Get Out

Titill: Get Out.

Get Out kápan.

 

Útgáfuár: 2017.

 

Útgáfufyrirtæki: Blumhouse Productions, QC Entertainment & Monkeypaw Productions.

 

Dreyfingaraðili: Universal Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Sean McKittrick, Jason Blum, Edward H. Hamm Jr. & leikstjórinn.

 

Lengd: 1:44 mín.

 

Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 9,8 + 8,6* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Jordan (Haworth ) Peele (1979- ). New York borg, New York, Bandaríkin.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraGet Out (2017) og Us (2019). Get Out er fyrsta mynd leikstjórans, sem hingað til hefur bara vakið athygli sem leikari, handritshöfundur, framleiðandi, grínisti og uppistandari með margar you-tupe stykklur. Sjáið t.d. þessa:

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tegund: Kómedía, hrollvekja, ráðgáta og spenna.

 

Tónlist: Michael Abels.

 

Kvikmyndataka: Toby Oliver.

 

Klipping: Gregory Plotkin.

 

Tekjur: 255.500.000$ / Kostnaður: 4.500.000$ = 250.000 milljónir í plús!

 

SlagorðGet Out!

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=xnkgiINreIk.


Leikarar / Hlutverk:

Daniel Kaluuya = Chris Washington. Ungur afrísk-ættaður Bandaríkjamaður, kærsti Rose. Hann fékk Óskarsútnefningu fyrir leik sinn í myndinni.

 

Allison Williams = Rose Armitage. Sæta kærasta Chris. Ung, hvít og saklaus stúlka, eða hvað?

 

Li Rel Howery = Rod Williams. Tryggur vinur Chris.

 

Bradley Whitford = Dean Armitage. Faðir Rósu, skurðlæknir.

 

Caleb Landry Jones = Jeremy Armitage. Snarklikkaður sonur Armitage hjónanna.

 

Stephen Root = Jim Hudson. Blindi maðurinn.

 

Catherine Keener = Frú Armitage. Eiginkona Deans og móðir Rósar. Hún er geðlæknir.

 

Andre Hayworth.

Andre Hayworth.

Lakeith Stanfield = Andre Hayworth (Logan Ling).

 

Latoya rannsóknarlögreglukona, hér með samstarfsmönnum sínum, sem trúa alls ekki sögu Rods.

Latoya rannsóknarlögreglukona, hér með samstarfsmönnum sínum, sem trúa alls ekki sögu Rods.

Erika Alexander = Detective Latoya.

 

Betty Gabriel = Georgina (Marianne Armitage).

 

Walter og Georgina. Þjónustufólkið, sem er í raun og annað. Hvað?

Walter og Georgina. Þjónustufólkið, sem er í raun og annað. Hvað?

Marcus Henderson = Walter (Roman Armitage).

 

Roman Hermitage

Roman Hermitage

Richard Herd = Roman Armitage, afinn, sá sem kemur allri tilraunastarfseminni (hvaða tilraunastarfsemi?) af stað.


Mínúturnar:

0:01 = Forleikur. Ungur svartur maður gengur um hverfi hvítra manna og bíll keyrir framhjá. Bíllinn kemur til baka og virðist elta hann. Loks sjáum við einhvern koma út út bílnum og allt í einu er svarti maðurinn dreginn inn í bílinn. Einkennilega glaðleg tónlist er spiluð á meðan. Hvort er þetta hrollvekja eða grínmynd?

0:04 = Textinn.

0:06 = Chris Washington (Daniel Kaluuya) er með nýju kærustu sinni, henni Rose Armitage (Allison Williams). Hann hefur áhyggjur af því að þau eru í fyrsta sinn að fara að heimsækja foreldra hennar. Vandinn er að hún er hvít á hörund, en hann svartur. Rose segir að þetta verði ekkert vandamál.

0:08 = Þau keyra af stað og Chris hringir í vin sinn, hann Rod (Li Rel Howery), sem vinnur hjá TSA, sem honum þykir mjög merkilegt starf. Flugvallarvörður. Rod grínast í honum. Karakter hans er klassískt dæmi um comic relief.

