hittir Elsu í Central Park og þau vingast - og rúmlega það!

042 = Babe og Elsa eru of lengi í Central Park eitt kvöldið, og eru rænd af tuddum, nema hvað að þeir eru í jakkafötum.

043 = Szell flýgur til New York, og jakkafata-ræningjarnir í Central Park taka á móti honum!

045 = Doc kemur óvænt í heimsókn til bróður síns. Vel fer á með þeim, en þeir rífast þó um sjálfsmorð föður þeirra. Eldri bróðirinn vill gleyma því, en Babe vill stúdera það. Hann er raunar að því í doktorsritgerð sinni.

050 = Doc býður litla bróður sínum á mjög fínan veitingastað og kærustunni, Elsu, er boðið með. Doc, sem er njósnari, grunar strax að Elsa sé ekki sú sem hún segist vera. Hann spyr hana nokkurra spurninga um Sviss og kemst strax að því að hún er greinilega ekki þaðan. Hann segir henni það og hún gengur út.

053 = Szell vill hitta Sylla (sem er njósnaranafnið á Doc) við gosbrunn. Samband þeirra merkir að Doc er greinilega að vinna fyrir báða aðila, þótt hann sé CIA njósnari. Seinna lærum við að CIA gengur ekki á Szell, þótt hann hafi verið pyntingameistari nasista í útrýmingabúðunum, vegna þess að hann er að kjafta frá felustað annarra nasista.

054 = Szell rífst við Doc, sem kvartar á móti að það sé verið að reyna að drepa hann. Think of it as a warning, segir Szell. Doc segir að það fylli þó mælinn þegar þeir fari að angra bróður hans. Til að leggja áherslu á orð sín, þá slær Doc Szell í götuna.

055 = Szell spyr á móti hvort honum - njósnaranum - sé treystandi. Doc gerir þá mistök og neitar. Szell smellir þá fram sérhönnuðum hníf og stingur hann í magann. Doc særist, en deyr ekki. Hann staulast yfir til bróður síns.

057 = Babe kemur heim eftir eitt hlaupið enn og hringir í Elsu. Hann hefur áhyggjur af henni, eftir að hún hljóp út úr veitingahúsinu. Á því augnabliki dettur Doc inn um dyrnar alblóðugur og deyr.

058 = Rannsóknarlögreglan kemur heim til Babe og rannsakar málið. Babe sér þó fljótt að þetta er eitthvað einkennilegt. Þeir spyrja hann alls konar einkennilegra spurninga. Babe skilur þetta ekki og því síður af hverju þeir spyrja um sjálfsmorð föður þeirra fyrir mörgum árum.

Þarf að bæta við greiningu hér!

0xx = Janeway útskýrir fyrir Babe að hann sé yfirmaður "Deildarinnar", sem bróðir hans vann hjá. Þeir sinna málum sem hvorki FBI né CIA geta unnið við, s.s. leyni-leyni deild!

0xx = Babe fer heim í bað og reynir að jafna sig. Hann sér enn fyrir sér föður sinn, rétt fyrir sjálfsmorðið.

0xx = Babe er enn í baði og heyrir þrusk. Eru glæpamennirnir að brjótast inn hjá honum?

 

131 = Babe hringir í Elsu og hún nær í hann á bíl. Hann sofnar í bílnum og hún er þá búin að keyra hann á afskekktan bóndabæ.

133 = Þar spyr Babe Eslu hvort húsið tilheyri Szell? Henni bregður við að heyra nafn hans. Babe æsist upp og segir: Is it Szell's? Hún verður að viðurkenna að svo sé - raunar í eigu bróðursins sem dó í bílslysinu, en spyr: How did you know? Babe svarar: I didn't.

144 = Szell fer í gyðingahverfið í New York (demantahverfið) til að fá demantana metna. Þar eru gyðingar úr útrýmingarbúðunum sem muna eftir honum: Szell! Szell! Der weize Engel ist hier! kallar kona nokkur og fer að elta hann.

145 = Szell lætur sem hann heyri þetta ekki, er greinilega hræddur, en nær að fela sig í mannmergðinni.

146 = Konan gengur í æsing sínum fyrir bíl og dettur. Szell notar tækifærið og getur forðað sér. Þá tekur ekki betra við, því að gamall gyðingur þekkir hann líka og segir að hann sé morðingi. Szell bregður fram sérhönnuðum hníf og sker manninn háls. Hann gerir þetta svo fagmannlega að enginn sér. Szell kallar til fólks og segir að hér sé slasaður maður. Þannig dregur hann athyglina frá sér og flýr inn í bankann.

148 = Szell lætur opna bankahólfið og hann hellir demöntunum á glerborðið. Þeir glitra og hann tryllist af græðgi. Szell jafnar sig og fer með alla demantana út í tösku.

149 = Babe bíður fyrir utan bankann og þegar Szell heldur að hann sé sloppinn, þá beinir Babe byssu að honum. Babe segir: It isn't safe!

150 = Babe fer með hann inn í vatnsveituna. Þar ræða þeir saman, Babe með byssuna, en Szell með demantana í tösku.

151 = Babe nær byssunni og segir Szell að borða demantana! Essen, segir hann, essen!

154 = Szell borðar nokkra demanta, sér að þetta gangi ekki og segir um leið og hann gengur að Babe: Þú ert enginn morðingi, þú ert aumingi og getur ekki skotið mig. Það reynist rétt, en Babe nær þó að slá Szell. Við það missir hann byssuna. Szell bregður enn fyrir sig sérhannaða hnífnum, en þegar Babe hendir töskunni með öllum demöntunum út í vatnið, snýr hann í græðgi sinni sér frá Babe og að demantatöskunni. Hann dettur niður stigann í átt að töskunni og þegar hann reynir að standa upp sér hann að hann hefur óvart stungið sig í magann. Hann dettur út í vatnið og deyr.

157 = Babe fer enn í Central Park, en hleypur ekki lengur. Hann hendir byssunni út í vatnið.

158 = THE END.