A Clockwork Orange

Titill: A Clockwork Orange.

A Clockwork Orange kápan, eftir ritskoðun.

Sá hluti A Clockwork Orange kápunnar sem var bannaður.

 

Útgáfuár: 1971.

 

Útgáfufyrirtæki: Hawk Films.

 

Dreyfingaraðili: Columbia-Warner (Bretland); Warner Bros. (Bandaríkin).

 

Land: Bretland.

 

Framleiðandi: Stanley Kubrick.

 

Lengd: 136 mín.

 

 Stjörnur: 8,4* (Imdb) og 8,9 + 9,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Stanley Kubrick.

 

Kubrick með MacDowell við upptökur myndarinnar. Sjáið táknin, sem þeir virðast brosa útaf.

Handrit: Leikstjórinn. Handrit byggt á samnefndri bók A Clockwork Orange (1962) eftir Anthony Burgess frá 1962.

Er höfundurinn hér að tala um Alex og félaga?

 

Árið 2012 varð bókin fimmtug klassík.

Tónlist: Walter Carlos.

 

Kvikmyndataka: John Alcott.

 

Klipping: Bill Butler.

 

Kostnaður/tekjur: 2.200.000$/26.589.355$.

 

Slagorð: Ready for a bit of the old ultra-violence?

 

Flokkun: Crime, Drama, Sci-Fi.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=G7fO3bzPeBQ

 

Leikarar/Hlutverk:

 

A Clockwork Orange. Bresk kvikmynd, 1971. 137 mínútur.

Klukkuverk (vélræn viðbrögð?) og appelsína (lífrænn, frjáls vilji?)?

 

Helstu hlutverk:

Alex.

Malcolm McDowell = Alexander DeLarge, einnig kallaður Alex Burgess (til heiðurs höfundi bókarinnar). Alex verður seint kölluð hetja sögunnar, kannski frekar and-hetja. Í voice-over (þegar hann talar inn á myndina) Hann vísar í sjálfan sig sem Your humble narrator.

 

Dim.

Warren Clark = Dim, heimski meðlimurinn í genginu, sá sem Alex hendir út í ánna og sker svo á púls.

 

George.

James Marcus = George, einn meðlimur í genginu, sá sem hefur sig minnst í frammi.

 

Stage actor.

John Clive = Stage actor, höfuðpaurinn í genginu sem Alex og félagar ráðast gegn í niðurnídda leikhúsinu.

 

xx.

Aubrey Morris = Deltold skilorðseftirlitsmaður.

 

Barnes.

Michael Bates = Chief Guard Barnes, fangavörðurinn góði sem tekur á móti Alex í fangelsinu.Aubrey Morris = P. R. Deltoid, n.k. skilorðseftirlitsmaður fyrir Alex, hann veit að Alex er að brjóta af sér á kvöldin, en framan af getur hann ekkert sannað.

 

Frank Alexander.

Patrick Magee = Frank Alexander, sköllóttur rithöfundur, sá sem Alex og félagar ráðast inn á og nauðga konu hans – við undirleik Singin´ in the Rain - fyrir framan hann.

 

Mrs. Alexander.

Adrienne Corri = Mrs. Alexander, eiginkona rithöfundarins. Henni er nauðgað og þrátt fyrir að hún deyji ekki við innrásina, þá segir rithöfundurinn að hún hafi aldrei náð sér eftir þetta og var látin þegar Alex slysast aftur inn á – Home – heimilið.

 

Foreldrar Alexar (í sínu náttúrulega umhverfi!).

Sheila Raynor = Móðir Alexar, sú svar var með fjólubláa hárið.

Philip Stone = Faðir Alexar, sá sköllótti.

 

Dr. Brodsky og samstarfskona hans.

Carl Duering = Dr. Brodsky. Vísindamaðurinn sem stýrir tilraununum á Alex.

Madge Ryan = Dr. Branom, kvensálfræðingur, aðstoðarmaður dr. Brodskys.

 

Útigangsmaðurinn.

Paul Farrell = Útigangsmaðurinn. Sá sem gengið lemur í upphafsatriðinu.

 

Joe the Lodger.

Clive Francis = Joe the Lodger, sá sem er kominn inn í herbergi Alex, þegar hann kemur úr meðferð og er því ekki pláss fyrir á heimili foreldranna.