0:10 = Að símtalinu loknu keyra þau áfram, en þá hleypur dádýr snögglega fyrir bílinn og þau missa næstum því stjórn á honum. Þau jafna sig og Chris finnur dýrið látið í skógarjaðrinum.

0:12 = Kærustuparið hringir á lögreglu. Hún mætir á staðinn og spyr margra spurninga, sem Rose finnst ekki viðeigandi. Lögreglan spyr Chris alls konar spurninga, m.a. um ökuskýrteini hans, en Rose segir réttilega að Chris hafi ekki verið að keyra bílinn.

0:13 = Kærustuparið kemst á áfangastað og hittir foreldra Rose. Pabbinn Dean Armitage (Bradley Whitford) er skurðlæknir og móðirin Frú Armitage (Catherine Keener) er geðlæknir. Þau sýna Chris húsið og kynna m.a. fjölskyldu sína.

0:17 = Faðirinn kynnir Chris líka fyrir þjónustukonunni, henni Georginu (Betty Gabriel). Þegar pabbinn kynnir síðan þjóninn Walter (Marcus Henderson), þá finnst honum hann þurfa að afsaka það að þau eru hvít með svart þjónustufólk. Pabbinn segir þau afkomendur fyrra þjónustufólks og að hjónin hafi bara ekki getað látið þau fara.

0:19 = Fjölskyldan situr úti og geðlæknirinn spyr Chris um foreldra hans. Chris segir að móðir hans hafi látist í bílslysi fyrir utan heimili sitt og að sá sem keyrði hana niður hafi flúið og aldrei fundist. Chris tekur eftir tedrykkju móðurinnar og pabbinn segir að eiginkonan geti fengið Chris til að hætta reykingum með dáleiðslu. Chris er ekkert spennur fyrir því.

0:21 = Sonurinn, Jeremy Armitage (Caleb Landry Jones) og bróðir Rose, kemur í heimsókn og við kvöldmatarborðið tala þau öll saman. Sonurinn talar of mikið og segir sögur af fyrsta kærasta Rose.

0:23 = Pabbinn reynir að halda aftur af syninum, sem gerist ansi nærgöngull við Chris. Hann bendir Chris á að hann ætti að stunda bardagaíþróttir. Chris er ekki mjög spenntur fyrir því. Þetta verður hálf vandræðalegt og allir afsaka bróðurinn.

0:27 = Chris á erfitt með að sofa og fer fram. Í endhúsinu hittir hann móðurina.

0:30 = Móðirin dáleiðir Chris, nánast án þess að hann viti af því. Chris veit ekki meira fyrr en að hann vaknar í svitabaði í rúmi sínu.

0:33 = Móðirin dáleiðir Chris í stólnum sínum þannig að hann fer til þess tíma þegar móðir hans dó. Strákurinn beið heima eftir móður sinni og vissi ekki að hún lá helsært rétt fyrir utan útidyrnar.

0:37 = Chris sér Georgínu þjónustustúlku upp í íbúð og talar svo við Walter, svarta strákinn í grænu fötunum. Þau virka einkennilega á hann.

0:40 = Fullt af fólki, hvítt eldra fólk, er að koma að húsinu. Einhvers konar veisla er í aðsigi. Allt þetta hvíta fólk spyr Chris einkennilegra spurninga. T.d. er það satt að það sé betra að gera það með svörtum manni? Ekki beint viðeigandi spurning!

0:43 = Chris gengur um partíið og líður einkennilega. Allt þetta hvíta fólk er að spyrja hann einkennilegra spurninga um litarhátt hans. Loks finnur Chris svartan mann sem hann reynir að ná sambandi við: Broh? Það gengur alls ekki.

0:45 = Chris hittir Jim Hudson (Stephen Root). Hann er blindur listaverkasali (íronískt!).

