Donnie Darko

Titill: Donnie Darko.

Donnie Darko kápan.

 

Útgáfuár: 2001.

 

Útgáfufyrirtæki: Flower Films.

 

Dreyfingaraðili: Pandora Cinema & Newmarket Films.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Sean McKittrick, Nancy Juvonen & Adam Fields.

 

Lengd: 113 mín. - en Director's Cut er 133 mín.

 

Stjörnur: 8,1* (Imdb) og 8,5 + 8,0* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Richard Kelly (Bandaríkin, 1975- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: The Goodby Place - stuttmynd (1996),  Visceral Matter - stuttmynd (1997), Southland Tales (2001) & The Box (2009). Kelly hefur líka skrifað handritið af öllum ofangreindum myndum.

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: Michael Andrews.

 

Kvikmyndataka: Steven B. Poster.

 

Klipping: Sam Bauer & Eric Strand.

 

Kostnaður/tekjur: 3.800.000$/7.600.00$.

 

Slagorð: Do you believe in time travel?

 

Trailer: Gerið svo vel.

https://www.youtube.com/watch?v=ZZyBaFYFySk

 

Leikarar/Hlutverk:

Donnie Darko.

Jake Gyllenhaal = Donnie Darko. Sonurinn.

 

Gretchen Ross.

Jena Malone = Gretchen Ross. Kærastan.

 

Mary McDonnell = Rose Darko. Móðirin.

foreldrarnir

Holmes Osborne = Eddie Darko. Faðirinn.

 

Dr. Lilian Thurman.

Katharine Ross = Dr. Lilian Thurman. Sálfræðingurinn.

 

 

Maggie Gyllenhaal = Elizabeth Darko, stóra systir Donnies, 1-2 árum eldri en hann.

systurnar

Daveigh Chase = Samantha Darko. Litla systir Donnies.

 

Frank Anderson.

James Duval = Frank Anderson, dularfullur karakter.

 

Drew Barrymore = Karen Pomeroy. Enskukennarinn.

Eðlisfræðikennarinn x og Karen ensku/bókmennta kennari.

Noah Wyle = Dr. Kenneth Monnitoff.

 

 

Jim Cunningham.

Patrick Swayze = Jim Cunningham, áróðursmeistarinn.

 

Kitty Farmer.

 

Beth Grant = Kitty Farmer. Leiðinlegi kennarinn, sú sem fær Jim Cunnngham til skólans.

 

Stuart Stone = Ronald Fisher, annar skólafélagi Donnies.

Donnie Darko með vinum sínum x og y.

Gary Lundy = Sean Smith, hinn skólafélagi Donnies.

 

3 skólafélagar.

Jerry Traynor = Nafnlaus skólafélagi, nefndur "Lanky Kid" í IMDB.

Seth Rogan = Ricky Danforth, enn annar skólafélagi. Seth Rogan er þekktur leikari í dag.

Jolene Purdy = Cherita Chen, asísk-ættaði skólafélaginn.

 

Roberta Sparrow-Grandma death.

Patience Cleveland = Roberta Sparrow/Grandma death.

 

Mínúturnar:

001 = Fjölskylda er heima hjá sér að borða, virðist vera eðlilega fjölskylda, nema hvað krakkarnir rífast við matarborðið fyrir framan foreldrana og litlu systur. Eftirá spyr hún: What is a fuck-face?

006 = Móðirin kemur inn í herbergi Donnies og reynir að tala við hann. Hún spyr hann ma.a. hvar hann sé allar nætur. Samtalið gengur illa.

012 = Donnie Darko vaknar um morguninn á golfvelli, en fjölskyldan er öll heima, þegar hreyfill úr flugvél lendir á þaki hússins og stöðvast í herbergi Donnies. Enginn deyr, en þau skilja ekki neitt í neinu. Hvar er þá flugvélin?

 

OCTOBER 2 1988.

009 = Nákvæmlega á miðnætti heyrir Donnie - sem þá er sofandi - rödd: Wake up! I've been watching you. Come Closer. Closer. Donnie gengur út, eins og í svefni, en þegar hann er kominn út á lóð sér hann stóra kanínu - eða öllu heldur, mann í kanínubúningi.

28 DAYS 6 HOURS, 42 MINUTES 6 SECONDS. THAT IS WHEN THE WORLD WILL END.

 

012 = Systir Donnies er að koma heim (eftir miðnætti) og þá dettur eitthvað ofan á hús þeirra.

