Hævnen (In a Better World)

 

Titill: Hævnen (In a Better World).

Hæven kápan.

 

Útgáfuár: 2010.

 

Útgáfufyrirtæki: Zentropa.

 

Dreyfingaraðili: Sony Pictures Classics (USA), Axiom Films.

 

Land: Danmörk, Svíþjóð.

 

Framleiðandi: Sisse Graum Jörgensen.

 

Lengd: 118 mín.

 

 Stjörnur: 7,6* (Imdb) og 7,7 + 8,5* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Susanne Bier.

 

Handrit: Anders Thomas Jensen, Per Nielsen og leikstjórinn.

 

Tónlist: Johan Söderqvist.

 

Kvikmyndataka: Morten Söborg.

 

Klipping: Pamille Bech Christensen & Morten Egholm.

 

Kostnaður/tekjur: 5.500.000$/9.629.826$.

 

Slagorð: In a Better World.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=MPuqCFOgeFc

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Anton.

Mikael Persbrandt = Anton. Læknirinn sem vinnur í Afríku. Faðir Eliasar. Fráskilinn eiginmaður Marianne.

 

Marianne.

Trine Dyrholm = Marianne. Líka læknir. Móðir Elíasar. Er skilin (að skilja) við Anton.

 

Elias.

Markus Ryggard = Elias. Sonur Antons og Marianne. Kallaður "Rottuandlit" af eineltisliðinu.

 

Claus.

Ulrich Thomsen = Claus. Einstæður faðir Christians. Myndin hefst í jarðarför konu hans, sem dó úr krabbameini í heila.

 

Christian, sonur Claus.

William Jöhnk Juels Nielsen = Christian. Sonur Claus. Nýkominn til Danmerkur frá London, Englandi.

 

Sofus, forsprakki eineltisliðsins.

Simon Maagaard Holm = Sofus, forsprakki eineltisliðsins, sá sem Christian lemur í klessu.

 

Lars, ofbeldishneigði bifvélavirkinn.

Kim Bodnia = Lars, bifvélavirki, faðirinn sem tekur því með ofbeldisfullum hætti þegar Anton reynir að sætta drengina tvo við róluna.

 

Læknirinn sem vinnur með Antoni í Afríku.

 

Wil Johnson = Afrískur læknir og samstarfsmaður Antons í Afríku.

 

Sá Stóri.

Odiege Matthew = Big Man. Sá stóri, ofbeldishneigði smákóngurinn í Afríku, sá sem meiðist á fæti.

 

Mínúturnar/Atvik:

001 = Texti.

002 = Læknirinn Anton (Mikael Persbrandt) og aðstoðarlæknir (Wil Johnson) hans keyra að læknatjaldi einhvers staðar á stríðshrjáðu svæði í Afríku

003 = Heimamenn koma með verulega skaddaða stúlku til lækninga. Hún er öll skorin. Aðstoðarlæknirinn segist hafa séð þessi sár áður. Þau eru gerð af "Big Man", þeim Stóra, sem hafi þann háttinn á að þegar þeir rekast á óléttar stúlkur þá veðji þeir um kyn barnsins og skera svo upp magann á stúlkunum til að vita hver vinnur.

005 = Sonurinn Christian (William Jöhnk Juels Nielsen) heldur yfirvegaða ræðu við jarðarför móður sinnar. Hann þylur texta upp úr Litla næturgalanum, sem móðir hans var vön að lesa fyrir hann.

008 =Anton fer heim til Danmerkur í frí frá vinnu sinni í Afríku og Christian kemur sömuleiðis heim til Danmerkur, en móðir hans var jörðuð í London. Hann kemur með Claus (Ulrich Thomsen) föður sínum og hittir þar ömmu sína. Claus er mjög þögull, en greinilegt er að eiginkonumissirinn er mikill. Hún dó úr krabbameini í heila.

010 = Claus fer með Christian í skólann og sér strax að einn strákur verður fyrir alvarlegu einelti, kallaður "Rottufés." Það er Elias (Markus Ryggard), sonur læknisins Antons. Kennarinn lætur Christian sitja hjá Eliasi, þeir verða fjótt vinur. Eftir skólann sjá þeir að fantarnir eru búnir að taka allt loft úr hjóli Eliasar. Christian sýnir Eliasi hvernig á að bregðast við og tekur loftið úr hjóli þeirra. Forsprakki eineltisliðsins Sofus (Simon Maagaard Holm) stendur hann að verki, ógnar honum og kastar körfubolta í andlitið á honum.