0:47 = Chris er farinn að gruna að eitthvað einkennilegt sé í gangi, allt þetta eldra hvíta fólk að spyrja hann óviðeigandi spurninga, eins og að þau viti ekki hvað kynþáttafordómar séu og svo svartir einstaklingar inn á milli, sem haga sér alls ekki eins og svartir gera.

0:48 = Chris hringir Rod í vin sinn, sem bullar alls konar sögur um Jeffrey Dahmer. 

0:50 = Chris fer aðeins rólegri í veisluna eftir fíflalæti vinarins í símanum. En þá er hann spurður fyrir framan alla um það hvernig það er að vera ameríkani af afrískum uppruna. Enn ein einkennileg spyrning. Chris veit ekki hvernig hann á að svara og varpar spurningunni til þess aðila í veislunni sem er líka svartur, Andre Hayworth (Lakeith Stanfield). Þegar hann reynir - án árangurs að svara - þá tekur Chris mynd af honum. Á því augnabliki stoppar allt og allir stara á Chris. Hann lítur á Andre, sem virkar sturlaður og þegar fer að blæða úr nefinu á honum, ræðst hann að að Chris og öskrar titil myndarinnar: GET OUT!

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=uG_KHjd_PSc.

0:55 = Allir fara í bingó. Sá blindi virðist vinna í bingóinu. Hvað var hann að vinna?

0:58 = Chris vill flýja. Kærastan reynir að róa hann. Chris fer að segja frá því hvernig móðir hans dó. Chris var þá smá barn, sat heima og horfði á sjónvarpið og beið eftir að móðir hans kæmi heim. En hún varð fyrir bíl rétt fyrir utan heimilið. Bílstjórinn flúði, en Chris gerði ekki neitt. Hann vissi ekki hvað hafði komið fyrir móður sína og segist núna hafa getað bjargað henni. Bara ef hann hefði farið út að leita að henni - já, en hann var bara barn!

1:00 = Kærastan hlustar á Chris og segist sammála honum um að þau eigi að fara heim.

1:02 = Chris hringir aftur í vin sinn, eftir að hafa sent honum myndina sem hann tók af svertingjanum, Andre. Vinurinn segist þekkja hann svertingjann á myndinni, hann hvarf fyrir nokkru síðan. Ekkert hefur spurst til hans.

1:03 = Þegar Chris og kærasta eru að kom sér af stað þá finnur Chris nokkrar ljósmyndir inn í opnu herbergi. Þar sér hann margar myndir af kærustu sinni með ungum mönnum - kærustum - sem allir voru svartir. Og hún sem var búinn að segja hnum að hún hafi ekki áður verið með svertingja! Chris finnur meira að segja mynd af kærustunni með stráknum sem hvarf og líka með þjónustustúlkunni!

1:04 = Chris áttar sig á því að eitthvað mjög skuggalegt sé að gerast og vill ólmur komast í burt. Öll fjölskyldan snýst þá gegn honum, pabbinn, mamman, bróðirinn og meira að segja kærastan! Þegar Chris ætlar að ná bíllykninum þá virkar dáleiðslan aftur og hann fellur í gólfið.

1:07 = Rod, vinur Chris reynir enn að hringja í hann, en nær ekki sambandi. Batteríslaus. Vinurinn fer heim til Chris og sér að hann er ekki kominn heim. Eitthvað er að, heldur hann.

1:10 = Chris vaknaður bundinn í stól. Enginn er þar inni og hann reynir að losna. Það er kveikt á gömlu sjónvarpi fyrir framan hann og einhver Roman Armitage (Richard Herd) - afi kærustunnar - segir frá: Behold the Coagula. What the fuck?


Undirritaður fann útskýringu á netinu á þessari hugmyndafræði. Hún er svona:

The Order of the Coagula is a secretive evil cult of prospective and wealthy Caucasian buyers and a villainous faction in the 2017 horror/thriller movie Get Out. Founded by Roman Armitage somewhere around the 1940s and headed by the Armitage Family themselves, members of this unusual secret society seek out, kidnap, brainwash, and finally "trade places" with healthy and youthful Afro-Americans via [partial] "transmutation" which is to implant the brains of the members, their old relatives and friends, into the bodies of the far younger and fitter black people.