013 = Morguninn eftir vaknar Donnie á golfvellinum og sér að hann hefur skrifað á hendina á sér: 28-6.42-6. Þegar Donnie er kominn heim þá sér hann heimili sitt í rúst, flughreyfill hefur dottið ofan á það. Enginn meiddist þó, en húsið er í rúst.

015 = Þegar Donnie mætir í skólann daginn eftir þá er hann orðinn frægur, allir vita að hann var sofandi á golfvellinum, þegar hreyfillinn lenti á rúminu hans. Hvernig vissi hann að þetta myndi gerast?

020 = Nýr nemandi, Gretchen Ross (Jena Malone). kemur inn í enskutíma, kennarinn segir henni að setjast hjá þeim strák sem er sætastur. Hún sest hjá Donnie Darko.

022 = Pabbinn nær í Donnie úr skólanum og í bílnum á leiðinni heim þá hvetur hann Donnie að segja sálfræðing sínum hvað sem er. Þeir rétt ná að stoppa þar sem gömul kona stendur á miðri götunni. Þegar Donnie fer út til að huga að henni athugar hún hvort hún sé búin að fá póst og svo hvíslar hún e-u að Donnie.

 

alone.

 

025 = Donnie talar við sálfræðinginn Dr. Lilian Thurman (Katharine Ross).

Við sálfræðinginn: I met a new friend.

Sálfræðingurinn: Real or imaginary?

Donnie: Imaginary.

Sálfræðingurinn: What's his name?

Donnie: Frank.

Sálfræðingurinn: What did this new friend say?

Donnie: He told me to follow him.

Sálfræðingurinn: What did he tell your?

Donnie: That the world is coming to an end.

Sálfræðingurinn: Do you believe that the world is coming to an end?

Donnie (hikandi): No.

026 = Nemendur eru látnir horfa á áróðursmyndband eftir Jim Cunningham (Patrick Swayze) um Ást og Hræðslu - hvernig eigi að stjórna hræðslu. Meðal þess sem kemur fram er að kona segist loks hafa getað horfst í augu við hræðsluna. Hún horfði í spegil - I really looked into the mirror. I saw my ego reflection.

 

Speglar merkja yfirleitt tvöfalt sálarlíf í kvikmyndum, en hér líka aðra vídd.

 

028 = Um nóttina sér Donnie enn kanínuna.

6 OCTOBER 1988. 24 DAYS REMAIN.

 

030 = Daginn eftir er skólanum lokað vegna þess að það flæðir vatn inn í alla stofurnar. Þar að auki þá er öxi í höfðinu á stórri styttu af hundi sem prýðir skólalóðina. Og búið er að skrifa á grasið: THEY MADE ME DO IT.

032 = Donnie gengur að næstu stoppistöð, hittir þar stelpuna sem er nýbýrjuð í skólanum. Þau skiptast á sögum. Pabbi hennar stakk móður hennar endurgekið og er nú á flótta og Donnie segir henni frá því að hann hafi fengið kæru á sig fyrir að kveikja í yfirgefinni byggingu.

034 = Sálfræðingurinn vill prófa eitthvað nýtt. Hún vill dáleiða Donnie. Það tekst ekki vel, því hann hugsar bara um kynlíf.

036 = Skólastjórinn reynir að fá nemendur til að játa að þeir hafi flætt skólann. Enginn gefur sig fram.

041 = Skólafundur er haldinn til að finna þann sem flæddi skólann. Leiðinlegi kennarinn sakar enskukennarann um að láta nemendur lesa Graham Greene smásögu, sem hvetur til skemmdarverka. Á sama tíma er Donnie inni á klósetti og hann heyrir rödd: Don't worry, you got away with it. Hann sér kanínuna í speglinum. Hún segir: The world is coming to an end. Og: Do you believe in time travel?

044 = Leiðinlega kennslukonan heldur fyrirlestur. Hún segir að þetta sé víddin sem allt fjallar um:

 

Fear -------------------------------------------------------------------------- Love.

047 = Donnie er sendur til skólastjóra vegna þess að hann sagði við hana: Forcibly insert my lifeline card into my anus.

OCTOBER 10 1988 TWENTY DAYS REMAIN.

050 = Donnie Darko talar við eðlisfræðikennarann Dr. Kenneth Monnitoff (Noah Wyle). Hann útskýrir: A wormhole may be a shortcut to jump between two timelines. Eftir samtalið lánar kennarinn Donnie gamla bók eftir Roberta Sparrow: The Philosophy of Time Travel. Hún er "grandma death", fattar Donnie þá allt í einu. Hún var kennari við skólann, en er núna einsetukona.

052 = Sálfræðingurinn spyr Donnie hverju gamla konan hvíslaði að honum: Every creature on earth dies alone.

