TEGUNDIR KVIKMYNDA

70 TEGUNDIR KVIKMYNDA  

Tegundir (categıory, genıre (,,sjonre”)) kvikmynda. Unnið upp úr nokkrum bókum, aðallega Pamela Wallace. 2000. You Can Write a Movie. Writer’s Digest Books. Listinn er upprunalega unninn af ,,Paramount story analyst” Kathie Fong Yoneda.

01. Action = Hasarmynd: Brian De Palma. 1996. Mission: Impossible.

02. Adventure = Ævintýramynd: 1938. James Cameron. 2009. Avatar.

03. Alcohol / drugs = Áfengi / eiturlyf: Danny Boyle. 1996. Trainspotting.

04. Abuse = Misnotkun: Jonathan Kaplan 1988. The Accused.

05. Animal = Dýramynd: Daniel Petrie. 1994. Lassie.

06. Biography / autobiography = Ævisaga / sjálfsævisaga : Spile Lee. 1992. Malcolm X.

07. Business = Viðskipti: Oliver Stone. 1987. Wall Street.

08. Caper = Púkaleikur: Peter Farrelly. 1994. Dumb & Dumber.

09. Character study = Karakter stúdía: Martin Scorsese. 1980. Raging Bull.

10. College/high school/teen = Mennta-, háskóla-, unglingamynd: John Landis. 1978. Animal House.

11. Comedy = Grínmynd: Billy Wilder. 1959. Some Like It Hot.

12. Coming-of-age = Þroskamynd: Richard Kelly. 2001. Donnie Darko.

13. Computer / high technology = Tölvur / hátækni: Stanley Kubrick. 1968. 2001: A Space Odyssey.

14. Costume drama = Búningamynd: Joe Wright. 2005. Pride & Prejudice.

15. Courtroom = Réttarhöld: Robert Mulligan. 1962. To Kill a Mockingbird.

16. Crime = Glæpamynd: Howard Hawks. 1946. The Big Sleep.

17. Detective = Leynilögreglumynd: John Huston. 1941. Maltise Falcon.

18. Disaster = Stórslysamynd: James Cameron. 1997. Titanic.

19. Documentary / drama = Heimildamynd / drama: Leni Riefenstahl. 1935. Triumph of the Will.

20. Drama = Dramatísk mynd: Christopher Nolan. 2008. The Dark Knight.

21. Ecology = Vistræn mynd: Andrew Stanton. 2008. Wall-E.

22. Espionage / intrigue = Njósnamynd: John Frankenheimer. 1962. The Manchurian Candidate.

23. Fantacy = Fantasía: Frank Miller, Robert Rodriguez & Quentin Tarantino. 2005. Sin City.

24. Family = Fjölskyldumynd: Robert Zemeckis. 1985. Back to the Future.

25. Family relations = Fjölskyldutengsl: Jonathan Dayton & Valerie Faris. 2006. Little Miss Sunshine.

26. Family saga = Fjölskyldusaga: Francis Ford Coppola. 1974. The Godfather: Part II.

27. Farce = Skopleikur, farsi: Todd Philips. 2009. The Hangover.

28. Gambling = Veðmálamynd: Martin Campbell. 2006. Casion Royale.

29. Gangster/organized crime = Skipulögð glæpastarfsemi: Fancis F. Coppola. 1972. The Godfather.

30. Historical = Söguleg mynd: Joseph L. Mankiewicz. 1963. Cleopatra.

31. Holocaust = Fjöldamorð: Steven Spielberg. 1993. Schindler´s List.

32. Horror = Hrollvekja: William Friedkin. 1973. The Exorcist.

33. Juveline = Unglingavandamál: Nicholas Ray. 1955. Rebel Without a Cause.

34. Labor = Verkalýðsmynd: Elia Kazan. 1954. On the Waterfront.

35. Medical = Læknamynd: Tom Shadyac. 1998. Patch Adams.

36. Melodrama = Tilfinningavella: Alfred Hitchock. 1958. Vertigo.

37. Midlife crisis = Miðaldurskrísa: Pedro Almodóvar. 1988. Women on the Verge of a Nervous Breakdown.

