American Graffiti

Titill: American Graffiti

American Graffiti kápan.

American Graffiti kápan.
Hvernig var það að vera 18 ára árið 1962?

Útgáfuár: 1973.

Útgáfufyrirtæki: American Zoetrope, Lucasfilm.

Lengd: 110 mín.

Stjörnur: 7,5* (Imdb) og 9,7 + 7,9* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: George Lucas.

Handrit: Gloria Katz, William Huyck og leikstjórinn.

Framleiðandi: Francis Ford Coppola og Gary Kurtz.

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=HBI0p5OGlDw

 

Leikarar/Hlutverk:

Richard Dreyfuss = Curt Henderson. Var að útskrifast úr High school, fékk styrk og getur farið í háskóla, en þá verður hann að flytja að heiman.

Ron (Ronny) Howard = Steve Bolander. Sá rauðhærði, í dag frægur leikstjóri (A Beautiful Mind og DaVinci Code).

Cindy Williams =Laurie Henderson, kærasta Steve. Hún hefur áhyggjur af því að Steve sé að yfirgefa hana og fara í háskóla.

sss

Paul Le Mat = John Milner. Töffarinn, James Dean eftirlíking númer 1. Hann er ekki bara alveg eins og hann, heldur líka aðal töffarinn og kappaksturshetja, eins og hann var (í Rebel og í raunveruleikanum!).

John er augljóslega með James Dean lookið.

Charles (Charlie) Martin Smith = Terry "The Toad" Fields. Frekar aulalegur, John kallar hann "frosk" - the toad.

Candy Clark = Debbie Dunham. Ljóskan sem fer upp í bílinn með Terry.

 

Debbie og Terry mynda ólíklegt par.

 

Harrison Ford = Bob Falfa. Sá sem skorar á John í kappakstur.

Bo Hopkins = Joe Young. Leiðtogi Pharaohs gengisins. Önnur James Dean eftirlíking.

Joe Young, foringi Pharahos gengisins er greinilega líka í James Dean stíl.

Mackenzie Phillips = Carol.

Wolfman Jack = Hann sjálfur. Plötusnúðurinn, var vel þekktur útvarpsmaður unga fólksins á sínum tíma.

Kathleen Quinlan = Peg.

 

Mínúturnar:

001 = Texti.

002 = Við sjáum dæmigerða bandaríska unglinga í Modesto í Kaliforníu um það bil að útskrifast úr High school. Þeir eru 18 ára og þurfa að ákveða hvort þeir yfirgefi bæinn sinn til að fara í háskóla. Sumir eru meira hikandi en aðrir.

010 = xxx.

012 = Töffarinn fær stelpu í bílinn sinn, en honum finnst hún of ung.

John er aðal töffarinn, á flottasta og fljótasta bílnum.

015 = Aulinn bakkar á bíl, en kemst upp með það.

017 = Dansiball.

027 = Löggan stoppar John töffara og gefur honum sekt.

028 = Bob (Harrison Ford) er að leita að gula blílnum.

029 = xxx sér sæta ljósku, Debbie (Candy Clark) og kallar á hana.

040 = Curt keyrir um og leitar endalaust að stúlku sem hann sá fyrr um kvöldið. Vinkonur hans segja að sú stúlka sé gift.

046 = Terry reynir að kaupa áfengi, en gengur ekkert í fyrstu.

054 = Curt situr ofan á bíl. Töffarar í Pharaoe genginu gera honum lífið leitt og taka hann með sér. Hann hjálpar þeim óvart að ræna búð. Hann þekkir mennina þar, sem kveðja hann, enda með skólastyrk til að fara í háskóla. Curt er þó ekki viss.

066 = Terry og Debbie lenda í endalausum vandamálum, bílnum þeirra er stolið þegar þau eru að kyssast. Þau villast og hitta Steve, en kærastan henti hún út úr bílnum.

073 = John mætir Bob, þeir ögra hvor öðrum og ætla greinilega í kappakstur.

075 = Pharaho gengið fær Curt til að taka þátt í að gera grín að löggunni. Curt er í raun ekkert mótfallinn því! Þeir skemma löggubíl. Curt nær virðingu þeirra eftir lögguatvikið. Þeir yfirgefa hann og enn sér Curt hvíta bílinn.

 

083 = Laurie, fyrrum kærasta Steve fer upp í bílinn hjá Bob, líklega helst til að ögra kærasta sínum.

084 = Steve og Curt rífast, þeir eru ekki vissir um það hvort þeir eigi að fara í háskóla.

085 = Terry ælir, hefur greinilega ekki drukkið fyrr, en þegar hann jafnar sig þá finnur hann bílinn. Hann stelur honum til baka, þjófarnir standa hann þó að verki, en John kemur þeim til hjálpar.

089 = Stelpur kjafta því í Steve að Laurie sé með Bob. Steve tekur þá bílinn af Terry og fer að leita að hanni.

092 = Curt finnur útsendingarstað Wolfman Jack, útvarpsmannsins fræga. Hann segir útvarpsmanninum frá því að hann sé að leyta að stúlku. Curt gerir sér samt ekki grein fyrir því að þetta er sjálfur úlfamaðurinn. Hann segist reynað að koma skilaboðunum á framfæri.

096 = John og Bob mætast einu sinni enn, nú ætla þeir í alvöru kappakstur. Fréttirnar berast út og allir mæta á staðinn. Á sama tíma les Úlfmaðurinn skilaboðin í útvarpið. Kappaksturinn endar með slysi, Bob veltir bílnum. Steve mætir á staðinn og nær stúlkunni sinni aftur. John vann, en hann er ekki ánægður, því að Bob var í raun á undan þegar hann missti stjórn á bílnum.

102 = Stúlkan heyrir skilaboðin og hringir í Curt. Hún vill samt ekki gefa honum upp nafn sitt.

103 = Kominn er morgunn, Steve er hættur við að fara, en Curt kveður alla. Í flugvélinni sér hann enn hvíta bílinn, sem