EINHVERFA – EINHVERFURÓFSRÖSKUN

Hér á eftir kemur skilgreining á einni geðrföskun úr DSM-5, sem undirritaður hefur þýtt og gefið út sem kennsluefni. Gerið svo vel:  

1.3.1. EINHVERFURÓFSRÖSKUN

1.3.1. Einhverfurófsröskun heitir nú: DSM299.00 (autism spectrum disorder)/F84.0 (childhood autism). Einhverfa – autism – er lang algengasta þroskaröskunin, og um leið sú alvarlegasta. Röskunin er á sviði samskipta, mannlegra tjáskipta. Helstu skilgreiningareinkenni einhverfu eru 2:

 

  1. Alvarleg hindrun í félagslegum tjáskiptum og félagslegum samskiptum.

  2. Þröng, endurtekin og dæmigerð hegðun, áhugamál og virkni.

 

Einkenni Einhverfu eru oft mjög sérkennileg. Svokölluð echolalia er dæmigerð fyrir einhverfu, en þá endurtekur barnið allt sem það heyrir, eða þá að það svarar alltaf sama áreitinu, en aldrei neinum öðrum. Einhverf börn eru ekki endilega þroskaheft, sum hver eru yfir meðalgreind og mörg sýna einstaka sérhæfileika.

 

Formleg skilgreining á 1.3.1. Einhverfurófsröskun DSM299.00 (autistic disorder)/F84.0 (childhood autism):

A. Viðvarandi vöntun í félagslegri tjáningu og félagslegum samskiptum á ólíkum sviðum, eins og sjá má af eftirfarandi, núverandi eða í sögu viðkomandi (dæmin eru lýsandi, en ekki tæmandi; sjá texta):

 

  1. Vöntun á félags-tilfinningalegum samskiptum, sem kemur t.d. fram í afbrigðilegri félagslegri nálgun og skorti á eðlilegu fram-og-tilbaka eðli samtals; til minnkaðrar samkenndar áhugamála, tilfinninga eða í skaphöfn; og yfir í algjöran skort til að hefja tal eða svara í félagslegum samskiptum.

  2. Merkjanleg hömlun í margvíslegri ómálrænni hegðun félagslegra samskipta, sem nær allt frá t.d. lítilli samhæfingu í málrænni og ómálrænni tjáningu; til afbrigðilegs augnsambands og líkamstjáningar eða vöntunar á skilningi og í notkun á látbragði; til skilningsleysis á andlitstjáningu og ómálrænni tjáningu.

  3. Vöntun á að þróa, viðhalda og að skilja sambönd, allt frá því t.d. að eiga erfitt með að aðlaga hegðun að ólíkum félagslegum aðstæðum; til erfiðleika við að lifa sig inn í ímyndunarleiki með öðrum, eða að eignast vini; til aðgjörs skorts á áhuga á jafningjum.

 

Ákvarða þarf magn:

    Magn ræðst af truflun á félagslegri tjáningu og í takmörkuðu, endurteknu hegðunarmynstri (sjá töflu sem útskýrir Stig 1: “krefst aðstoðar”; Stig 2: “krefst mikillar aðstoðar”; og Stig 3: “krefst verulega mikillar aðstoðar”).

B. Takmörkuð, endurtekin hegðunarmynstur, áhugamál, eða virkni, eins og kemur fram á minnst 2 af eftirfarandi, núverandi eða í sögu viðkomandi (dæmin eru lýsandi, en ekki tæmandi; sjá texta):

 

  1. Fastheldin (stereotyped) eða síendurtekin hreyfihegðun (motor movement), notkun áhalda, eða í tali (t.d. einföld hreyfihegðun, að raða upp leikföngum eða að snúa hlutum, bergmæli (echolalia) eða sérkennilegt tal).