38. Military = Herinn: Oliver Hirschbiegel. 2004. Der Untergang.

39. Multi-cultural = Fjölmenningarleg mynd: Gurinder Chandha. 2002. Bend it Like Beckham.

40. Musical = Söngleikjamynd: Jerome Robbins & Robert Wise. 1961. West Side Story.

41. Mystery = Ráðgátumynd: Martin Scorsese. 2006. The Departed.

42. Nazi/neo-nazi = Nasistamynd (ný-nasistamynd): Quentin Tarantino. Inglourious Basterds.

43. News paper = Fréttamynd: Orson Welles. 1941. Citizen Kane.

44. Nostralgia = Endurminningamynd: Andrei Tarkovsky. 1983. Nostalghia.

45. Occult war = Yfirnáttúruleg stríðsmynd: Antoine Fuqua. 2004. King Arthur.

46. Police = Lögreglumynd: Ridley Scott. 1982. Blade Runner.

47. Political = Stjórnmálamynd: David Lean. 1962. Lawrence of Arabia.

48. Prison = Fangelsismynd: Frank Darabont. 1994. The Shawshank Redemption.

49. Religion = Trúarbragðamynd: Mel Gibson. 2004. The Passion of the Christ.

50. Revenge = Hefndarmynd: Martin Scorsese. 1990. Goodfellas.

51. Romance = Ástarævintýri: Catherine Hardwicke. 2008. Twilight.

52. Romantic comedy = Rómantísk grínmynd: Nancy Meyers. 2009. It´s Complicated.

53. Satire = Svört kómedía: David Fincher. 1999. Fight Club.

54. Sci-fi = Vísindamynd: George Lucas. 1977. Star Wars.

55. Sci-fantacy = Vísindafantasía: Andy Wachowski & Lana Wachowski. 1999. The Matrix.

56. Sea = Sjómynd: John Sturges. 1958. The Old Man and the Sea.

57. Sexual themes = Klámmynd: Gerard Damiano. 1972. Deep Throat.

58. Sexplotation = Kynferðisleg mynd: Martin Scorsese. 1976. Taxi Driver.

59. Show-business = Skemmtiiðnaður: Stanley Donen & Gene Kelly. 1952. Singin´ in the Rain.

60. Soap opera = Sápu ópera: Sydney Pollack. 1982. Tootsie.

61. Spoof = Skopstæling: Ezio Greggio. 1994. The Silence of the Hams.

62. Sports = Íþróttamynd: Cameron Crowe. 1996. Jerry Maguire.

63. Subculture = Menningarkimar: Kathryn Bigelow. 2008. The Hurt Locker.

64. Suspence-thriller = Spennumynd: Guy Ritchie. 2009. Sherlock Holmes.

65. Terrorist = Hryðjuverkamynd: Steven Spielberg 2005. Munich.

66. Tragedy = Harmleikur: David Fincher. 1995. Se7en.

67. Utopia = Staðleysa: Frutz lang. 1927. Metropolis.

68. War = Stríðsmynd: Steven Spielberg. 1998. Saving Private Ryan.

69. Western = Kúrekamynd: Clint Eastwood. 1992. Unforgiven.

70. Woman = konumynd: Nora Ephron. 2009. Julie & Julia.

Nærri allar myndir falla í þessu 70 flokka kerfi í marga flokka.

Dæmi: Star Wars I = Sci-fi, fantacy, action.

Austin Powers = Comedy, action.

The Matrix = Sci-fi, action, thriller.

The Mummy = Action, horror, historical.

Runaway Bride = Romantic, comedy.

Tegundir kvikmynda

Hér á eftir kemur flokkun kvikmynda, gerð til hægðarauka. Flokkunin er á engan hátt tæmandi og skörun er óumflýjanleg á milli flokka. Einnig má benda á að sumir flokkarnir eru nokkuð tilviljanakenndir og ekki gerðir samkvæmt neinum góðum staðli. Ekki það að slíkur staðall sé til, ólíkar uppflettibækur um kvikmyndir eru með verulega ólík flokkunarkerfi.

