Mean Girls

Titill: Mean Girls.

 

Mean girls kápan.

 

Útgáfuár: 2004.

 

Útgáfufyrirtæki: SNL Studios.

 

Dreyfingaraðili: Paramount Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Lorne Michaels.

 

Lengd: 96 mín.

 

 Stjörnur: 7,0* (Imdb) og 8,3 + 6,6* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Mark Waters (Michigan, USA, 1964- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóraThe House of Yes (1997), Head Over Heels (2001), Warning: Parental Advisory (2002), Freaky Friday (2003), Just Like Heaven (2005), The Spiderwick Chronicles (2008), Ghosts of Girlfriends Past (2009), Mr. Popper's Penguins (2011), Vampire Academy (2014), Bad Santa 2 (2016) & Sabrina, The Teenage Witch (í framleiðslu).

 

Handrit: Tina Fey (stærðfræðikennarinn í myndinni), byggt á bók Rosalind Wiseman: Queen Bees and Wannabes.

 

Tónlist: Rolfe Kent.

 

Kvikmyndataka: Daryn Okada.

 

Klipping: Wendy Greene Bricmont.

 

Kostnaður / tekjur: 17.000.000$ / 129.000.000$. Mismunur 112.000.000$ í plús. Hvílíkur gróði!

 

Slagorð: Don't have sex, because you get pregnant and die!

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

http://www.youtube.com/watch?v=yBAYiBoy43M

 

Leikarar/Hlutverk:

 

lindsay-lohan

Lindsay Lohan = Cady Heron, 16 ára menntaskólanemi, nýkomin frá Afríku.

 

lizzy-kaplan

Lizzy Paplan = Janis Ian. "Lesbian."

 

rachel-mc-adamns

Daniel Franzese = Damien, vinur Janisar, "homminn."

 

rachel-mc-adamns

Rachel McAdams = Regina George, leiðtogi pastics gengisins.

 

rachel-mc-adamns

Lacey Chabert = Gretchen Wieners. Númer 2 í plastics genginu. Hún er "plastið" sem gerir uppreisn gegn Reginu.

 

rachel-mc-adamns

Amanda Seyfried = Karen Smith. Þriðja og heimska (heimskasta!) plastið.

 

rachel-mc-adamns

Jonathan Bennett = Aaron Samuels, sæti strákurinn, sem var fyrst með Reginu og e.t.v. með Cady síðar.

 

rachel-mc-adamns

Rajiv Surendra = Kevin Gnapoor, nördinn í forsvari fyrir stærðfræðihópinn.

 

rachel-mc-adamns

Daniel DeSanto = Jason, seinni kærasti Reginu.

 

rachel-mc-adamns

Tina Fey = Sharon Norbury. Stærðfræðikennarinn (og handritshöfundur).

 

rachel-mc-adamns

Tim Meadows = Ron Duvall. Skólastjórinn, sem er sjálfur virðist vera skotinn í stærðfræðikennaranum.

 

Carr.

Dwayne Hill = Carr, leikfimikennarinn, sem á - án efa - bestu setningu myndarinnar: Don't have sex, because you get pregnant and die!

 

rachel-mc-adamns

Amy Poehler = Mrs. George. Móðir Reginu, þessi með stóru og hörðu brjóstin.

 

Ana Gasteyer = Betsy Heron, móðir Cady.

Foreldrar Heronar.

Neil Flynn = Chip Heron, Faðir Cady.

 

Mínúturnar:

001 = Textinn. Stórgóð byrjun, sjáið:

 

https://www.youtube.com/watch?v=5QTXzM3wPRw

 

002 = Cady Heron (Lindsay Lohan) er að byrja í hefðbundnum bandarískum menntaskóla eftir áralanga dvöl með foreldrunum (líffræðingar/dýrafræðingar) í Afríku. Þar gekk hún ekki í skóla. Foreldrar Cady, þau Betsy (Ana Gasteyer) og Chip Heron (Neil Flynn) gefa henni góð ráð fyrsta daginn og láta hana fá nesti.

003 = Cady mætir í skólann og hún á mjög erfitt með að aðlaga sig. Hún reynir að finna sæti í kennslustofunni, en öll sætin eru upptekin. Hún snýst í hringi og rekst á kennarann Sharon Norbury (Tina Frey) og hellir niður kaffi hennar. Skólastórinn Ron Duvall (Tim Meadows) kemur inn og kynnir Cady fyrir bekknum.

005 = Cady nær litlu sambandi við samnemendur sína, ekki einu sinni í mötuneytinu. Það endar með því að hún borðar samloku sína á salerninu.

