As Good As It Gets

Titill: As Good As It Gets.

 

As Good As It Gets kápan.

 

Útgáfuár: 1997.

 

Útgáfufyrirtæki: Gracie Films.

 

Dreyfingaraðili: TriStar Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: James L. Brooks, Bridget Johnson & Kristi Zea.

 

Lengd: 139 mín.

 

 Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 8,6 + 8,7* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: James L. Brooks (USA, 1940).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Starting Over (1979), Terms of Endearment (1983), Broadcast News (1987) og Spanglish (2004).

 

Handrit: Mark Andrus & James L. Brooks.

 

Tónlist: Hans Zimmer.

 

Kvikmyndataka: John Bailey.

 

Klipping: Richard Marks.

 

Kostnaður / tekjur: 50.000.000$ / 314.178.011$ = Um 266 milljónir dollara í plús!

 

Slagorð: What if this is as good as it gets?

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

https://www.youtube.com/watch?v=rrRl2QQKkI8

 

Flokkun: Drama.

 

Leikarar / Hlutverk:

Udell.

Jack Nicholson = Melvin Udall. Góður en einrænn rithöfundur rómantískra bókmennta.

 

x.

Helen Hunt = Carol Connelly. Þjónustustúlka, sem á mjög veikan son.

 

xx.

Greg Kinnear = Simon Bishop. Listmálari, sem enn hefur ekki slegið í gegn.

 

Verdell.

Jill the Dog = Verdell. Hundurinn, sem Simon á, en Melvin fer svo óvænt að passa.

 

listasalinn.

Cuba Gooding Jr. = Frank Sachs. Listaverkasalinn, sem vinnur með Simon.

 

Beverly Connelly.

Shirley Knight = Beverly Connelly. Móðir Carolar.

 

Spencer.

Jesse James = Spencer "Spence" Connelly. Veikur sonur Carolar.

 

xxx.

Skeet Ulrich = Vincent Lopiano. Módelið sem Simon málar, en sem rænir hann svo (og lemur í klessu).

 

xx.

Yeardley Smith = Jackie Simpson, umboðsmaður (kona) Simons listmálara.

 

xx.

Lupe Ontiveros = Nora Manning. Nágrannakonan sem Melvin móðgar svo herfilega í upphafi myndarinnar.

 

xx.

Harold Ramis = Dr. Martin Bettis. Læknir Melvins, sem Melvin borgar svo fyrir að annast son Carolar.

 

Dr. Green.

Lawrence Kasdan = Dr. Green. Geðlæknirinn sem Melvin reynir að ná sambandi við án þess að panta tíma.

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

003 = Við kynnumst manni Melvin Udall (Jack Nicholson) í sambýlishúsi, sem er greinilega ekki vel liðinn. Hann móðgar og virðist hata alla nágranna sína, byrjar á því að reyna að fá hund, Verdell (Jill the dog) nágrannans til að pissa ekki á ganginum. Þegar það fer illa þá ákveður Melvin að henda honum niður ruslið!

005 = Melvin snýr lyklinum þrisvar þegar hann er kominn heim, hendir hönskunum og þvær sér með sjóðheitu vatni og tveimur nýjum sápum. Af hverju?

012 = Melvin mætir á veitingastað, kemur greinilega mjög oft þangað (daglega?) og þykist eiga eitt ákveðið borð bara út af fyrir sig. Þegar hann sér einhverja þar þá angrar hann fyrst starfsfólkið og loks parið sem situr við borðið "hans." Hann segir þau með löng nef! og fær þau til að flýja.
014 = Melvin fær borðið og þegar þjónustustúlkan Carol Connelly (Helen Hunt) mætir og bannar honum að móðga aðra viðskiptavini, þá svarar Melvin með því að tala illa um son hennar.
017 = Ungi maðurinn hefur fengið nóg: Too much reality for a friday night, segir hann.

020 = Melvin mætir á veitingastaðinn aftur og reynir að bæta fyrir það með því að spyrja Carol um son hennar - veikindi hans.

023 = Strákurinn - módelið - Vincent Lopiano (Skeet Ulrich) sem setið hefur fyrir hjá listamálaranum lætur vini sína ræna íbúðina, en það fer illa. Listmálarinn kemst að því og þeir lemja hann í klessu. Simon stórslasast.

026 = Melvin tilkynnir hávaðann til lögreglu, hún kemur, listmálarinn er fluttur á spítala og Frank Sachs (Cuba Gooding Jr.), hörundsdökki listaverkasalinn, finnur leið til hefna sín á Melvin, eins og hann var búinn að lofa. Frank: Þú hugsar um hundinn hans á meðan Simon er á spítala.