 

Fangelsispresturinn.

Godrey Quigley = Prison Chaplan, fangelsispresturinn, sem reynir að bæta hugarástand Alexar, en hefur svo ekki trú á að það sé að takast.

 

Innanríkisráðherrann.

Anthony Sharp = Minister of the Interior, innanríkisráðherrann, sá sem setur Alex í óbeitar skilyrðingarmeðferð gegn ofbeldi (eh, og klámi (kynörvun) og tónlist (Beethoven)).

 

Cat Lady. Takið eftir öllum táknunum.

Miriam Karlin = Cat Lady. Konan sem Alex ræðst á með stóra typpa-listaverkinu.

 

Julian, lífvörður rithöfunarins.

David Prowse = Julian, bodyguard. Lyftingamaður og lífvörður rithöfundarins.

 

Mínútur:

001 mín = Alex (Malcolm McDowell), Alexander DeLarge einnig kallaður Alex Burgess (til heiðurs höfundar bókarinnar) og félagar á mjólkurbarnum. Takið eftir að á mjólkurbarnum fær maður mjólk bætti, ekki með vídamínum eða gerilsneydda, heldur með örvandi lyfjum – dópi.

Alex og félagar drekka "Milkplus" á barnum, sem er væntanlega mjólk með sterkum örvandi lyfjum.

003 = Róni (Paul Farrell = tramp) barinn.

Róninn barinn í upphafsatriðinu. Alex átti eftir að hitta hann aftur.

005 = Annað unglingagengi í óperunni – nauðgunartilraun – gengin mætast.

008 = Alex og félagar í bílferð – þeir leika roadhog „bílasvín.“

Fyrir utan ofbeldi gegn saklausu fólki, þá skemmtir gengið sér með því að leika "roadhog", sem er að þvinga aðra ökumenn út af götunni með glæfralegum akstri.

009 = Alex og félagar ráðast inn á heimili - Home - hjóna.

011 = Alex misþyrmir rithöfundinum og lætur eiginkonuna horfa á og syngur Singin‘ in the rain á meðan. Svo nauðgar hann konunni og lætur manninn horfa á og segir við hann Widdie well, little brother, widdie well (widdie er framtíðar-slangur og merkir view).

Franska kápan, en eftir að fréttir bárust af því að raunverulegur glæpur hafi átt sér stað, sem var eftirherma af ofangreindu atriði, þá bannaði leikstjórinn myndina þar sem hann gat. Í Englandi.

013 = Alex og félagar fara aftur á mjólkurbarinn.

015 = Einn félaganna – Dim (Warren Clarke) sýnir konu sem syngur Beethoven á barnum vanvirðingu og Alex lemur hann og skammar fyrir. Upphafið að uppgjöri í 4 manna genginu.

016 = Morgunninn eftir Alex sýnir strákunum þremur hver ræður og Dim gefst upp fyrir Alex, a.m.k. tímabunið.

017 = Alex fer heim eftir erfitt kvöld.

018 = Alex er kominn heim eftir erfitt kvöld. Hann segir þá: It had been a wonderful evening and what I needed now was a bit of Ludwig Van, með eiturslöngu og ... Hvað er hann eiginlega að gera? O bliss, o bliss and heaven, it ... gravity ws all nonsense now ...

019 = Móðir vekur Alex, sem segist veikur, en hefur ekki mætt í skólann alla vikuna.

023 = Skilorðseftirlitsmaðurinn (Aubrey Morris) heimsækir Alex heim og varar hann við, telur að Alex sé sekur um ýumislegt kvöldið áður, en getur ekkert sannað.

025 = Alex fer í plötubúð og hittir þar 2 stelpur og fer með þær heim. Ótrúleg myndataka!

028 = Félagar Alex bíða eftir honum fyrir utan húsið hans, þeir eru ekki ánægðir með stjórn hans á hópnum. Alex afsakar sig: Appipolliloggies! Alex lætur þá þó heyra það að það er hann sem ræður: As I am your drug and leader. Þeir tilkynna þó: The new way, m.a.: No more picking on Dim. Þeir vilja fá meira af ránfeng kvöldsins.

