Macbeth

Titill: Macbeth

Kápan fyrir Macbeth, 1971.

Útgáfuár: 1971.

Leikstjóri: Roman Polanski.

Roman Polanski við upptöku Maceth í nóvember 1970.

Handrit: Leikstjórinn og Victor Lownes, byggt á William Shakespeare: The Tragedy of Macbeth.

Árið 1968 er Sharon Tate, eiginkona Polanskis, myrt, ásamt 5 öðrum, komin yfir 8 mánuði á leið.

Helstu leikarar/hlutverk:

Jon Finch = Macbeth. Mikil stríðshetja, einn af herstjórum konungs Skotlands.

Francesca Annis = Frú Macbeth. Eiginkona Macbeths.

Martin Shaw = Bankó, einn af herstjórum konungs.

Terence Bayler = Macduff, einn af herstjórum konungs.

John Stride = Ross, skoskur aðalsmaður.

Nicholas Selby = Dúnkan, konungur Skotlands.

Mínúturnar/Útskýring:

002 = Örlaganornirnar þrjár: Foul is fair, fair is foul. Ljótt er fagurt, fagurt er ljótt. Flýjum gegnum þokudrullu í nótt (þýðing Þórarins Eldjarns).

005 = Macbeth hertogi (Jon Finch) er í stríði, er að vinna sigur á óvininum – Norðmönnum. Hermenn flytja fréttir og benda á að Macbeth og vinur hans Bankó (Martin Shaw) voru mestu hetjurnar í stríðinu við Norðmenn.

008 = Verið er að hengja óvinina, Macbeth og Bankó ríða burt. Þeir horfa yfir vígvöllinn og segja: So foul a day I have not seen. Svo sjá þeir nornirnar 3. Hverjar eru þið og hvað eru þið, spyrja þeir. Þær svara, Macbeth verður jarl af Kafdor líka, og síðar konungur! Macbeth og Bankó eru hissa á þessari spá og þær bæta við að vinur hans, Bankó muni sjálfur ekki verða konungur, heldur synir hans. ÞE: Fyrsta norn: Heill þér, Macbeth! Heill þér jarl af Glamis! Önnur norn: Heill þér, Macbeth! Heill þér jarl af Kafdor! Þriðja norn: Heill þér, Macbeth! Heill þér næsti kóngur!

013 = Macbeth og Bankó ríða áfram og hitta aðra hershöfðingja og þeim er einmitt tilkynnt að Macbeth, vegna hetjudáðar sinnar, sé nú einmitt orðinn jarlinn af Kafdor.

018 = Lafði Macbeth les bréf fá manni sínum, Macbeth og hún fréttir af hetjudáðum hans og stöðuhækkun.

020 = Macbeth og Bankó hitta Dúnkan (Nicholas Selby) konung Skoltlands, sem er eðlilega mjög ánægður með þá. Hann veitir Macbeth formlega þessa nýju nafnbót, en tilkynnir svo nokkuð óvænt að synir sínir 2 séu formlega orðnir að prinsum og munu þannig erfa hann og konungdóminn í fyllingu tímans (hvernig bregst Macbeth við því?). Svo bíður hann sjálfur sér til veislu heim til Inverness, kastala Macbeths.

022 = Macbeth flýtir sér heim til konu sinnar í Inverness til að undirbúa veisluna.

025 = Frú Macbeth hugsar um mann sinn og örlög þeirra. Hún segir: Unsex me here... Make thick my blood... hugsar frú Maceth þegar hún sér konunginn ríða að kastalanum. Hvað meinar hún með þessu?

028 = Macbeth er mjög hugsi þegar hann sér kónginn í veislunni. Hvað er hann að hugsa um?

Fullur efasemda sér Macbeth hníf í lausu lofti: Is this a dagger I see before me

031 = Macbeth fer úr veislunni og veltir fyrir sér slæmum hugsunum sínum. Frúin kemur og Macbeth tilkynnir henni að hann sé hættur við! Hvernig bregst hún við?