030 = Vinir Simons mæta á spítalann.

033 = Melvin er mættur á spítalann og talar aftur við Carol nær betra sambandi við hana, en er þó enn klaufalegur. Honum er meira að segja farið að líka við hundinn.

035 = Simon er kominn heim og listaverkasalinn spyr Melvin hvort hann vilji ekki skila hundinum. Melvin lætur eins og hann vilji það, en er farið að líka vel við kvikindið - betur en nokkra persónu raunar.

040 = Melvin mætir til geðlæknis síns Dr. Green (Lawrence Kasdan), sem hann hefur ekki séð í 2 ár. Geðlæknirinn neitar að hleypa honum í viðtal án þess að panta tíma. Melvin gefst ekki upp, en geðlæknirinn neitar. Á leiðinni út sér Melvin aðra sjúklinga geðlæknisins á biðstofunni spyr: What if this is as good as it gets?

042 = Melvin fer enn á veitingahúsið sitt, borðið sitt, en þá kemur ekki þjónustustúlkan hans, heldur einhver ný. Melvin truflast alveg, er búinn að eiga mjög slæman dag. Kemur illa fram við þá nýju. Kannar hana m.a. fílakonuna! Einn gestur veitingahússins er búinn að fá nóg og rekur Melvin út. Aðrir gestir klappa.

045 = Melvin er svo klikkaður að hann fer heim til Carolar og heimtar að hún eldi fyrir sig egg, rétt eins og hún sé í vinnunni! Carol rekur hann út, en þegar drengur hennar fær kast, þá lætur hún leigubíl sem Melvin var að taka keyra þau á spítala.

048 = Aðstoðarkona Simons, Jackie Simpson (Yardley Smith), verður að segja honum að hann sé gjaldþrota, hann hafi ekki verið tryggður og skuldi nú yfir 60þúsund dollara vegna spítalavistarinnar. Hún er búin að tala við foreldra hans, sem voru hálfpartinn búin að afneita honum. Eitthvað verði að gera, hann geti ekki haldið íbúðinni.

052 = Þegar Carol kemur heim þá er þar læknir sem er að hugsa um son hennar. Hún skilur ekkert í þessu. Melvin er búinn að senda lækni sinn, Dr. Martin Bettes (Harold Ramis) á hana (eiginmaður ritstjóra hans). Allt gert til þess að hún mæti aftur í vinnuna og þjóni honum.

055 = Simon verður að segja öllum upp.

058 = Melvin fer yfir til Simons til að sinna hundinum, en Simon er algjörlega niðurbrotinn, slásaður og á hausnum. Þegar Melvin heldur áfram að móðga hann, þá missir Simon sig loks og ræðst á Melvin. Þeir sættast - aðallega í gegnum hundinn.

066 = Carol viðurkennir fyrir móður sinni, Beverly Connelly (Shirley Knight) að hún viti ekki hvernig hún eigi að vera lengur. Nú þegar drengur hennar er skárri, þá verður hún að horfast í augu við að hún hefur vanrækt sjálfa sig mjög lengi. Hvaða líf er þetta eiginlega?

070 = Simon verður að fara í langt ferðalag, keyra heim til foreldra sinna, vegna fjárhagsvanda. Hann fær Melvin og Carol til að keyra sig.

079 = Carol leggur af stað í ferðalagið með Melvin, hún kveður son sinn.

081 = Melvin, Simon og Carol leggja af stað í ferðalagið á blægjubílnum. Melvin er með tónlistina tilbúna, en Simon og Carol ná vel saman. Melvin líkar að ekki.

088 = Þau eru komin á hótel í Baltimore og heimsækja foreldra Simons á morgunn. Hún hringir í son sinn, sem er ekki andstuttur vegna þess asma, heldur vegna þess að hann skoraði mark í fótbolta! Carol ákveður að herramennirnir verði að bjóða henni út - þessu verður að fagna. Simon neitar, svo Melvin verður að fara með hana út.

090 = Þegar þau koma á veitingastaðinn er þess krafist að Melvin sé með bindi og í jakka. Hann getur ekki hugsað sér að fara í notaða bindið sem þeir bjóða honum, svo hann afsakar sig, keyrir í snatri og kaupir sér jakka og bindi!