032 = Alex sýnir félögum sínum hver hefur völdin. Mjög mikilvægt atriði. Athugið vel hvað það er nákvæmlega sem fær Alex til að svara fyrir sig, lemja Dim, henda honum út í vatnið og skera hann í höndina. Athugið geðshræringar: Suddenly I widdied what to do ... for now it was music that came to my aid, beautiful music, and I knew at once what to do!

 

Suddenly I widdied what to do ... for now it was music that came to my aid, beautiful music, and I knew at once what to do!

 

034 = Alex og félagar enn á mjólkurbarinn. Alex hefur sýnt þeim hver hefur völdin, en leyfir þeim nú að ráða hvert skal ráðast inn í kvöld.

035 = Alex og félagar ráðast inn á heilsuhæli ríkrar konu: Cat Lady: Miss Wheathers (Miriam Carlin) sem býr ein með marga ketti.

Cat Lady atriðið umturnar myndinni. Takið sérstaklega eftir öllum táknunum, hann ræðst á hana með typpalistaverki, en hún verst með Beethoven styttu!

037 = Ríka konan - the Cat Lady - hleypir þeim ekki inn, en Alex kemst þó inn um glugga. Áður hefur henni þó tekist að hringja í lögregluna, þar sem hún las um lætin kvöldið áður og er hrædd. Lögreglan sendir bíl af stað til að kanna málið.

039 = Alex brýst inn, en veit ekki að lögreglan sé á leiðinni. Takið eftir listaverkunum og táknunum. Freud hlýtur að snúa sér við í gröfinni!

041 = Konan ræðst á Alex með styttu af Beethoven, en hann ræðst á hana með erótísku listaverki. Alex ræður ekki við sig og ræðst á konuna með listaverkinu.

041 = Alex er rotaður af félögum fyrir utan heimilið – Alex handtekinn.

042 = Alex yfirheyrður og skilorðseftirlitsmaðurinn (Aubrey Morris) kemur. Hann tilkynnir Alex að nú sé hann loks í vonum málum. Hann er nýkominn af spítalanum og ríka konan lést í morgunn. Alex er nú orðinn morðingi.

044 = Skilorðseftirlitsmaðurinn kveður Alex með þí að hrækja á hann.

046 = Alex dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morðið. Fangavörðurinn Barnes (Michael Bates) sem tekur á móti honum er frábær í hlutverki sínu!

049 = Alex látinn afklæðast og er allur skoðaður! Er spurður m.a. spurður: Have you had any mental illness? Og Are you now or have you ever been a homosexual?

051 = Alex gerist aðstoðarmaður prestsins í fangelsinu, sem lýsir fjálglega helvíti.

052 = Alex tekur mikinn þátt í félagsstarfi í fangelsi og vingast við prestinn.

054 = Alex hefur verið í fangelsinu í 2 ár og er á bókasafninu að lesa biblíuna, sem Alex sér líklega fyrir sér öðru vísi en sanntrúaðir. Hann er með sterkar fantasíur, en virðist skilja þjáninu Krists út frá sjónarhorni sadistans.

Alex virðist ekki sjá það sem sanntrúaðir sjá þegar hann les Biblíuna, hann er með fantasíur sadistans.

056 = Alex spyr prestinn hvort það sé rétt að það eigi að innleiða nýja meðferð á föngum. Alex vill bjóða sig fram. Presturinn segir að spurningin sé hvort maður verði góður af svona tækni, því: Goodness has to come from within. If it dosn´t, you don´t have any free will.

059 = Heimsókn Frederick, innanríkisráðherra (Anthony Sharp) í fangelsið í tilefni nýju meðferðarinnar.

061 = Heilbrigðisráðherrann skoðar fangelsið og Alex býður sig fram í þessa tilraun. Ráðherrann var að segja að það þurfi að afkenna þennan: Criminal reflex.

062 = Alex færður úr fangelsi á meðferðarstofnun. Hann hittir fyrst fangelsisstjórann (Michael Gover), sem er mjög óánægður með þessa meðferð: You are to be reformed, segir hann og trúir greinilega ekki á meðferðina.

065 = Meðferðin hefst á Ludivico medical facility – skemmtilegi fangavörðuirinn fylgir honum á nýja staðinn.