012 = Marianne (Trine Dyrholm), móðir Eliasar reynir að ná sambandi við son sinn þegar hann kemur heim úr skólanum, en gengur illa. Hún sér að honum líður illa, en þegar hún reynir að nálgast hans, þá brest hann illa við og segir: Ég hata þig! Nákvæmlega það sama gerist á heimili Christians, pabbi hans reynir að ná sambandi við soninn í skot-tölvuleik, en hann svarar engu og segir ekki frá því að hafa fengið körfubolta beint í andlitið.

018 = Anton er kominn frá Afríku og hittir Elias son sinn og Marianne, sem hann er enn giftur, en þau eru að skilja. Þau mæta á foreldrafund í skólanum þar sem kennarar kvarta undan því að Elias einangrar sig. Marianne svarar réttilega að sonur hennar er kallaður "Rottufés" og að gengið taki alltaf loftið úr hjólinu hans, en kennararnir virðast ekki geta brugðist við því. Þau bregðast frekar við með því að segja að Anton sé of mikið að heimann og að þau séu að skilja. Móðirin bendir réttilega á að það komi ekkert eineltismálinu við. Elias situr frammi og heyrir móður sína segja að Sofus sé sadistic psychopath.

022 = Daginn eftir þegar Christian mætir í skólann sé hann enn hvernig Sofus beitir Elias einelti. Christian sé Sofus elta Elias inn á salerni og halda eineltinu áfram þar. Christian kmur þá aftan að honum með rör og lemur Sofus í klessu. Hann bætir gráu ofan á svart með því að ógna Sofusi með hnífi þar sem hann liggur blóðugur á gólfinu. Christian setur hnífinn að hálsi Sofusar og segir: Mér er slítsama þótt þú deyir!

024 = Lögreglan er komin í málið vegna hnífsins, en Christian og Elias eru sammála um að segjast vissulega hafa lamið Sofus, vegna eineltisins, en ljúga því að þeir hafi ekki verið með neinn hníf. Það er orð á móti orði, því þeir hafa falið hnífinn.

026 = Foreldrarnir reyna að tala við Christian og Elias, en þeir neita öllu með hnífinn og segjast þurfa að berja frá sér, því annars verði þeir áfram lamdir.

028 = Anton hringir í konu sína og reynir að ná sambandi, en hún gefur lítið af sér, þótt hann segi að sér leiðist, hann biðjist fyrirgefningar og sjái eftir því - hann virðist hafa haldið framhjá. Ég klúðraði illilega ... ég var svo heimskur..., en Marianne er ekki enn búin að fyrirgefa honum.

031 = Drengirnir þrír: Christian, Elias og Sofus, sitja hjá skólastóranum með kennarana fyrir aftan. Hún lætur þá biðjast afsökunar og takast í hendur. Þegar þeir koma út þá spyr Sofus: Viltu verða samferða mér, Christian?, sem svarar: Nei, og bætir svo við: komdu með mér Elias. Þeir fara rakleitt og ná í hnífinn á felustaðnum í skólanum.

034 = Vinirnir 2 tala saman um foreldra sína og Christian segir frá því hvernig móðir hans dó. Þeir hjóla framhjá háhýsi og fara alla leið upp á topp.

036 = Þegar heim er komið þá segir Elias Antoni föður sínum frá þessu, en hann verður ákveðinn og lætur son sinn lofa því að fara þangað aldrei upp aftur.

037 = Nokkru seinna sér Anton yngri son sinn slást við strák út af rólu á litlum róluvelli. Þegar hann reynir að stilla til friðar þá kemur Lars (Kim Bodnia) faðir hins stráksins og lætur öllum illum látum. Hann slær endurtekið til Antons, sem lemur hann ekki á móti. Strákarnir spyrja föður sinn eftir á hvort hann ætli ekki að hringja í lögregluna, en Anton segist ekki þurfa þess.

039 = Vinirnir fara aftur upp á þak, þótt Elias hafi lofað Antoni föður sínum að gera það ekki. Þaðan sjá þeir Lars og bílinn hans. Þeir fara að bílnum og sjá að hann er bifvélavirki. Þeir skrifa niður nafn hans af bílhurðinni áður en lars rekur þá í burtu. Þegar heim er komið þá sýnir Elias pabba sínum nafnið og segir hann getur nú hefnt sín. Þú getur lamið hann, eða ertu hræddur, spyr strákurinn. Anton segist ekki þurfa þess og að Lars sé bjáni. Hvernig væri heimurinn, spyr hann son sinn, ef allir þyrftu að hefna sín?