006 = Í frímínútum nær Cady loks sambandi við tvo "utangarðs" nemendur: Þau Damien (Daniel Franzese) og Janis Ian (Lizzy Paplan). Þau hjálpa Cady bæði í að skrópa í tíma og kynna hana fyrir öllum helstu nemendunum - og tala ekki vel um þá. Þau tala sérstaklega illa um The Plastics. Meira um þau síðar. Damien og Janis eru búin að flokka alla hópana eftir því hvar þau sitja í mötuneytinu: Þetta eru hóparnir:

  1. Freshmen.
  2. J. V. jocks.
  3. Asian nerds.
  4. Cool asians.
  5. Varsity jocks.
  6. Unfriendly black hotties.
  7. Girls who eat their feelings.
  8. Girls who don't eat anything.
  9. Desperate wannabies.
  10. Burnouts. Og loks
  11. Plastics.

010 = Cady gengur um mötuneytið og skoðar alla þessa hópa. Loks kemur hún að Plastics genginu: Rachel McAdams = Regina George (Rachel McAdams), Gretchen Wieners. (Lacey Chabert) og sú heimska: Karen Smith (Amanda Seyfried). Þar er henni - algerlega óvænt - boðið sæti. Eftir smá samtal þá ákveða þær - Regina auðvitað - að bjóða henni að borða með þeim við þetta borð alla daga. Þar með hefst tvíþætt samband Cady, annars vegar við Plastics stelpurnar þrjár og svo við Damien og Janis.

017 = Stutt atriði um ungt fólk við gosbrunn í verslunarmiðstöð vs. dýrin við vatnsbólið í frumskóginum. Mjög athyglisverð sena:

 

https://www.youtube.com/watch?v=3YTMdIune-8

 

018 = Plöstin heimsækja móður Reginu.

020 = Regina talar við Gretchen og Karen um "bókina." Janis vill endilega að Cady steli henni. Þetta verður leyndarmálið okkar.

024 = Hrekkjarvaka, Cady mætir í hræðilegum búningi: A Zombie Bride.

026 = Regina kyssir sæta strákinn Aaron Samuels (Jonathan Bennett) fyrir framan Cady. Hún var með honum, en þau voru hætt saman þangað til að Cady varð líka hrifin af honum.

030 = Stutt atriði þar sem Cady ímyndar sér að hún ráðist á Reginu vegna þess að hún þykist enn vera með sæta stráknum. Villidýraímyndin aftur.

033 = Hæfileikasýning í skólanum.

036 = Santy's Helpers dansa 4 saman ögrandi dans.

039 = Regina niðurlægir Gretschen endurtekið, sem er orðin svo reið að hún er farin að kjafta leyndarmálum í Cady. Hún reynir endurtekið að ná sér niður á Reginu. Það gengur illa. Þangað til að þau gefa henni sænska "megrunarfæðu."

044 = Cady þykist ekki kunna stærðfræði, til þess að sætri strákurinn fari að "kenna" henni. Þau kyssast, en hann segist vera að svíkja Reginu, en Cady missir sig þá og segir hana vera að halda framhjá honum.

047 = Regina áttar sig ekki á þvi að hún er að fitna af sænska namminu.

048 = Sharon stærðfræðikennari segir Cady að hún hafi fallið í stærðfræðiprófi, en að hún hafi í raun reiknaði dæmin rétt, en gaf viljandi viltaus svör. Sharon ætlar ekki að láta hana komast upp með þetta. Cady verður mjög reið og segir plastinu að Sharon hafi sagt sér að hún vinni aukavinnu og selji dóp!

050 = Flott atriði það sem plöstin 4 tala allar saman.

 

https://www.youtube.com/watch?v=hVN7TJRRskQ

 

053 = Cady er með smá partí á morgunn og Reginu er ekki boðið! Cady er búin að taka völdin í plasthópnum, á meðan Regina heldur áfram að fitna.

054 = Partíið er að fara úr böndunum og Cady finnur ekki sæta strákinn. Hún drekkur of mikið. Regina fréttir af því. Hún mætir á staðinn. Sæti strákurinn er mættur, en finnur ekki Cady. Hann fer inn í herbergi hennar.

056 = Aaron talar af hreinskilni við Cady í herberginu hennar. Hún játar líka uppgerð sína í stærðfræði. Hún er of drukkin til að koma boðskap sínum á framfæri og ælir á Aaron.

058 = Cady eltir Aaron, en hann fer. Hún hittir Janis, sem segir Cady að hún sé ekki lengur vinur sinn, heldur að hún sé orðin plastgella, eiginlega: bitch.