066 = Doctor Branom, (Madge Ryan) dr. Brodskys assistant, kynnir meðferðina fyrir Alex. Mikilvægt er að hún sprautar hann með lyfi sem hún segir að sé bara vítamín: Or something like that. Mikilvægt er að vita að þetta er ekki rétt, lyfið mun láta Alex líða mjög illa.

068 = Alex situr einn í kvikmyndahúsi og sett er á hann tæki sem kemur í veg fyrir að hann geti lokað augunum. Aðstoðarmaður situr hjá honum til þess að setja reglulega vatn í augun á honum, svo að þau þorni ekki.

Alex: Now all the time that I was waching this, I was beginning to get this nasty feeling. This I took to be because of the injection I got prior to the movies.

070 = Alex: Now all the time that I was waching this, I was beginning to get this nasty feeling. This I took to be because of the injection I got prior to the movies.

072 = Bíómeðferðin (óbeitarskilyrðingin) í fullum gangi – hvers konar nám (skilyrðing) er þetta? Dr. Brodsky (Carl Duering) segir: Death, or a sense of stifling or drowning. It is at this stage that the subject is going to make his most positive response.

Viðbragðsskilyrðing Pavlovs. Hundur slefar við mat, en eftir endurtekna pörun slefar hann líka við bjölluhljóði. Bjölluhljóðið er skilyrta, lærða áreitið. Óskilyrta og skilyrta svarið er slefið.

073 = Alex segir við dr. Brodsky hissa: I used to feel good waching and participating in violence, but now I feel pain and sickness. De. Branom útskýrir þá meðferðina fyrir honum: When we are healthy we response to violence by fear and nausea.

074 = Alex biður þau að hætta þessu vegna þess að tónlistin sem fylgir með er Beethoven, uppáhalds tónlistin hans. Dr. Brodsky segir: It can´t be helped, it is the punishment element, probably.

075 = Alex biður þau að hætta, hann segist vera læknaður, hann sér nú að sér, hann sér að þetta er: Wrong, it is against society. En hann verður þó að horfa í 3 vikur á ofbeldi og klám saman með sprautunum, auðvitað.

077 = Meðferð lokið – Alex hafður til sýnis fyrir ráðuneytið. Ráðherra sýnir Alex opinberlega, blaðamenn mæta og Alex er niðurlægður á staðnum og kynferðislega örvaður. Viðbrögð hans eru þau sömu og áður, nema hvað að þegar hann ætlar að bregðast við, þá finnur hann fyrir sterkri vanlíðunartilfinningu og getur ekkert gert.

079 = Maðurinn lætur Alex sleikja skóbotn sinn og léttklædda konan sýnir sömuleiðis að Alex verður illt við kynörvun.

innanríkisráðherrann (til vinstri) og presturinn (til hægri) rífast um það hvort Alex sé í raun læknaður.

083 = Presturinn mótmælir meðferðinni og segir að vissulega sé hann ekki lengur: Wrongdoer, but also seezes to be a human being, with no free will. Ráðherranum er sama, og segir: The point is, that it works. Og Alex er þá sleppt!

085 = Alex kemur heim, en það er ekki lengur pláss fyrir hann. Það er komin leigjandi, Joe (Clive Francis), sem er kominn með herbergi hans. Alex reynir að lemja hann, en verður við það fárveikur. Alex verður að fara annað.

092 = Alex er heimilslaus og allslaus. Hann stendur á brú og hugsar um að fyrirfara sér, en hittir þá gamlan mann. Kannast þú við hann? (útigangsmaðurinn í upphafsatriði myndarinnar). Er myndin byrjuð að endurtaka sig? Hvers vegna?

094 = Gamli maðurinn fer með hann í undirgöng og við sjáum upphafsatriði myndarinnar endurtaka sig!

095 = Lögreglan kemur og bjargar Alex, nema hvað að löggurnar 2 eru gömlu félagarnir, Dim og Pete (Michael Tarn). Þeir fara með Alex og pynta hann.

099 = Alex sleppur frá þeim illa haldinn og skrýður að einhverju heimili, sem heitir einfaldlega: Home. Kannist þú ekki við það líka?

Allt endurtekur sig. "Læknaður" Alex kemur aftur á heimilið "Home" og "aflæknast".