055 = Donnie er heima að horfa á sjónvarpið með föður sínum og fleira fólki, en þá sér hann allt í einu orma koma út úr brjóstkassanum á föður sínum og svo honum sjálfum. Hann eltir orminn, sem leiðir hann upp í herbergi að skáp þar sem hann finnur skammbyssu.

 

18 OCTOBER 1988 12 DAYS REMAIN.

058 = Við sjáum einstaka sinnum texta, líklega úr bók gömlu konunnar um tímaflakk. T.d. þennan texta: WATER AND METAL ARE ESSENTIAL TO TIME TRAVEL.

060 = Foreldrarnir ákveða að fara í viðtal til sálfræðingsins. Sálfræðingurinnn útskýrir: Donnie's aggressive behaviour ... His increased ... to cope with the world, that is threatening ... Has he ever told you about his imaginary friend Frank? Nei, svara þau stórhissa. Sálfræðingurinn heldur áfram: Donnie is experiencing a daylight hallucination. This is a common occurrence among paranoid schizophrenics. Á same tíma sjáum við Donnie með stóran hníf stinga spegilinn inni á salerni. Í hvert sinn sem hann stingur spegilinn þá sér hann Frank kanínu.

063 = Loks er Jim Cunningham mættur og heldur áróðursræðu um hræðslu. Hann tekur dæmi af ímyndaðri persónu veru sem heitir Frank! Getur þetta verið tilviljun? Donnie tekur þá við sér og tímaflakk á sér stað. Hann heyrir í Jimmy röfla með fjarlægri röddu.

066 = Nemeundur mega koma upp og spyrja Jim, ýmsir koma, en þegar Donnie stígur á svið þá móðgar hann Jim með grófum spurningum. Á endanum kallar hann Jim: Antichrist.

071 = Enskukennarinn tilkynnir að nú sé henni bannað að halda áfram að kenna Graham Green. Hún tilkynnir nýja bók.

072 = Donnie heldur áfram að lesa bókina og verður meira og meira hissa á því hve líkt þetta er upplifun hans. Á leiðinni heim úr skólanum finnur hann veski, virðist vera veski áróðurmeistarans, Jim. Nú veit Donnie hvar hann á heima.

076 = Donnie fer á hrollvekjuna Evil Dead með kærustunni. Hún sofnar og þá sér Donnie kanínuna sitja rétt hjá sér.

Donnie spy: Why are you wearing that stupid bunny suit?

Frank spyr á moti: Why are you wearing that stupid men's suit?

Donnie: Take it off.

Frank tekur grímuna af sér og þá sjáum við mannveru með skaddað auga.

Donnie: Why do they call you Frank? Frank: It's the name of my father and his father before me.

Donnie: When is this gonna stop?

Frank: You should already know that. Watch the movie screen. Have you ever seen a portal? Burn it to the ground.

080 = Donnie læðist eftir þetta út úr kvikmyndahúsinu (á meðan kærastan er þar sofandi) og kveikir í heima hjá Jim. Hann kemst upp með það með því að læðast aftur inn í kvikmyndahúsið. Á sama tíma er litla systir hans í danskeppni í skólanum. Allir eru mættir, en við munum að Donnie má ekki vera þar, því hann er í 6 mánaða after-schoolhour banni.

085 = Þegar fréttin er sögð af brunanum þá er bætt við að Jim hafi verið handtekinn því slökkvuliðsmennirnir fundu mikið barnaklám í heimilistölvu hans.

 

OCTOBER 24 1988 SIX DAYS REMAIN.

088 = Skólastjórinn tilkynnir að enskukennarinn sé rekinn.

091 = Leiðinlega kennslukonan getur ekki farið með stelpurnar til Los Angeles í dangkeppnina vegna þess að hún vill berjast fyrir Jim í barnaklámsmálinu. Hún biður Rose að fara í staðinn fyrir sig. Rose segir já þrátt fyrir að eiginmaðurinn verði heldur ekki heima. Hún talar við Donnie og segir honum að einhvern muni hugsa um hann á meðan.

097 = Í dáleiðsluviðtali viðurkennir Donnie fyrir sálfræðingnum að hann hafi flætt skólann og kveikt í hjá Jim. Hann segir líka að hann verði að hlýða Frank kanínu og að Frank muni drepa fljótlega. Á meðan sálfræðingurinn er að segja Donnie að þetta sé allt ímyndun, þá sér Donnie kanínuna. Ranghugmyndirnar eru búnar að ná taki á honum.