The Order was founded by Roman after he lost the 1936 Olympics to the famous Jesse Owens. Unable to take his loss seriously, Roman pathetically developed a hatred towards (and obsession with) black people and perfected a process - kidnapping black people in order to brainwash them and to implant the brains of old relatives and friends into the bodies of the far younger and fitter black people. As Roman and his wife Marianne grew old, their son Dean (taking over as the new leader of the Order) and his wife Missy used two black persons named Walter and Georgina as new vessels for the dying Roman and Marianne (with the help from Dean and Missy's daughter Rose). Dean even got his son Jeremy to kidnap another black named Andre Hayworth as a new vessel for an old friend named Logan King.

https://movies.stackexchange.com/questions/84831/what-does-behold-the-coagula-mean-in-get-out


1:12 = Næst sést tebolli, sem verið er að hræra í. Um leið og Chris sér það þá fellur hann (aftur) í dáleiðslu.

1:16 = Rod hringir enn og nær sambandi við kærustuna. Hún virkar róleg og segir að Chris hafi farið frá þeim fyrir 2 dögum. Rod veit að hún er að ljúga, en hún svarar að Rod sé bara að hringja af því að hún er hrifin af honum. Rod skellir á.

1:19 = Chris vaknar aftur í stólnum og þá getur hann talað við blinda manninn í gegnum sjónvarpið. Hann útskýrir. Málið er þríþætt:

1. Dáleiðslan.

2. Sálfræðilegur undirbúningur.

3. Líffæraflutningur. Allt flutt á milli, nema heilinn. Þ.e. þetta eldra hvíta fólk er að "kaupa" unga heilbrigða svarta einstaklinga, til þess að setja heilann af sér í þá! Það (svarta fólkið) hverfur ekki alveg, er með takmarkaða meðvitund, en enga sjálfstjórn, verður eins og farþegi. Áhorfandi. Chris klárar setninguna fyrir honum: In the sunken place. Blindi maðurinn bætir við, ég stjórna taugaboðunum, en þú verður bara farþegi. Blindi maðurinn segist mest spennur yfir því að fá sjónina (hans!) aftur.

1:23 = Skurðaðgerðin er að hefjast. Blindi maðurinn er kominn á skurðarborðið en Chris er enn á sínum stað. Sonurinn kemur til að ná í Chris, sem virðist vera sofandi. Sonurinn losar hann en áttar sig ekki á því að Chris hafði áður sett bómul (bómull fyrir svartan þræl!) í eyrun og var því ekki dáleiddur. Chris rotar hann og notar síðan hreyndýrshaus til að drepa skurðlækninn, föðurinn.

1:26 : Nú rekst Chris á Georgínu, þjónustustúlkuna (lesist: ömmuna), sem flýr. Hann sér þá geðlækninn og er á undan henni að brjóta bollann, svo hún getur ekki dáleitt hann. Hún grípur til hnífs og stingur Chris, sem nær samt að sigra hana.

1:27 = Sonurinn er vaknaður úr rotinu og ræðst aftan að Chris. Hann er lærður í bardagaíþróttum og er að kyrkja Chris. Enn nær Chris að snúa á andstæðinginn. Nú er bara kærastan eftir, en hún er með heyrnartæki á sér og heyrir ekki neitt. Chris fer út, finnur bíl og keyrir af stað. Hann er kominn nokkra metra þegar hann lendir á þjónustustúlkunni.

1:30 = Chris stöðvar bílinn og ákveður (mistök) að bjarga þjónustustúlkunni og dregur hana inn í bílinn. Það sem hann veit ekki er að þjónustustúlkan er í raun amman í nýjum líkama. Hún ræðst gegn honum og bíllinn veltur á hliðina.