100 = Rithöfundur býr nú með lífverði, lyftingamannninum Julian (David Prowse), enda er kona hans dáin. Réð ekki við innrás Alex og félaga. Rithöfundurinn virðist ekki þekkja Alex, en er ákveðinn í að nota hann í pólitískum tilgangi þar sem hann er andstæðingur núverandi ríkisstjórnar.

105 = Þeir setja Alex í bað, en þar gerir hann þau mistök að syngja í baði, lagið góða, Singin´ in the Rain.

106 = Rithöfundurinn gefur Alex spaghetti og rauðvín, sem er greinilega með svefnlyfi í. Flott atriði.

110 = Tveir gestir koma þegar Alex er að borða spaghettíið. Takið eftir uppstillingu allra í samanburði við ljósalampana.

112 = Gestirnir spyrja um óbeitarskilyrðingunma og Alex útskýrir að hann þoli ekki lengur ofbeldi og ekki heldur kynæsingtónlist. Alla tónlist? Nei, bara 9du sinfóníu Beethovens!

115 = Alex er nú læstur inn í herbergi á efstu hæðinni og tónlist spiluð mjög hátt upp frá kjallaranum – ekki bara tónlist – heldur einmitt 9da sinfónían! Alex þolir þetta ekki og grípur til þess ráðs að stökkva út um gluggann.

116 = Alex vaknar á spítala, allur krambúleraður. Málin hafa nú snúist og gamli ráðherrann er aftur kominn í málið. Honum er umhugað að sinna Alex vel og láta það ekki berast út að meðferðin hafi misheppnast. Ráðherrann verður að laga ímynd sína og meðferðarinnar.

118 = Foreldrarnir heimsækja Alex.

119 = Geðlæknir (Pauline Taylor) prófar Alex með frávarpsprófi, þar sem Alex sér saklausar myndir og á að búa til svör fyrir ákveðna persónu á myndinni.

121 = Alex er fljótur að átta sig á því að hann getur nú aftur hugsað sínar gömlu grófu hugsanir. Hann bullar upp alls konar gróf svör og hlær (engin vanlíðan).

123 = Alex er mataður á spítalanum. Ráðherrann kemur í heimsókn og er ákveðinn í að koma vel fram við Alex. Hann meira að segja fer að mata hann.

124 = Ráðherrann útskýrir að rithöfundurinn slæmi hafi nú verið fjarlægður: We put him away for his own protection ... he can do you no harm.

126 = Alex er aftur umkringdur af blaðamönnum og ljósmyndurum, Beethoven spilaður og hann sér gömlu fantasíur sínar aftur.

Alex er kominn heilan hring, hann sé gömlu sadista fantasíurnar sínar aftur.

127 = THE END.

 

Verkefni: Svarið eftirfarandi spurningum:

  1. Hvað merkir titill myndarinnar A Clockwork Orange?
  2. Hvað vilt þú gefa myndinni margar stjörnur af 10?
  3. Flokkaðu þessa mynd í minnst 3 kvikmyndaflokka (sjá sérstaka grein um flokka annars staðar í þessu bloggi).
  4. Nefndu 3 atriði sem speglast (endurtaka sig) í myndinni.
  5. Nefndu og útskýrðu aðeins ofbeldisfyllri mynd en þessa sem þú hefur séð.
  6. Nefndu 4 ástæður (ekki orsakir - ástæða er það sem eykur líkur á hegðun, en orsök er það sem kallar fram hegðun - eins og í viðbragði) fyrir því af hverju Alex og félagar beita ofbeldi.
  7. Hugleiddu svör þín í 7. Hvaða atriði nefnir þú sem koma innan frá persónunni (innri ástæður væru t.d. hungur og reiði) og hvaða ytri ástæður nefnir þú (dóp, tónlist...)?
  8. Hvort er meðferðin í kvikmyndahúsinu dæmi um virka skilyrðingu (breytir hversdagslegri almennri hegðun) eða viðbragðs (breytir viðbrögðum, þ.e. tengir ný áreiti við þekkta reflexa) skilyrðingu?
  9. Hvaða sérstaka áreiti tengir Alex óvart við ofbeldi? Hvernig skilyrtist Albert litli tilviljanakennt með sama hætti í klassískri tilraun atferlisfræðingsins J. B. Watsons? (Kennslubók í sálfræði eða glöggvaðu það!)
  10. Hver - í einni setningu - er boðskapur myndarinnar?