100 = Sálfræðingurinn segir Donnie að hann megi hætta að taka lyfin, þau séu bara placibo, þ.e. að hún hafi bara gefið honum hveititöflur. Hún bætir við að Donnie trúi ekki á guð (þó að hann segi það), að hann sé í raun atheist, þ.e. viti ekki hvort guð sé til. Hún er líklega að segja þetta allt til að fá Donnie af ranghugmyndum sínum. Hún reynir meira að segja að ná í foreldra hans í síma, en þau eru bæði á ferðalagi.

 

OCTOBER 29 1988 ONE DAY REMAINS.

102 = Donnie heldur Halloween partí heima í foreldralausu húsinu. Allir mæta, líka kærasta hans, sem líður illa því móðir hennar er horfin.

 

OCTOBER 30 SIX HOURS REMAIN.

105 = Donnie upplifir aftur ormaholur út um allt. Hann ræður nú illa við ofskynjanir sínar. Hann ákveður að fara út úr partíinu og reyna að finna einsetukonuna. Hún getur útskýrt tímaflakk fyrir honum. Kærastan og kærulausu strákarnir tveir koma með honum.

109 = Þegar þau eru komin inn í tómt húsið þá brjótast leiðnlegu nemendurnir tveir þar inn með grímur. Þeir ráðast á Donnie með hníf og segja kærulausu strákunum tveimur að flýja. Þá kemur einhver á rauðum bíl og hræðir ræningjana í burtu. En bíllinn keyrir óvart yfir kærustuna. Hún deyr.

111 = Bílstjórinn stígur út og Donnie skýtur hann í augað eða ekki, það er ekki ljóst. Gama konan birtist og segir Donnie: A  storm is coming. You should go home. Hún gengur í burtu. Donnie gengur með lík kærustunnar heim. Hann tekur bíllykilinn en þegar út er komið skellur á mikið óveður og Donnie horfir á skýin mynda tákn á himninum.

113 = Donnie keyrir með kærustuna í burtu umþað bil sem lögreglan kemur að húsinu. Donnie keyrir út í sveit og situr upp á bílnum út í náttúrunni og horfir á skýin. Hann heyrir rödd gömlu konunnar: Go home. Hann virðist fatta eitthvað (hvað?) og hlær upphátt.

115 = Í flugvél móður hans á leiðinni heim kemur eitthvað fyrir vélina. Einn hreyfillinn losnar. Mikið og langt tímaflakksatriði.

118 = Donnie er heima hlægjandi upp í rúmi og þá gerist það aftur, flugvélahreyfillinn lendir á húsinu. En núna er Donnie inni í húsinu - í herberginu sínu. Hann virðist því deyja í þetta sinn, en hvað með kærustu hans?

119 = Við sjáum að lokum alla karaktera myndarinnar, þar á meðal þá kínversku og þar er líka manneskjan sem var inni í kanínubúningnum - Frank.

120 = Við sjáum í lokin alla afjölskylduna, allir grátandi, því að Donnie Darko er dáinn. Þá hjólar ung stúlka framhjá (kærastan) og spyr um málið. Henni er sagt að allir hafi bjargast, nema sonurinn. Hún segist ekki hafa þekkt hann. Samt vínkar hún móðurinni í lokaatriðinu eins og að hún þekki hana.

121 = THE END.

 

Donnie Darko framhaldsmynd: S Darko 2

Eins og alltaf þá kemur framhaldsmynd. Í þetta sinn tókst ekki vel upp, enda annar leikstjóri og starfsfólk almennt. Myndin er frá 2009 og fær aðeins 3,9 stjörnur. Hér er trailerinn:

 

https://www.youtube.com/watch?v=KlEBB7BK41Q

 

Donnie Darko greiningar

Margir hafa reynt að greina þessa mynd, en gengur misjafnlega. Byrjum á þessari:

https://www.youtube.com/watch?v=QKTwFoZnaj4

 

Hér kemur heldur betri greining:

https://www.youtube.com/watch?v=1bz2GmTgCus

 

Víddirnar skýrðar:

 

http://www.youtube.com/watch?v=aCQx9U6awFw

 

Bloggverkefni:

  1. Nefndu 3 atriði sem benda til þess að Donnie Darko sé með einhverja geðklofarófsröskun.
  2. Hvað er tímaflakk (time travel)?
  3. Hvað er ormhola (wormhole)?
  4. Hvað er op í merkingunni (portal)?
  5. Hvernig útskýrir þú lokaatriði myndarinnar?
  6. Segðu svo að lokum þitt persónulega álit á myndinni, útskýrðu lýsingarorð þín.