Íslenskan á flokkunum er oft ekki mjög góð, en mér finnst t.d. ekki nógu mikil virðing yfir titlinum “grínmyndir”, svo notast er frekar við gríska orðið “kómedía.” “Hryllingur” er einnig vafasamt, sem og “stríð”, en lesandinn ætti þó að skilja þessa flokka vel af eigin reynslu í myrkvuðum heimi kvikmyndahúsanna.

Ég bið afsökunar á “ameríkanaséringu,” (vesturheimsku?) en erfitt er að gera efnið alþjóðlegt. Nokkuð er þó um myndir frá öðrum löndum, aðallega Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Japan. Bæði er það að Íslendingar sýna og sjá yfirgnæfandi magn af myndum frá Bandaríkjunum og svo hitt að handbækur þeirra um þetta efni eru framúrskarandi í gæðum og nákvæmni. Þetta er nú einu sinni langstærsta útflutningsvara þeirra.

 

Helstu tegundir kvikmynda: kvikmyndaflokkar

Kvikmyndaflokkar eru nefndir genre á erlendum málum. Þá má skilgreina sem:

a group of films linked by such recurrent recognizable conventions as plot, character, setting, themes, techniques and stars (Naughton & Smith, 140).

Á íslensku getum við sagt að kvikmyndaflokkur eða tegund er sá hópur kvikmynda sem tengist með síendurteknum venjum:

  1. Flétta – hvar væri glæpamyndin án plottsins?

  1. Karakter – hvar væri hrollvekjan án ljóta andlitsins?

 

  1. Umgjörð – ímyndaðu þér t.d. umbúðir búningamynda.

 

  1. Þema – er ekki alltaf kossastand / gifting í gleðileikjum og dauði og jarðarfarir í dramatískum myndum?

 

  1. Tækni – má ekki alltaf greina heimildamyndina á kvikmyndatækninni?

 

  1. Stjarna – í hvers konar myndum leikur t.d. Bruce Willis annars vegar og Julia Roberts hins vegar?

Mikilvægasta atriði þessarar skilgreiningar er hve opin hún er og hve óljós. Endalaust er hægt að spyrja um smáatriði – hvort þau felli ákveðna mynd í einn flokk eða annan?

Auðvitað er hægt að flokka kvikmyndir á marga vegu. Ólíkar handbækur og kennslubækur um kvikmyndir flokka ekki alveg eins og fjöldi flokka er mjög misjafn. Stystu flokkar eru um 10, t.d. eru Óskarsverðlaun ekki í mörgum flokkum, en svo má sjá mun fleiri flokka, t.d. má nefna að Ronald Bergan 2000. Film: Eyewitness companion, nefnir 25 flokka, á meðan að David Bleiler í TLA film and video guide nefnir alls 18 flokka. Skoðum first þann síðarnefnda:

1. Rómantík (romance). Skilgreining: Kvikmynd þar sem meginþemað er ást og rómantík milli tveggja persóna, oft með möguleikanum á þeim þriðja! Oft blandast þessar myndir við aðrar, t.d. kómedíur (grínmyndir), svo sem í Four weddings and a funeral og ættu þá að kallast rómantískar grínmyndir, en einnig við dramatískar myndir, svo sem í Pretty woman, og eru þá oft kallað melodrama.

Dæmi: Pretty woman, Wuthering heights, Gone with the wind, Sabrina, Titanic, Much ado about nothing, The horse whisperer.

2 Barnamynd (children). Skilgreining: Kvikmynd sem sérstaklega höfðar til barna. Þetta er bæði gert með umfjöllunarefninu, t.d. fjölskyldumál, boltaleikir, skólamál eða skógarferðir, en einnig með hlutverkum, t.d. barnahlutverk, eitt eða fleiri, álfadrottning, dýr í stórum hlutverkum eða vondi kallinn að elta barnið.

Dæmi: Benji, The wizard of Oz, Toy story, Pollyanna, Peter Pan, Hook, Beauty and the beast, Babe, Cinderella.

