ROFINN PERSÓNULEIKI

Rofinn persónuleiki DSM 300.14 (Dissociative Identity Disorder) / F44.81 (Multiple Personality Disorder).

Fredric March í Dr. Jekyll and Mr. Hyde frá 1931. Kvikmyndir fjalla meira um 2 persónuleika heldur en rofinn persónuleika.

Tilvera tveggja eða fleiri aðskyldra persóna í einum einstaklingi, þar sem hver persónuleiki hefur tiltölulega varanlegt hegðunarmynstur. Persónurnar sjá hlutina hver á sinn hátt, eiga ólík samskipti og hafa ólík tengsl við umheiminn. Minnst tveir þessara persónuleika taka reglulega völdin og grunnpersónan getur ekki munað mikilvægar persónulegar upplýsingar, sem er of viðamikið minnisleysi til þess að það verði útskýrt með venjulegri gleymsku. Í kvikmyndum er mjög algengt að þessir persónuleikar séu bara tveir. Hér koma nokkur dr. Jekyll og Mr. Hyde dæmi.

Elsta Dr. Jekyll & Mr. Hyde útgáfan. Þögul mynd frá 1920 með John Barrymore.
Frederic March (sjá mynd að ofan). Að margra áliti besta útgáfan. Allavega Óskarsverðlaun.
Spencer Tracy útgáfan frá 1940.
Michael Caine 1990

Næst-nýjasta útgáfan (DSM-IV) breytir nafninu á Rofnumpersónuleika í Hugrofssjálfsmyndar-röskun, en fyrra nafnið er of vel þekkt til að breyta því að svo stöddu. Í DSM-5 (sem kom út árið 2013) er nýja og ómögulega nafninu haldið. það er engu skárra á ensku: Dissociative identity disorder.

The Three Faces of Eve frá 1957.

Frægasta dæmið um Rofinnpersónuleika er Eva – sem var kvikmynduð: ThreeFacesofEve (1957). Þar lék Johanne Woodward einstaklega vel tvær grunnpersónur, minnislitla húsmóður „Eve White“ og lausláta og léttlynda „Eve Black.“ Síðar kom fram þriðja persónan „Jane“ – tiltölulega eðlileg.

Joanne Woodward fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinni í myndinni.
Þrjú andlit Evu, Eva White (hún sjálf ), Eve Black (sú drykkfellda) og Jane, sú rólega.

Hér sjáum við nýja persónuleikann (Eve Black) koma fyrst fram:

Kvikmyndin gefur í skyn að „Jane“ hafi verið lækningin, en síðar gaf Chris Sizemore, en það hét konan í raun og veru, út bókina I´m Eve (1977) þar sem hún skýrir frá því að Jane hafi bara verið hluti af ótrúlegri framhaldssögu þar sem meira en 20 (!) persónur komu fram. Þessi niðurstaða fékkst ekki staðfest fyrr en á þessum áratug, en röskunin er mjög sjaldgæf. Auk þess er skilgreiningin enn mjög umdeild og efast margir um tilveru röskunarinnar.

Meðal þess sem gagnrýnendur benda á er að tilfelli hafi ekki fundist fyrr en á þessari öld og að æsifréttablaðamennska eigi hér einhvern þátt, en rannsóknir hafa leitt í ljós að verulegur munur er á persónuleikunum, og þá ekki bara sálfræðilegur (t.d. ólík persónuleikaeinkenni) heldur einnig líkamlegur. T.d. þurfa sumar persónurnar að nota gleraugu en hinar ekki. Þetta hefur verið staðfest af augnlæknum, sem fullyrða að sá munur á eiginleikum augans sem ólíkir persónuleikar sýna er alls ekki hægt að gera sér upp. Annað er það sem alltaf virðist einkenna þessa truflun, en það er veruleg misnotkun í æsku, þá nærri alltaf kynferðisleg.

Umdeilt dæmi um 9.3. Rofinn persónuleika: Billy Milligan:

Staður: Ohio, 1977. Lýsing: Dæmdur fyrir mannrán, innbrot og nauðganir. Fjöldi persóna: 10.

Persónurnar:

1. Arthur, snjall í raungreinum. Talaði með enskum hreim. Kunni einnig arabísku.

2. Ragan Vadascovinich, sá sem hataði. Ofbeldishneigður. Talaði ensku með slavneskum hreim. Gat lesið, talað og skilið serbó-króatísku.

3. Adlana, kona (!) lesbísk. Þráði mjög snertingu við konur. Það var hún sem „nauðgaði.“

4. Teacher, aðalpersónan. Sá sem vissi mest um hinar persónurnar. Virtist stjórna þeim að einhverju leyti.

5. Billy, grunnpersónan. Vissi ekki af hinum (minnislítill). Fékkað koma fram vegna sjálfsmorðshættu.

Niðurstaða: Var dæmdur sekur, en geðveikur. Meðferð tókst ekki (sameining persónanna tókst ekki). Var þá settur í fangelsi.

Billy Milligan var dæmdur ósakhæfur vegna geðveiki árið 1977.

Heimild: Daniel Keyes. 1981. TheMindsofBillyMilligan.

DSM-5 Skilgreining á Rofnum persónuleika er svona:

Formleg skilgreining á 8.1.Hugrofssjálfsmyndarröskun DSM300.14 (dissociative identity disorder)/F44.81 (multiple personality disorder):

  1. A. Truflun á sjálfsmynd sem einkennist af 2 eða fleiri sjálfstæðum persónuleikavitund (personalitystates), sem hægt er að útskýra á sumum menningarsvæðum sem reynslu af aðsetu/andsetningu (experience of possession). Þessi truflun á sjálfsmynd felur í sér mikla röskun á tilfinningu fyrir sjálfi eða sjálfstjórn (agency), meðfylgjandi tendar breytingar í skapi, hegðun, meðvitund, minni, skynjun, hugsun og/eða skyn/hreyfi virkni. Þessi merki og einkenni geta bæði verið séð af öðrum eða einstaklingnum sjálfum.

  2. B. Endurteknir bútar af minnisleysi á hversdagslegar athafnir, mikilvægar persónulegar upplýsingar, og/eða áföll sem eru í misræmi við venjulega gleymsku.

  3. C. Einkennin valda klínískt mikilvægri þjáningu eða heftingu í félagslífi, atvinnu eða á öðrum mikilvægum sviðum mannlegrar virkni.

  4. D. Truflunin er ekki eðlilegur hluti af almennt viðurkenndri menningarlegri eða trúarlegri venju. Athugið: Hjá börnum er ekki hægt að útskýra einkennin út frá ímynduðum leikfélaga eða öðrum ímyndunarleikjum.

  5. E. Einkennin eru ekki lífeðlislega áhrif af efnainntöku (t.d. minnisleysi [blackout] eða rugluð hegðun vegna áfengisölvunar) eða vegna annarrar læknisfræðilegrar ástæðu, (t.d. flókin og staðbundin flogaköst).

Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, 5th Edition, DSM-5, 2013, bls. 292.

Ný viðbót í skilgreiningunni er sá hluti sem er undirstrikaður (af undirrituðum til að leggja áherslu), en þar er bætt við andsetningu (possession), það sem áður var kallað að vera haldinn illum öndum (sbr. allar Exorcist kvikmyndirnar).