When Harry met Sally

Titill: When Harry met Sally.

 

When Harry met Sally kápan.

 

Útgáfuár: 1989.

 

Útgáfufyrirtæki: Castle Rock Entertainment & Nelson Entertainment.

 

Dreyfingaraðili: Columbia Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Rob Reiner, Andrew Scheinman & Nora Ephron.

 

Lengd: 96 mín.

 

 Stjörnur: 7,6* (Imdb) og 8,8 + 8,9* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Rob Reiner.

 

Handrit: Nora Ephron.

 

Tónlist: Marc Shaiman & Harry Connick, Jr.

 

Kvikmyndataka: Barry Sonnenfeld.

 

Klipping: Robert Leighton.

 

Kostnaður/tekjur: 16.000.000$/92.823.546$.

 

Slagorð: Men and women can never be friends.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=V8DgDmUHVto

 

Flokkun: Kómedía, drama, rómantík.

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Harry Burns.

Billy Crystal = Harry Burns.

 

Sally.

Meg Ryan = Sally Albright.

 

Marie.

Carrie Fisher = Marie, vinkona Sallyar, sú sem er alltaf að reyna að finna "date" fyrir hana.

 

Jess.

Bruno Kirby = Jess, vinur Harrys. Sá sem síðar kvænist Marie.

 

Joe.

Steven Ford = Joe. "Deitar" Sally um tíma, en kvænist svo annarri. Sally brotnar þá niður. Steven Ford er sonur Gerald Fords, fyrrum forseta Bandaríkjanna.

 

Alice.

Lisa Jane Persky = Alice. Hin vinkona Sallyar.

 

Amanda Reese.

Michelle Nicastro = Amanda Reese, stúlkan sem Harry Burns kyssir - aftur og aftur -  upphafsatriðinu.

 

Ira.

Kevin Rooney = Ira Stone, sköllótti gæinn sem fyrrum kona Harry Burns velur framyfir hann. Harry brotnar alveg niður þegar hann í söngatriðinu hittir þenna Ira með Helen, fyrrum konu hans.

 

Helen.

Harley Kozak = Helen Hillson, fyrrverandi eiginkona Harrys.

 

Julian.

Franc Luz = Julian, einn af þeim sem Sally reynir að "deita."

 

Estelle Reiner, systir leikstjórans.

Estelle Reiner = Older woman Customer.

 

Mínúturnar:

001 = Gömul hjón tala um langvarandi ást sína.

017 = Harry fer að tala við x í flugvélinni og fær sitja við hliðina hjá henni.

020 = Á leiðinni út úr flugvélinni byrja Harry og Sally aftur að rífast um hvort karl og kona geta verið vinir.

023 = Sally hittir tvær vinkonur sínar og tilkynnir þeim að hýn sé hætt með kærastanum. Önnur vinkonan reynir þá að finna nýjan "date" fyrir hana.

025 = Harry fer á völlinn með vini sínum og segir honum að konan vilji skilnað.

029 = Harry hittir Sally í bókabúð. Þau byrja að tala saman og í ljós kemur að bæði eru nú skilin.

037 = Harry og Sally eru orðnir vinir, þau hittast og spjalla saman. Þau tala meira að segja um drauma sína.

039 = Harry og Sally segja frá því að þau deita bæði, en gengur ekki vel.

041 = Harry og Jess vinur ræða um það að Harry og Sally eru bara vinur, góðir vinir, ekkert kynlíf.

044 = Harry og Sally eru á veitingastað og byrja að ræðu og fullnægingar kvenna. Sally segir að allar konur feiki það oft. Ógleymanleg sena!

http://www.youtube.com/watch?v=FZluzt3H6tk

Ógleymanleg sena! Konan sem segir við þjóninn í lokin "Ég ætla að fá það sama og hún" er systir leikstjórans.

047 = Harry og Sally fara út saman. Samningurinn er sá að þau fara út saman þegar þau hafa engan annan. Þau dansa og eitthvað er byrjað að gerast á milli þeirra.

050 = Harry og Sally fara út saman, en Harry "deitar" vinkonu Sallyar og Sally "deitar" vinkonu Harrys. Þetta gengur ekki vel, vinkonan og vinurin ná saman!

053 = Fjórum mánuðum seinna eru Harry og Sally saman í einhverri búð. Þau byrja að syngja, en Harry sér þá fyrrverandi konu sína, Helen. Harry fer alveg í kerfi.

058 = Jeff og x eru byrjuð að búa saman. Harry er að fara yfirum. Hann þolir ekki að vinurnir séu að giftast. Hann ráðleggum þeim að giftast ekki.

060 = Sally segir Harry að stilla sig, að sýna ekki alltaf allar tilfinningar sínar. Harry svarar að Sally síni engar tilfinningar. Þau sættast.

061 = Harry og Sally eru í boði bæði með sitt date. Nokkru seinna er Sally í rusli af því að datið hennar er að giftast. Harry kemur yfir og huggar hana. Þá gerist það! Úps.

Mistök?

070 = Morguninn eftir, stirnar sambandið upp. Bæði hringja í vini sína - á sama tíma.

000

081 = Harry biður Sally að koma með sér í nýjárspartý, en Sally segist ekki lengur bilja vera varamaður (-kona) hans.

085 = Harry leiðist, en sér svo að hann elskar Sally. Hann hleypur alla leið til hennar og segist elska hana.

087 = THE END.

 

Verkefni: Svarið eftirfarandi spurningum - þessar spurningar koma í vikunni 21feb+ og munu tengjast Samdrykkju Platons.

  1. Hvers konar mynd er When Harry Met Sally?
  2. Hvernig er samand Harrys og Sally í byrjun myndarinnar?
  3. Hvert er samband þeirra í miðri myndinni?
  4. Er hægt að segja að þegar samband þeirra fer að skána að þau séu ástfangin (í miðri myndinni)?
  5. Hvað er það sem þau sjálf telja að skemmi sambandið?
  6. Skemma þessi mistök öll svona sambönd?
  7. Hvert er samband Harrys og Sally í lokaatriði myndarinnar?
  8. Skoðaðu lokaspurningu Samdrykkju verkefnisins. Er hægt að lýsa þróun þessa sambands með þeirri sem þar er lýst?
  9. Hvað er það sem segja má að dragi þau saman, Harry og Sally? Nefndu 2 möguleika.
  10. Hvernig finnst þér myndin, er þetta dæmigerð ástarsaga?