033 = Frúin spyr Macbeth: What beast was it that broke this news to me... Okkur mun ekki mistakast! ÞE: Frú Macbeth: Reyndu að sjá það kalt. Ef hræðistu og hikar klúðrast allt. Um allt hitt annast ég.

Macbeth vill hætta við, hún hvetur hann áfram og klárar verkið. Hún kemur hnífunum fyrir, til að koma grunsemdum á aðra. Hann getur það ekki.

034-84 = Morðið.

085 = Macbeth fer aftur til örlaganornanna þriggja og fær nýjan spádóm frá þeim. Sá fyrri er að enginn maður fæddur af konu muni geta drepið Macbeth. Hinn spádómurinn er enn furðulegri, að ekki muni her sigra Macbeth fyrr en Dungenwood skógur muni flytjast til annars skógar.

Þetta gerist allt með þeim hætti að nornirnar láta vofur, svipi, skugga birtast Macbeth og hver svipur gefur honum eina spá.

Svipur 1: Macbeth, vara hafðu á þér gegn Macduff jarli...

Svipur 2: Vertu blóðugt, hamslaust hörkutól     því aldrei mun af manni' er kona ól    Macbeth hljóta skaða.

Svipur 3: Djarfur sem ljónið ekki hirða hót     um hælbíta og vélráð fanta ljót:     Því fyrr en Macbeth bítur banamein     Birnuskógur flyst til Dúnsinein     og á' hann stefnir.

Þessir spádómar skýra nú alla framgögnu Macbeths til enda verksins.

089 Lafði Macbeth sér blóðdropa á höndunum.

Frú Macbeth gengur í svefni og sér blóð á höndunum. Ein frægasta senan.

091 = Macbeth fréttir að annar hershöfðingi sé búinn að flýja til Englands, Macduff. Hann hefur aftur á móti skilið eftir eiginkonu og börn í kastalanum í Skotlandi. Macbeth var kannski hikandi við fyrsta morðið, en ekki lengur (sjá spádómana). Nú hefnir hann sín á öllum.

095 = Morðingjar á vegum Macbeth koma í kastala Macduffs, drepa alla (eiginkonu hans og börn) og meira til. Grimmdin er algjör!

097 = Þjónustukonan fær lækni til að fylgjast með lafði Macbeth. Hún er farin að ganga reglulega í svefni og þvo sér í sífellu um hendurnar. Þau fylgjast með henni, án þess að hún geri sér nokkra grein fyrir, gengur og talar í svefni.

100 = Macbeth fær fregnir af því að Englendingar séu að safna her gegn honum, en vegna spádómanna, er hann ekki hræddur.

Macbeth hefur látið myrða besta vin sinn, Bankó, en sér svo alblóðugt andlit hans út um allt.

102 = Enskir hafa safnað 10 þúsund mönnum, sem nú sækja til Skotlands, gegn Macbeth. Fréttir berast til Macduff að Macbeth hafi tekið kastala hans, og bæði drepið eiginkonu hans og börn. Macduff heitir því að hefna sín. ÞE: Augu mín gæti´ ég látið leika konu     og tungu mína montrassgat! En guð,     ekki slóra, auga nú gegn auga,     já, færðu mér hann, æðsta and-Skotann     í sverðslengd frá mér, ef hann sleppur undan,     þá vægðu'  honum.

104 = Ensku hermennirnir ákveða að undirbúa sig í Birnuskógi. Þeir segja fregnir af Macbeth, sumir segja hann brjálaðan, aðrir mikla hetju: Some say him mad, others say him in fury.

112 = Frú Macbeth les aftur bréf frá Macbeth orðin mjög hugsjúk. Hvað er að henni?

114 = Macbeth heyrir öskur og er hissa á því að hann sé ekki lengur hræddur við neitt. Eins og hann var óákveðinn fyrir fyrsta morðið, þá er hann núna algjörlega óhræddur. Honum er tilkynnt að eiginkonan sé látin, hann virðist ekki mikið syrgja hana (takið eftir því hvernig hann bregst núna við).

 

Vald spillir og algjört vald spillir aljgörlega