  2. Krafa um að engu sé breytt, ósveigjanleg krafa um rútínu eða helgisiðamynstur (rituals) í málrænni eða ómálrænni hegðun (t.d. mikil vanlíðan við hvaða smábreytingu sem er, vandamál við breytingar (transitions), fastheldin hugsunarmynstur, að heilsa alltaf eins, þörf fyrir að fara alltaf sömu leið eða að borða sama mat alla daga).

  3. Að vera sífellt upptekinn við fastheldin áhugamál sem er annað hvort afbrigðilegt í ákafa eða althygli (t.d. sterk tengsl við eða að vera sífellt upptekinn við óvenjulega hluti, mjög ýkt og sérkennileg áhugamál).

  4. Of- eða vanvirkni gagnvart skynáreitum eða óeðlilegur áhugi á skynrænum þáttum umhverfisins (t.d. að því er virðist algjört tómlæti gagnvart sársauka/hita, neikvæð svörun við talhljóðum eða áferð efna, of mikið að þefa af hlutum eða ofsnerting, sjónræn ofuráhugi á ljósum eða hreytingu).

 

Ákvarða þarf magn:

Magn ræðst af truflun á félagslegri tjáningu og í takmörkuðu, endurteknu hegðunarmynstri (sjá töflu sem útskýrir Stig 1: “krefst aðstoðar”; Stig 2: “krefst mikillar aðstoðar”; og Stig 3: “krefst verulega mikillar aðstoðar”).

C. Einkennin verða að vera til staðar snemma á þroskastiginu (en koma ekki að fullu fram fyrr en félagslegar kröfur fara fram úr takmörkuðum hæfileikum, eða er hægt að halda í skefjum með lærðri hegðun síðar).

D. Einkennin valda klínískt merkjanlegri heftingu á félagssviðinu, í atvinnumöguleikum, eða á öðru sviði mannlegrar virkni.

E. Þessar truflanir eru ekki betur útskýrðar með 1.1.Greindarþroskaröskun eða 1.1.2. Almennri greindarþroskatöf. Greindarhömlun og einhverfa fara oft saman; en til að greining á báðum röskunum fari saman þá þarf félagsleg tjáning að vera undir því sem ætla mætti miðað við þroskaaldur.

 

Athugið: Einstaklingar með DSM-4 greiningu á Einhverfu, Asperger, eða Gagntæka þroskaröskun, ótilgreinda eiga nú að fá þessa greiningu. Einstaklingar sem aftur á móti sýna bara vöntun í félagslegri tjáningu, en ná að öðru leyti ekki greinimörkum fyrir Einhverfurófsröskun ætti að meta fyrir 1.2.4. Félagstjáningarröskun.

 

Ákvarða ef:

Með eða án meðfylgjandi greindarskorts.

Með eða án meðfylgjandi máltruflunar.

Tengt þekktri læknisfræðilegri eða erfðafræðilegri ástæðu eða umhverfisþætti (Skráningaratriði: Nota skal viðbótarskráningu til að tilgreina læknisfræðilegu eða erfðafræðilegu ástæðuna).

Tengt annarri taugaþroska-, geð-, eða atferlisfræðilegri röskun (Skráningaratriði: Nota skal viðbótarskráningu til að tilgreina tengda taugaþroska-, geð-, eða atferlisfræðilega röskun).

Með stjarfa (catatonia) (Skráningaratriði: Nota skal viðbótarskráningu 293.89 (F06.1) Stjarfi tengdur Einhverfurófsröskun til að tjá samslátt tveggja geðraskana).

 

Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, 5th Edition, DSM-5, 2013, bls. 50-1.

 

Tíðni:                     Karl : kona              Helsti samsláttur:

1%.                         4 : 1.                           1.1.1. + 1.2. + 1.3. + 1.6.1. +5.0. + 4.0.

 

Kristján Guðmundsson. 2014. DSM-5. Flokkun geðraskana. Heilstæð samantekt á nýútkominni útgáfu af bandaríska kerfinu DSM-5 (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) með samanburði á því evrópska: ICD-10 (International Classification of Disorders). Handrit, janúar 2014.