1:31 = Chris ranknar við sér og reynir að flýja. Kærastan er vöknuð og vopnuð. Hún ætlar að skjóta Chris, en lætur afa sínum í líkama ungs blökkumans - honum Walter - það eftir. En þá snýst honum hugur, honum finnst nóg komið og hann skýtur kærustuna og svo sjálfan sig.

1:34 = Chris sér að kærastan er enn á lífi en helsærð. Hann reynir að kyrkja hana, en getur það ekki. Á því augnabliki kemur lögreglubíll, Chris veit ekki hver er í honum, en þá er þetta vinur hans Rod á bíl frá TSA öryggisvörðum! Rod veit ekki hvað hann á að segja við Chris, en útkoman er vel orðuð og fyndin:

Rod: I told you not to go in the house.

Chris: How you found me?

Rod: I am TS motherfuncking A. We handle shit. That's what we do. Consider this situation fucking handled.

1:43 = Þeir keyra burt á sama tíma sést þegar Rose - kærastan - dregur síðasta andardráttinn.

1:44 = THE END.


 

5-1 spurning:

  1. Þér finnst eflaust að Get Out sé hrollvekja eða hvað? Leikstjórinn, Jordan Peele, er þó þekktur fyrir húmor. Hann hefur sagt að hann vilji rugla saman tegundum (e. genre) kvikmynda. Hvaða tvo aðra flokka (sjá blogg mitt: TEGUNDIR KVIKMYNDA) heldur en hrollvekja er þessi mynd?

  2. Hvenær hlóstu? Getur þú fundið kómísk dæmi í myndinni? Er t.d. eitthvað fyndið vegna þess að það er af a) óeðlilegri stærð, er b) óvænt hegðun eða á c) óvæntum stað?

  3. Hvað með: 1. Hamagangur og Ofbeldi, 2. Galdrar og Súrrealismi, 3. Eftirherma og Skopstæling og loks 4. Látbragð? Nefndu skýrt dæmi um a.m.k. tvennt af þessu.

  4. Langt fram eftir myndinni koma fyrir atriði þar sem spilað er með kynþáttafordóma gegn svörtum. Þau atriði skýrist þó öll í lokin. Hver er útskýringin á því að allt þetta eldra fólk var að spyrja Chris - blökkumanninn - allra þessara kynþáttafordómalegu spurninga?

  5. Hvað er líkt með myndumum tveimur, Get Out og Us? Nefndu minnst 2 atriði.

  6. Ekki gleyma að skrifa álit þitt á myndinni Get Out.


 

umræðuspurningar:

  1. Hvað hefur þessi ungi leikstjóri leikstýrt mörgum kvikmyndum?

  2. Hvað var leikstjórinn, Jordan Peele þekktur fyrir áður en hann gerði Get Out (og Us)?

  3. Hvernig flokkar þú Get Out sem kvikmyndategund. Nefndu minnst 4 flokka (sjá má flókna upptalningu í þessu bloggi undir: TEGUNDIR KVIKMYNDA. Ef myndin væri bara tegundarflokkuð eftir fyrsta hálftímann, hver væri þá flokkurinn? En þegar á líður?

  4. Þótt myndin sé að grunninum til hrollvekja, getur þú séð kómísku áhrifin frá leikstjóranum? Nefndu 2 dæmi.

  5. Langt fram eftir myndinni koma fyrir atriði þar sem spilað er með kynþáttafordóma gegn svörtum. Þau atriði skýrist þó öll í lokin. Hvernig?

  6. Jordan Peele hefur sagt að upphaf hugmyndar myndarinnar megi rekja til ákveðins grínista. Hver er það og hvert er atriðið?

  7. Leikstórinn er einstaklega fær að villa um fyrir áhorfendum með það hvað er að gerast í myndinni. Sum atriði framanaf eru mjög einkennilega og raunar alveg óskiljanleg, en verða samt svo snilldarlega skýr í lokin. Nefndu nokkur slík dæmi.

  8. Kannski má flokka þessa mynd sem vísindaskáldskap. Hver er eiginlega þessi vísindalegi skáldskapur, sem kemur fram í lokaatriðum myndarinnar?