10 TEGUNDIR HANDRITA

 

Leikstjóri okkar hún Agnes, lánaði mér bókina Save the Cat!, sem ég hef heillast af. Hér kemur fyrsta úrvinnslan úr henni. 

Blake-Snyder-and-Save-The-Cat-422-310.png

Blake Snyder. 2005. Save the Cat: : The Last Book on Screenwriting You'll Ever Need. Studio City, CA: Michael Wiese Productions.

Þekktur bandarískur handritshöfundur, Blake Snyder er nokkuð þekktur bandarískur handritshöfundur. Hann hefur flokkað gerðir handrita. Þetta eru ekki kvikmyndategundir (e. genre), heldur þeir dæmigerðu flokkar sem kvikmyndahandrit falla í. Snyder fullyrðir að flokka megi allar myndir svona. Vissulega færu sumar myndir í fleiri en einn flokk, en engin (?) væri óflokkanleg!? Flokkar Snyders eru bara 10 og við höfum nú séð 10 myndir (á föstudaginn), svo ekki er úr vegi að testa þetta! Hér koma flokkarnir og einn treiler með.

Munið að svara verkefninu sem flokkar allar myndir okkar fyrir Páskafrí!

 

1. Monster in the House - Snyder segir að hér sé allt sem þurfi: hús og ófreskja. Svo þarftu fólk í húsinu, sem vill losna við ófreskjuna. "Húsið" getur auðvitað líka verið geimskip, flugvél, ... hvaða vistarvera sem er. Gott dæmi er The Exorcist og Alien, nánast allar hrollvekjumyndir.

Ridley Scott. 1979.  Alien. 1:56 mín. 8,5* (Sigourney Weaver, Tom Skerritt).

 

2. Golden Fleece - nafnið vísar í gríska sögu um gullna reyfið (Jason and the Argonauts). Handritið snýst þá um hetju sem er send í leiðangur til að finna eitthvað (og sjálfan sig). Gott dæmi eru Star Wars myndirnar, Wizard of Oz og auðvitað Búkollusagan!

Victor Fleming. 1939.  The Wizard of Oz. 1:42 mín. 8,1* (Judy Garland, Frank Morgan).

 

3. Out of the Bottle - hér segir Snyder að nóg sé að setja upp: I wish I had a _____. Svo fyllir þú í eyðuna og handritið er komið! Þetta sem óskað er eftir gæti verið peningar, gríma (The Mask), eða guðlegur máttur (Bruce Almighty) eða bara hvað sem er.

Chuck Russell. 1994. The Mask. 1:41 mín. 6,9* (Jim Carrey, Cameron Diaz).

 

4. Dude with a Problem - hér er þemað: Venjulegur einstaklingur er allt í einu kominn í óvenjulegar kringumstæður. Á venjulegum degi lendir venjulegur maður í því að eiginkona hans er innilokuð í byggingu sem hertegin er af hryðjuverkamönnum (Die Hard) eða að skipið sem ég er óvart í siglir allt í einu á ísjaka (Titanic).

James Cameron. 1997. Titanic. 3:14 mín. 7,8* (Leonardo DiCaprio, Kate Winslet).

 

5. Rites of Passage - hér er handritið um þroskasögu einstaklings. Lífið veldur því að einhver lendir í mikilli sorg eða erfiðleikum og þarf að vinna bug á þeim - oftast með því að gefast upp fyrir vandamálinu og sættast við það. Góð dæmi um þetta eru Sandra Bullock í 28 days og Meg Ryan í When a Man Loves a Woman, þar sem viðkomandi þarf að takast á við áfengi og dóp, fíknefnavandamál.

Luis Mandoki. 1994. When a Man Loves a Woman. 2:06 mín. 6,5* (Meg Ryan, Andy Garcia).

 

6. Buddy Love - þetta eru sögum um "mig og besta vin minn" - hvort sem það eru tvær stelpur (Thelma and Louise), tveir strákar (48 Hours) eða tveir fiskar (Finding Nemo). Dýnamíkin í svona myndum er sambandið á milli þessara tveggja persóna.

Ridley Scott. 1991. Thelma & Louise. 2:10 mín. 7,4* (Susan Sarandon, Geena Davis).

 

7. Whydunit - hér er það hetjan sem reynir að komast að því hver drap hvern. Þetta er ekki endilega þroskasaga um hetjuna, heldur frekar ferð okkar með hetjunni í gegnum söguna, þar sem við sameiginlega reynum að púsla saman sönnunargögnunum. Chinatown, All the President's Men, JFK (hver drap Kennedy?) og Mystic River eru allt góð dæmi. Sem og allar spæjarasögur.

Roman Polanski. 1974. Chinatown. 2:10 mín. 8,2* (Jack Nicholson, Faye Dunaway).

 

8. The Fool Triumphant - hér er saklaus og einfaldur einstaklingur í aðstæðum sem hann á alls ekki að ráða við - en svo gerist eitthvað og hann sigrar að lokum, jafnvel með einfeldni sinni eða hafnvel heimsku (Pink Panther myndirnar!). Dave (þroskahefur maður berst fyrir ungengisrétti yfir dóttur sinni), Being There og Forrest Gump eru augljós dæmi.

Robert Zemekis. 1994. Forrest Gump. 2:22 mín. 8,8* (Tom Hanks, Robin Wright).

 

9. Institutionalized - Hér er einstaklingur settur á geðdeild eða á annan hátt rændur persónuleika sínum. Gott dæmi er auðvitað One Flew Over the Cuckoo's Nest og American Beauty, en líka The Godfather, þar sem einn mafíuósasonurinn reynir að bjótast út úr genginu.

Milos Forman. 1975. One Flew Over the Cuckoo's Nest. 2:13 mín. 8,7* (Jack Nicholson, Louise Fletcher).

 

10. Superhero - hér er handrætið anstæðan við Dude with a Problem, þ.e. nú er algerlega sérstök persóna í hversdagslegum heimi og hún notar hæfileika sína til að bjarga málunum. Þetta er dæmigert í öllum ofurhetjumyndunum, en líka í ófreskjumyndum, því það eru einmitt óvenjulegar persónur settar í venjulegan heim, þar sem þær virka ekki eða eru ekki samþykktar. Dæmi eru allar Superman myndir, en líka A Beautiful Mind og Gladiator, því þar er sérlega hæfileikaríkur einstaklingur að reyna að lifa í venjulegum heimi.

Ron Howard. 2001. A Beautiful Mind. 2:15 mín. 8,2* (Russell Crowe, Ed Harris).