3. Drama (drama). Skilgreining: Kvikmynd alvarlegs eðlis sem hefst með kynningu á persónum og aðstæðum þeirra, næst er vandamál þeirra útskýrt, það látið þróast og að lokum fæst einhvers konar lausn á vandamálinu, mismunandi hagstæð ólíkum persónum myndarinnar. Einn “vinnur” á meðan annar tapar og sá þriðji fær maklega málagjöld, án þess þó beinlínis að “tapa.” T.d. í Gaukshreiðrinu (One flew over the cuckoo´s nest) “tapar” Jack Nicholson – hann deyr – en verra tap er þó heilauppskurðurinn á honum, indjáninn drepur hann, sem nokkurs konar “lausn” á öllu vandamáli myndarinnar, en indjáninn sjálfur er síðan sá sem “vinnur.”

Dæmi: Awakenings, Bonnie and Clyde, The conversation, One flew over the cuckoo´s nest, Patton, The piano, Raging bull, Sex, lies and videotape, Sling blade, Sybil, Taxi driver.

4. Fjölskyldumynd (family). Skilgreining: Kvikmynd sem höfðar sakleysislega til allrar fjölskyldunnar, segir oft frá fjölskyldulegum málum, t.d. búflutningum einnar fjölskyldu til annarrar borgar, til sveitarþorps, o.s.frv. Við fylgjumst svo til skiptis með því hvernig ólíkum fjölskyldumeðlimum reiðir af. Má flokka með barnamyndum. Dæmi: Mary Poppins, Little big league, The little rascals, Matilda.

5. Farsi (farce). Skilgreining: Mynd sem byggir á misskilningi, oft tvíræðni orða, t.d. annars vegar eðlileg merking og hins vegar klámfengin. Dæmigert fyrir farsa er hurðaskellir, þ.e. einstaklingar koma æðandi inn og út um dyr, í miklum hamagangi, þar sem allt er í einni hringavitleysu.

Dæmi: Noises off!!, Analyse this, A night at the opera, Women on the verge of a nervous breakdown.

6. Fantasía (fantasy). Skilgreining: Mismunandi myndir, með það sameiginlega einkenni að eitthvað yfirnáttúrulegt er á seiði. Menn geta flogið, drekar spúa eldi og fuglar geta talað.

Dæmi: Fantasia, The wizard of Oz, Babe, babe: Pigs in the city, The adventures of baron Munchausen, Edward scissorhands, The matrix.

7. Glæpamynd (crime). Skilgreining: Mismunandi myndir, með það eitt sameiginlegt að glæpur (morð, rán, þjófnaður, svindl …) er annað hvort skipulagt eða framkvæmt, hvort tveggja auðvitað líka. Oft vill eitthvað mistakast í skipulagningunni eða framkvæmdinni og einnig er sjálft umfjöllunarefnið einnig um þau maklegu málagjöld sem glæpir leiða af sér.

Dæmi: Maltese falcon, Copy cat, The french connection, Badlands, In cold blood.

8. Íþróttamynd (sports). Skilgreining: Kvikmynd þar sem eitt meginþema myndarinnar í íþrótt, annað hvort ein ákveðin íþróttagrein (t.d. hornabolti) eða íþróttaheimurinn (t.d. íþróttafréttaritari).

Dæmi: The dream team, Happy Gilmore, The little big league, Jerry Maguire, White men can´t jump, Everybody´s all-American, Wildcats.

9. Kómedía (comedy). Skilgreining: Mynd sem sérstaklega er gerð til að kitla hláturtaugarnar. Þetta er gert með ýmsum hætti, en þó aðallega með orðahúmor eða með líkamlegum húmor (slapstick), t.d. eftirhermum, ýktri hegðun eða einkennilegu viðhorfi (Do I make you horny baby?, spyr Austin Powers og er fyndinn vegna þess að hann segir það með sínum hætti og sínu einkennilega viðhorfi).

Dæmi: Austin Powers, The adventures of Priscilla, queen of the desert, Analyze this, Crazy people, Funny bones, Young Frankenstein, The party, The president´s analyst.

10. Heimildamynd (documentary). Skilgreining: Mynd sem tekur eitthvað fyrir og rekur það á tiltölulega sannsögulegan máta, oft án þess að nokkur leikari komið við sögu. Við getum verið að fylgjast með dýri, með geðsjúklingi reyna að lifa sínu lífi eða t.d. fyrirtæki.

Dæmi: Aileen WuornosThe selling of a serial killer, Mein kampf, Woodstock, Wish you were here, Vincent, Common threads: Stories from the quilt.