060 = Regina kemst að því Cady plataði hana með sænska "mergrunarnammið." Hún svarar með því að fara með bókina frægu til skólastjórans. Hún ljósritar líka upp úr bókinni lýsingar á ýmsum nemendum og dreifir um skólann. Þegar nemendur lesa rógburðinn um sig þá verður allt vitlaust. Meira að segja stærðfræðikennarinn les að hún sé dópsali!

064 = Slagsmál brjótast út á göngunum, enn og aftur líking við dýrahegðun.

065 = Skólastjórinn tekur til sinna ráða og kallar á alla í leikfimisalinn.

068 = Stærðfræðikennarinn tekur til sinna ráða og sýnir fram á að allar stelpur skólans tali illa um hverja aðra. Regina segir að það sé ekki klíkuskapur í skólanum. Meira að segja Regina fær skammir og virðist skammast sín. Sharon spyr næst Cady, en hún lýgur enn og getur ekki játað neitt á sig.

079 = Sharon lætur alla játa á sig syndir og síðan detta í fanga annarra. Janis fer upp á svið og segir alla söguna og Cady í njósnarahlutverkinu.

082 = Regina missir sig alveg og fer út. Cady eltir hana og þær rifast út á götu. Strætó kemur!

 

https://www.youtube.com/watch?v=VZpMlm4xYG4

 

084 = Cady talar við foreldra sína og byrjar að segja sannleikann. Hún fer svo í skólann og enginn talar við hana, rétt eins og fyrsta daginn.

086 = Skólastjórinn segist þurfa að rannsaka allt slúðrið í bókinni, því enginn viðurkennir að hafa skrifað hana. Cady ákveður þá að segja sannleikann, allan sannleikann. Og þó, Cady segir ekki frá hinum sem skrifuðu líka í bókina.

090 = Stærðfræðikennarinn "refsar" Cady með því að krefast þess að hún taki þátt í stærðfræðikeppninni. Á sama tíma er skólaballið. Stærðfræðikeppnin fer í útskitakeppni og báðir hóparnir velja stelpurnar til að svara lokaspurningunni. Hin stelpan svarar fyrst, en gefur rangt svar, en Cady svarar: the limit does not exist.

093 = Þau fagna, en Cady segist ekki mega fara á ballið. Vinir hennar hvetja hana til að mæta samt. Nýji kærasti Reginu vinnur sem Konungur. Öllum á óvart vinnur Cady: drottining skólaballsins: Springtime Queen. Hún heldur ræðu og biður alla afsökunar. Á endanum hælir hún öllum og hendir svo plastkórónunni til allra.

096 = Cady vingast við Janis og hommann. Að lokum hittir hún Aaron, þau dansa saman - allir dansa saman!

097= The plastics hættu, Gretchen bjó til nýja klíku og allir þroskuðust, en í lokaatriðinu sjást nýnemar, junior plastics! Strætó!

098 = THE END.

 

Staðalmyndir, stelpur:

  1. Plastics = plastgellurnar.
  2. Girls who eat their feelings = stelpur sem borða tilfinningar sínar.
  3. Girls who don't eat anything = stelpur sem borða ekki neitt.
  4. Desperate Wannabies = ?
  5. Burnouts = ?
  6. Art freaks = ?

 

Staðalmyndir, strákar:

  1. Freshmen = busar.
  2. ROTC guys = ?
  3. Preps = ?
  4. J. V. Jocks = íþróttagæjar.
  5. Asian nerds = asískir nordar.
  6. Cool Asians = ?
  7. Varsity jocks = eldri íþróttagæjar.
  8. Unfriendly black hotties = ?
  9. Sexually active bandgeeks = ?

 

Góðar setningar úr Mean Girls:

  1. Get in loser. We’re going shopping.
  2. Ex-boyfriends are off-limits to friends. That’s just, like, the rules of feminism.
  3. Raise your hand if you have ever been personally victimized by Regina George.
  4. We only carry sizes one, three and five. You could try Sears.
  5. That’s why her hair is so big. It’s full of secrets.
  6. It’s like I have ESPN or something. My breasts can always tell when it’s going to rain. Well… they can tell when it’s raining.
  7. Janis: We gotta crack Gretchen Wieners. We crack Gretchen, and then we crack the lock on Regina’s whole dirty history. 
Damian: Say crack again. Janis: Crack.
  8. But you’re, like, really pretty… So you agree? You think you’re really pretty?
  9. I’m a mouse, duh.
  10. Can I get you guys anything? Some snacks? A condom? Let me know! Oh, God love ya.
  11. I don’t hate you ‘cause your fat. You’re fat ‘cause I hate you!
  12. I wish we could all get along like we used to in middle school. I wish I could bake a cake filled with rainbows and smiles and everyone would eat and be happy.
  13. One time, she punched me in the face. It was awesome.
  14. I want to lose three pounds.”
  15. I have a nephew named Anfernee, and I know how mad he gets when I call him Anthony. Almost as mad as I get when I think about the fact that my sister named him Anfernee.
  16. ’Cause she’s a life ruiner. She ruins people’s lives.
  17. Regina George is not sweet! She’s a scum-sucking road whore, she ruined my life!
  18. If only you knew how mean she really is, you’d know that I’m not allowed to wear hoop earrings, right? Yeah, two years ago she told me hoops earrings were her thing, and I wasn’t allowed to wear them anymore. And then for Hanukkah my parents got this pair of really expensive white gold hoops and I had to pretend like I didn’t even like them. It was so sad.
  19. On Wednesdays we wear pink.
  20. Made out with a hot dog? Oh my God that was one time!
  21. Did you see nipple? It only counts if you saw a nipple!
  22. Why should Caesar get to stomp around like a giant, while the rest of us try not to get smushed under his big feet? What’s so great about Caesar? Hmm? Brutus is just as cute as Caesar. Brutus is just as smart as Caesar. People totally like Brutus just as much as they like Caesar. And when did it become okay for one person to be the boss of everybody, huh? Because that’s not what Rome is about. We should totally just stab Caesar!
  23. You smell like a baby prostitute.
  24. I’m sorry I called you a gap-toothed bitch. It’s not your fault you’re so gap-toothed.
  25. I guess it’s probably because I’ve got a big lesbian crush on you! Suck on that.
  26. Somebody wrote in that book that I’m lying about being a virgin because I use super jumbo tampons, but I can’t help it if I’ve got a heavy flow and a wide set vagina!
  27. Everyone in Africa can read Swedish.
  28. Oh my God, Danny DeVito! I love your work!
  29. I can’t go to Taco Bell. I’m on an all-carb diet. God, Karen, you are so stupid!
  30. If you’re from Africa, why are you white?
  31. There are two kinds of evil people in this world. Those who do evil stuff and those who see evil stuff being done and don’t try to stop it.
  32. I’m not a regular mom, I’m a cool mom.
  33. Damian: My Nana takes her wig off when she is drunk.”
 Ms. Norbury: Your Nana and I have that in common.
  34. Gretchen, I’m sorry I laughed at you that time you got diarrhea at Barnes & Nobles. And I’m sorry for telling everyone about it. And I’m sorry for repeating it now.
  35. She doesn’t even go here!
  36. I hear she does car commercials…in Japan.
  37. And on the third day, God created the Remington bolt-action rifle, so that Man could fight the dinosaurs. And the homosexuals.
  38. Whatever, I’m getting cheese fries.
  39. I have this theory, that if you cut off all her hair she’d look like a British man.
  40. This is Susan from Planned Parenthood, I have her test results. If you could have her call me as soon as she can. It’s urgent. Thank you.
  41. Don't have sex, because you will get pregnant and die! Don't have sex in the missionary position, don't have sex standing up, just don't do it, OK, promise? OK, now everybody take some rubbers.

 

Netverkefni – 5 spurningar og umsögn:

 

  1. Mean Girls snýst mikið til um staðalmyndir (e: stereotypes). Skilgreindu hugtakið staðalmynd. Ef þú getur það ekki skaltu glöggva (gúgla) orðið og leita að áreiðanlegum útskýringum á netinu. Nefndu a.m.k. sex staðalmyndir sem birtast í myndinni Mean Girls.
  2. Hvaða staðalmyndir þekkir þú úr þínum skóla? Nefndu a.m.k. fjórar.
  3. Myndin fjallar líka um „bitching,“ eða að „konur séu konum verstar.“ Nefnið dæmi um slæm samskipti milli stelpna í myndinni. Kannist þið við samskipti af þessu tagi milli kvenna/stelpna? Teljið þið að svona samskipti eigi sér einnig stað í hópi karla/stráka?
  4. Hvað átti atriðið sem þar sem krakkarnir í myndinni hegða sér eins og frumskógardýr að tákna. Útskýrðu svarið vel og rökstuddu.
  5. Að lokum: Lindsey Lohan átti ekki sjö dagana sæla – að minnsta kosti ekki í fyrra. Hvað var (er) að hjá henni?
  6. Mundu svo að koma með þitt persónulega mat að lokum.