043 = Nokkru seinna ákveður Anton að fara með Elias og Christian á verkstæðið þar sem Lars vinnur að tala við Lars. Hann tekur því illa að Anton vilji ræða málin. Hunstastu aftur til Svíþjóðar, segir Lars. Hann lemur til Antons aftur, sem svarar eingöngu með því að segja að Lars sé bjáni. Hann vilji bara sýna syni sínum að hann sé ekki hræddur við Lars, en að strákarnir hafi orðið hræddir þegar Lars sló hann. Lars svarar: Hunskastu aftur til Svíþjóðar, homminn þinn. Eftirá útskýrir Anton að Lars sé bjáni sem kunni ekkert annað en að lemja frá sér. Hann tapaði, segir Anton, en hann sannfærir ekki strákana.

048 = Anton á góðan tíma með strákunum áður en hann verður að fara til Afríku aftur.

050 = Vinirnir finna flugelda þar sem þeir eru að búa til skakka turninn. Þeir búa til sprengju og hafa gaman af. Christian segir að næsta sprengja verði betri og þá geti þeir sprengt bílinn hans Lars.

052 = Anton er aftur kominn til Afríku og enn þarf hann að hjúkra konum sem búið er að misþyrma. Núna eru þær tvær.

054 = Anton fær útskýringu að "hinn Stóri" hafi gert þetta, hann hafi drepið 2 stúlkur - skorið þær, en sært hinar tvær.

062 = Anton er fenginn til að gera að fæti Stóra mannsins, þess sem sker ófrísku konurnar. Læknirinn gerir eingöngu þær kröfur að bílarnir og vopnin fari frá búðunum. Læknirinn ákveður að hjálpa honum, en henn færi ekki hjúkrunarkonurnar til að hjálpa sér. Enginn vill að hann lækni þann Stóra.

067 = Sá Stóri spyr lækninn hvort þeir séu vinir. Læknirinn segir "Nei." Ég gæti verið þér mikilvægur vinur segir sá stóri. Læknirinn svarar engu.

068 = Stákarnir finna flugelda og ákveða búa til litla sprengju. Christian segist vilja búa líka til eina stóra og nota hana til að hefna sín á Eliasi, þar sem að pabbi

070 = Sá Stóri, sér stúlkuna, sem Anton reyndi að bjarga. Hún liggur dáin, en þá segir sá Stóri og brosir: Lítil píka, stór hnífur. Má ég fá hana, spyr hann. Omar vinur minn vill stelpur sem hreyfa sig ekki. Nú þolir læknirinn ekki lengur við, hann rekur þann Stóra burt, fyrst verði hans og hryndir honum svo út úr læknatjaldinu. Sá Stóri verður þá hræddur og segist eiga marga óvini, hann geti ekki varið sig. Læknirinn svarar að það komi honum ekki við. Sá Stóri sé greinilega heilbrigður, því hann getur gengið á hækjum. Fólkið umkringir þann Stóra og misþyrmir honum. Anton stendur álengdar og gerir ekkert.

074 = Elias nær Skype sambandi við Anton föður sinn í Afríku og vill segja honum frá hugmyndum Christians um sprengjurnar. Sambandið er lélegt og Anton er það að auki of þreyttur til að hlusta á son sinn. Sambandið rofnar.

046 = Elias er loks ákveðinn að búa til sprengju. Vinirnir hefja verkið, þeir ætla að sprengja bíl ofbeldismannsins.

050 = Christian rífst við pabba sinn, Hvar myndir þú búa ef ég myndi deyja? Pabbinn svarar litlu. Loks brotnar hann og viðurkennir fyrir syni sínum að hann vildi á móðir hans myndi deyja - í lokin - hún var svo kvalið af krabbameini í heila. Hún vildi sjálf deyja. Ef það er að gefast upp, segir hann við son sinn, þá gafst ég upp. Christian slær föður sinn og fer.

081 = Vinirnir hittast og koma sprengingunni fyrir í bílnum. Þeir segjast hafa mínútu frá því að þeir kveikja þráðinn, en þeir átta sig ekki á því að kona er að hlaupa fram hjá um það bil sem að sprengjan er að springa. Elias sér það og hleypur í áttina að bílnum. Hann bjargar konunni og barninu, en slasast illa sjálfur - með stóran skurð á maganum.

084 = Christian er yfirheyrður og hann segir hugmyndina sína og að Elias hafi bara hjálpað til.

087 = Marianne situr yfir syni sínum, þá kemur Christian til að hitta Elias. Marianne spyr hann hvað hann sé að gera þarna. Brjálæðingur þinn, þú mátt ekki vera hérna. Christian hleypur út.

