GEÐKLOFI

Geðklofi DSM295.xx (Schizophrenia) / F20 (Schizophrenia)

Geðklofi er skilgreindur út frá mörgum þáttum. Enginn einn þeirra er algildur og því telja margir að síðar meir eigi fræðin eftir að greina geðklofa (sem yfirflokk og undirflokk) nánar niður. Þessi eru helstu einkennin:

1. Truflun á hugsun og tungumáli: Óljós tengsl, persónuleg merking orða, sérkennileg hugtengsl og ósamkvæmni. Hugtakarugl. Einkennileg orðanotkun, sbr. „orðasalat“, rímnotkun orða án merkingar, nýyrðasmíð. Málfátækt, óljóst tal, of skýrt tal eða of háfleygt tal. Haldvillur, mikilmennskuæði, ofsóknaræði eða alger efasemdarhyggja.

2. Skyntruflanir: Aukinn kraftur geðshræringa og skynjana. Skynjun á breytingu umhverfisins. Ofskynjanir.

3. Truflun á skapi: Skapleysi, sinnuleysi. Óeðlilegt skap. Engin lífsgleði.

4. Atferlistruflanir: Einkennileg hegðun, stelling eða andlitssvipur. Minnkuð sjálfvirk hegðun. Lítil félagsleg tengsl eða óviðeigandi félagsleg hegðun. Takmörkuð félagsleg færni. Lítið frumkvæði / vilji. Lítil lífsgleði / lífskraftur.

Formleg skilgreining á 4.1. Geðklofa DSM295.xx:

A. Einkenni: 2 (eða fleiri) af eftirfarandi, þar sem hvert um sig er áberandi í minnst 1 mánuð (eða styttra ef meðferð er hafin):

1. ranghugmyndir,

2. ofskynjanir,

3. skipulagslaust tal,

4. gróflega skipulagslaus hegðun eða „frosin“ hegðun (styttustellingar),

5. neikvæð einkenni, þ.e. geðdeyfð, málstol eða viljaleysi

Athugið: Aðeins 1 mælikvarði er nægjanlegur ef ranghugmyndirnar eru mjög einkennilegar eða ef ofskynjanir felast í sífelldu tali í formi athugasemda um eigin hegðun eða ef 2 innri raddir tala saman.

B. Félags- eða atvinnutruflun: Mikil og langvarandi truflun er á atvinnu, samskiptum eða sjálfsumhirðu eftir að greining hefur átt sér stað (eða þegar um ungling er að ræða, þegar hann nær ekki þeim árangri í atvinnu, samskiptum eða skóla, sem annars ætla mætti).

C. Einkenni eru viðloðandi í minnst 6 mánuði.

Kettur Wains. Líttu svo á að myndin lengst til vinstri uppi sé elst, en yngst sú sem er niðri til hægri.

Dæmi 1: Louis Wain listmálari. Þessar teikningar eftir listmálarann Lous Wain þykja sýna vel þróun ákveðins geðræns vandamáls. Getur þú ályktað um það hvers konar ofskynjun þessi listamaður var með?