11. Hrollvekja (horror). Skilgreining: Dæmigerð hryllingsmynd felur í sér umbreytingu (metamorphosis), einstaklingi breytist í dýr (kattartegund eða api), skordýr (flugu), hálfmann (úflmann), and-mann (draug, zombie, vampíru) eða and-sjálf (Mr. Hyde), minnkað sjálf (vélmenni) eða þá að dauðu og tilbúnu efni er gefið líf (Frankenstein). Einnig geta eðlilegir og venjulega líflausir hlutir fengið líf.

Dæmi: The cabinet of dr. Caligari, Frankenstein, The fly, The Amitville horror, The mummy (1932), The wolf man, Arachnophobia, Carrie, Dr. Jekyll and mr. Hyde, Dracula, The exorcist.

12. Spenna (suspense). Skilgreining: Mynd sem gengur sérstaklega út á að byggja upp spennu, að láta áhorfanda upplifa það að eitthvað agalegt sé að fara að gerast, en ekki hvað er að fara gerast. Áhorfandinn bíður spenntur.

Dæmi: The Boston strangler, Dead again, Dressed to kill, Fatal attraction, House of games, Whatever happened to baby Jane?, No way to treat a lady, The tenant.

13. Stórslys (disaster). Skilgreining: Kvikmynd þar sem eitt meginþemað er meiri háttar slys eða hamfarir, s.s. jarðskjálfti, stórbruni eða eldgos. Gæti einnig verið af mannavöldum, eins og í íkveikju eða sprengjuhótun hryðjuverkahóps.

Dæmi: San Francisco, Runaway train, Earthquake, Towering inferno.

14. Söngur / dans (musical). Skilgreining: Kvikmynd þar sem söngur og/eða dans er meginuppistaðan. Mikill munur getur verið á myndum innan þessa geira, t.d. eru til myndir þar sem söguþráðurinn er nánast aukaatriði og svo aðrar þar sem svo er ekki.

Dæmi: Singin´ in the rain, West side story, Bugsy Malone, Evita, Fiddler on the roof, The rocky horror picture show, Showboat.

15. Teiknimynd (cartoon). Skilgreining: Teiknuð mynd, annað hvort að öllu leyti (Cinderella) eða að verulegu leyti (Who framed Roger Rabbit?).

Dæmi: Lion king, Cinderella, Fantasia, Lord of the rings, Peter Pan, Toy story.

16. Trillir (thriller). Skilgreining: Kvikmynd sem byggir upp það mikla spennu að hún verður yfirþyrmandi - alla vega þegar myndin nær hámarki. Ef þetta er gert með tæknilegum leiðum í tiltölulega eðlilegu umhverfi þá telst myndin Trillir, en ef ófreskjur af einhverri tegund koma fyrir þá er myndin frekar Hryllingur. Erfitt er þó oft að greina á milli.

Dæmi: Fatal attraction, Dead calm, Experiment in terror, Frantic, Se7en, The silence of the lambs, Suspect, The tenant, Wolf.

17. Ævintýri (adventure). Skilgreining: Mynd þar sem allt getur gerst, við hverfum inn í undraheima frumskógarins (Romancing the stone, Raiders of the lost arc) eða undirheimar (Delicatessen) eða út í geim (Star wars). Þar taka hlutir á sig fantasíukennd einkenni (sjá skilgreiningu á fantasíu), s.s. eins og í Star Wars er pizzamaðurinn (gerður úr pizzum!) og í A fistfull of dollars er skothittni hetjunnar betri en hjá Lukku Láka (sem er fyrirmynd þeirrar myndar).

Dæmi: Raiders of the lost arc, Romancing the stone, Star wars, A fistfull of dollars, Delicatessen, The river wild, Willow.

18. Ævisaga (biography). Skilgreining: Kvikmynd þar sem meginþemað er að fylgja ákveðinni sögupersónu (gæti líka verið hópur) í ákveðinn tíma, ekki endilega alla ævi, en þó allavega mikilvægan hluta af æviferli viðkomandi einstaklings.

Dæmi: Patton, Vincent, Andy WarholSuperstar, A brief history of time, Triumph of the will, Woodstock, Looking for Richard.