089 = Læknirinn kemur með fréttirnar, Elias er ekki hættulega slasaður, eftir allt saman. Marianne spyr hvað verði um son hennar. Henni er sagt að hann verði ekki tekinn af henni, litið verði á málið sem skemmdarverk og að hún megi ekki gleyma því að Elisa bjargaði fólki. Pabbinn er kominn og Elisa rankar við sér fyrir framan foreldra sína. Hann biður þau afsökunar og segir þeim að kenna Christian ekki um, þetta sé sér að kenna.

092 = Hjónin, Anton og Marianne ná saman aftur. Hinn faðirinn veit ekki hvað hann á að gera. Hann spyr hvort að sonur sinni hati sig. Móðir hans var svo bitur og reið undir það síðasta.

096 = Christian sér föður sinn í eldhúsinu, en fer út og Claus hringir til foreldra Eliasar og spyrja hvort Christian hafi komið þangað. Hann er týndur.

098 = Christian er upp á þaki háhýsins. Lögreglan er komin, enginn veit hvar hann er, en Anton hugsar afturábak. Hann man samtölin við son sinn, keyrir þangað og fer upp á þak. Hann nær stráknum. Anton segir honum að Elias muni ná sér. Christian hélt að hann væri dáinn. Christian segir: fullorðinir verða eins og börn þegar þau deyja, mamma mín varð aftur barn. Hún varð ekki móðir mín, ég sakna hennar sov mikið. Claus kemur og feðgarnir faðmast.

104 = Móðir Eliasar kemur daginn eftir og vill tala við Christian. Hún fer með hann að heimsækja Elias.

105 = Vinirnir hittast og tala einir saman. Þeir biðja hvorn annan fyrirgefningar.

107 = Anton er enn kominn til Afríku.

108 = THE END.

 

Hævnen – 6 spurningar + umsögn

 

Svaraðu 5 af eftirfarandi 6 spurningum. Skrifaðu einnig stutta hugleiðingu (50-100 orð) um hvernig þér fannst myndin.

 

Hævnen –  svaraðu 5 af eftirfarandi 6 spurningum og skrifaðu 50-100 orða hugleiðingu um hvað þér fannst um myndina.

  1. Hævnen fjallar um margt, er saga með mörgum sögum í. Um hvað finnst þér myndin aðallega vera? Er einhver boðskapur í myndinni?
  2. Hvað er einelti (skilgreindu)? Kemur einelti við sögu í Hævnen?
  3. Hvernig finnst þér vinátta drengjanna í myndinni vera? Hvað mótar þessa vináttu? Er vináttan heilbrigð, hvers vegna/hvers vegna ekki?
  4. Veldu eina af aftirfarandi persónum og lýstu sjónarhorni hennar. Hver er forsaga þessarar manneskju, hver er staða hennar í myndinni og hvernig ætli fari fyrir henni síðar?:
  5. Lýsið ólíkum viðhorfum tveggja menningarheima, sem koma fram í myndinni.
  6. Hvers vegna heitir myndin Hævnen (Hefndin)? Útskýrðu vel.

Mundu svo að koma með þitt persónulega mat að lokum:

ALLTAF ÞEGAR ÞÚ SKILAR INN Á LAUPINN (Í HVERRI VIKU) 5 AF 6 (EÐA 10 SVÖRUM AF 12), BÆTTU ÞÁ VIÐ Í LOKIN HUGLÆGU MATI ÞÍNU Á MYNDINNI (100 ORÐ). Skilaðu því svo á Laupnum áður en næsta mynd verður sýnd (næsta þriðjudag). Mundu líka að koma þá með kokk og póp, gulrætur eða hvað það er sem þú étur venjulega þegar þú ert að horfa á mynd!

Kristján og Valgerður

 

Hópverkefni:

Hvert sjónarhorn eftirfarandi aðila? Svarið eftirfarandi spurningum varðandi einn af eftirfarandi:

  1. Eliasar.
  2. Christians.
  3. Antons.
  4. Marianne.
  5. Claus.
  6. Sofusar.
  7. Lars.
  8. Sá stóri.

 

Dæmigerðar spurningar:

  1. Hverjum tengist viðkomandi?
  2. Hvernig eru tengslin?
  3. Hvað er gott við viðkomandi?
  4. Hvað er ámælisvert?
  5. Hvaða togstreitu er viðkomandi í?
  6. Í hvaða vanda er viðkomandi?
  7. Hvernig bregst viðkomandi við vanda sínum?
  8. Hvers vegna gerir viðkomandi það sem hann gerir?

 

Svarið minnst 5 af þessum spurningum og reynið að skilja viðkomandi, án þess endilega að dæma hann/hana.

Við munum svo setja yfirfarin svör hvers hóps inn á Laupinn.