094 = Þegar hann kemur til baka, þá er ljóst að það er að myndast samband á milli þeirra. Hann getur þó ekki enn sagt neitt jákvætt. Móðgar alla. Carol krefst þess að Melvin komi með gullhamra og meini það. Hann reynir:

Melvin: You remember when you said these things to me... My psychiatrist said that I might get better if I take pills. I HATE pills, but the next morning I started taking the pills.

Carol: I don't see how that is a compliment for me.

Melvin: You make me want to be a better man.

Carol: That's maybe the best compliment of my life.

Þau kyssast. Melvin segir óvart að hann hafi beðið Carol að koma til þess að eiga kynlíf með Simon til að afhomma hann!

102 = Carol kemur reið heim á sama tíma og Simon mistekst að ná í foreldra sína. Hann er mjög þunglyndur og hún er mjög reið! Hann sér hana hátta sig fyrir bað og segir þá: Hold it. I have to draw you. Hann byrjar að teikna. Listamaðurinn er vaknaður í honum aftur!

105 = Melvin kvartar í barþjóninum, en þegar hann kemur á hótelið um morguninn sér hann Simon. Hann spyr strax: Did you have sex with her? Carol, nei en við gerðum enn meira en það! Við erum vinir!

107 = Simon nær loks í móður sína, en segist ekki lengur þurfa á henni að halda. Simon er vaknaður til lífsins og listin er vöknuð í honum. Sköpunarkrafturinn! Melvin finnst hann vera utundan. Þau keyra til baka.

112 = Þegar þau eru komin aftur til New York þá hefur Carol tekið ákvörðun. Hún hafnar læknisaðstoð Melvins og segir við hann: I don't want to know you anymore. The only thing you do, is to make me feel bad about myself.

114 = Melvin kemur enn á óvart og býður Simoni, sem er orðinn blankur og húsnæðislaus að gista hjá sér! Hann er mannlegur eftir allt saman.

Simon: I love you.

Melvin: I tell you, I'd be the luckiest guy alive if that did it for me!

139 = THE END.

 

Bestu dæmi OCD í As Good As It Gets

Hér má sjá nokkur skýrustu dæmin um OCD í kvikmyndinni klippt saman:

https://www.youtube.com/watch?v=44DCWslbsNM

 

https://www.youtube.com/watch?v=j_3jWeTaFwA

OCD útskýrt

Obsession = Þráhyggja: Síendurteknar hugsanir (oftast um smithættu). Compulsion = Árátta: Þörf fyrir síendurtekna hegðun. Þessi mynd sýnir að Árátta-Þráhyggja er keyrð áfram af kvíða. Kvíði leiðir til síendurtekinnar hegðunar, sem léttir áhyggjunum, en þá byrjar hugsunin aftur, sem leiðir til kvíða, sem leiðir til...
   

Ekki stíga á línur. Allt í röð og reglu. Kemur með eigin hnífapör á veitingastaðinn.

 

OCD í raunveruleikanum

Hér sjáum við dæmi um mann sem er með alvarlegt afbrigði af Áráttu-Þráhyggju. Hann er að fá sér súpu:

https://www.youtube.com/watch?v=lNVIno8hr4k

Skilaverkefni:

  1. Hvaða Óskars-verðlaun hlaut þessi mynd?
  2. Ertu sammála verðlaunum Nicolsons og Hunt? Fannst þér þau sannfærandi?
  3. Í upphafsatriðunum og á nokkrum stöðum í myndinni kemur geðröskun Mevin Udall skýrt fram. Hver eru þau einkenni sem Melvin sýnir? Teldu upp a.m.k. fimm.
  4. Hvað heitir þessi geðröskun á íslensku? Og hvað heitir geðröskunin á ensku (ekki bara skammstöfunun)?
  5. Þessi geðröskun er tvíþætt. Annað er hegðun, en hitt hugsun. Útskýrðu.
  6. Veistu hvað það er sem er undirliggjandi sem veldur þessari geðröskun? Hvort er það kvíði eða þunglyndi?
  7. Þegar Melvin er orðinn ástfanginn, þá segir hann að einkennum sínum fækkar. Af hverju er það?
  8. Melvin er mjög ókurteis við fólk langt fram eftir myndinni. Hann móðgar það mjög með setningum sínum. Mannstu eina þeirra?
  9. Sagt er að smithætta sé algengasta einkenni OCD. Við sjáum mörg einkenni þess hjá Melvin. Út frá þessu þá er í raun erfitt að skilja einn þátt kvikmyndarinnar. Hvaða þáttur er það?
  10. Mundu loks að segja þitt persónulega álit á myndinni með góðum rökstuðningi.