Creature from the Black Lagoon

Creature from the Black Lagoon kápan.

Creature from the Black Lagoon kápan.

TitleCreature from the Black Lagoon.

 

Útgáfuár: 1954.

 

Útgáfufyrirtæki: Universal Pictures.

 

Dreyfingaraðili: Universal-International.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: William Alland.

 

Lengd: 1:19 / 1:06 mín.

 

Stjörnur: 7,0* (Imdb) og 8,4 + 7,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Jack Arnold (1916-1992). New Haven, Connecticut, Bandaríkin.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraIt Came from Outer Space (1953), Creature from the Black Lagoon (1954), Tarantula (1955), The Incredible Shrinking Man (1957), The Mouse that Roared (1959). Eftir það hóf hann störf við sjónvarp og leikstýrði m.a. ýmum frægum þáttum eins og: Perry Mason, Naked GunnThe Brady BunchGilligan's Island og Wonder Woman.

 

Handrit: Harry Essex og Arthur A. Ross eftir sögu Marice Zimm.

 

Tónlist: Henry Mancini, Hans J. Salter og Herman Stein. Henry Mancini varð síðar þekkt kvikmynda tónskáld, kannski frægastur fyrir Pink Panther þemað. Hér fyrir neðan má sjá eina útgáfu af því.

 

Kvikmyndataka: William E. Snyder.

 

Klipping: Ted J. Kent.

 

Tegund: Klassík, kult, hrollur, vísindaskáldsaga & fantasía.

 

Tekjur: 1,300.000$. Kostnaður: ?$.

 

Slagorð: I don't know what it is, it could be human.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

LEIKARAR: / HLUTVERK:

 

Dr. David Reed er helsta hetja myndarinnar.

Dr. David Reed er helsta hetja myndarinnar.

Richard Carlson = Dr. David Reed. Vísinda- og sundmaðurinn sem einlæglega vill rannsaka Tálknmanninn.

 

Kay Lawrence.

Kay Lawrence.

Julie Adams = Kay Lawrence, eina konan sem er með í leiðangrinum.

 

Richard Denning.

Richard Denning.

Richard Denning = Dr. Mark Williams. Vísindamaðurinn sem virðist hafa meiri áhuga á frægð en fræðum.

 

Dr. Carl Maia.

Dr. Carl Maia.

Antonio Moreno = Dr. Carl Maia. Fornleifafræðingurinn sem í byrjun finnur steingerða hönd Tálknmannsins.

 

Lucas Skipstjóri.

Lucas Skipstjóri.

Nestor Paiva = Captain Lucas. Skipstjórinn á Ritu.

 

Dr. Edwin Thompson er hér fyrir miðri mynd.

Dr. Edwin Thompson er hér fyrir miðri mynd.

Whit Bissell = Dr. Edwin Thompson. Pípureykjandi vísindamaðurinn sem slasast alvarlega á andliti.

 

Luis, fyrsta fórnarlamb Tálknmannsins.

Luis, fyrsta fórnarlamb Tálknmannsins.

Rodd Redwing = Luis.

 

Thomas, hitt fyrsta fórnarlamb Tálknmannsins.

Thomas, hitt fyrsta fórnarlamb Tálknmannsins.

 

Perry Lopez = Thomas.

 

Einn bátsmanna, Zee.

Einn bátsmanna, Zee.

Bernie Gozier = Zee.

 

Chico, einn bátsmanna, sá sem Tálknmaðurinn rænir um borð.

Chico, einn bátsmanna, sá sem Tálknmaðurinn rænir um borð.

Henry A. Escalante = Chico.

 

Creature-Black-Lagoon-b.jpg

Ben Chapman = Tálknmaðurinn á landi.

 

Ricou Browning leikur Tálknmanninn í sjónum, var sundkappi og kafari að atvinnu.

Ricou Browning leikur Tálknmanninn í sjónum, var sundkappi og kafari að atvinnu.

Ricou Browning = Tálknmaðurinn í sjónum.


HVAÐAN KEMUR ÞESSI ÓFRESKJA?

Sagan segir að í Suður-Ameríku séu þekktar goðsagnir um veru sem er til helminga maður og fiskur, s.s. maður með tálkn. Í upphaflega handritinu er hann kallaður Gill-man, "Tálkn-maðurinn," s.s. mannvera sem andar með tálknum eins og fiskar. Síðar var ákveðið að kalla hann bara "Creature." Vel má sjá tálkin á þessari nákvæmu endurgerð.

creature_from_the_black_lagoon_by_blackplague1348-d4i42e0.jpg

FRAMHALDSMYNDIR

Hugmyndin var að skapa nýja ófreskju sem hægt væri að mjólka áfram, eins og Frankenstein og Drakúka, en ólíkt þeim þá komu bara tvær framhaldsmyndir. Fyrst kom þó nokkurs konar grín-auglýsingamynd með Abbott og Costello (sem gerðu líka myndir um Frankenstein, Drakúla og Múmmíuna). Skoðum trailera fyrir þessar tvær myndir:

 

1. Abbott and Costrello Meet the Creature from the Black Lagoon. (1954, 25 mín, 8,4*).

Jetta atriði var bara 25 mínútur og er almenn auglýsing fyrir kvikmyndafyrirtækið, Abbott og Costello myndirnar (um Frankenstein, Múmmíuna, Úlfmanninn og Drakúla) og svo auðvitað The Creature. Ofangreint skot er aðeins 13 mínútur og Tálknmaðurinn birtist á 13 mínútu, eftir að Abbott er búinn að kljást við Frankenstein!

 

2. Revenge of the Creature / Return of the Creature / Return of the Creature from the Black Lagoon (Jack Arnold, 1955, 1:22 mín, 5,6*). Fyrir utan það að geta ekki ákveðið titil myndarinnar, þá er hún helst fræg fyrir það að þetta var fyrsta myndin sem Clint Eastwood lék í.

 

3. The Creature Walks Among Us (John Sherwood, 1956, 1:18 mín, 5,8*).

Þær skiluðu litlu og hugmyndin dó út, þar til á því herrans ári 2017, sýnd 2018, þegar ófreskjan kemur aftur upp á yfirborðið (ef svo má segja) í mynd, sem vakið hefur töluverða athygli: The Shape of Water (Guillermo del Toro, 2017, 2,03 mín, 7,9*).

 

Nýja myndin fékk leikstjóra (og tónlistar) verðlaun á nýjustu Golden Globe hátíðinni.

Mexíkóski leikstjórinn del Toro brosandi. Hann varð á sínum tíma frægur fyrir leikstjórn og handrit í Hellboy (2004) og sérstaklega Pan's Labyrinth (2006).

Mexíkóski leikstjórinn del Toro brosandi. Hann varð á sínum tíma frægur fyrir leikstjórn og handrit í Hellboy (2004) og sérstaklega Pan's Labyrinth (2006).


MÍNÚTURNAR:

0:01 = Texti.

0:02 = Sköpunarsagan er lesin í upphafi: Í upphafi skapaði guð himinn og jörð: And the earth was without form and void. Síðan er haldið áfram: This is the planet earth, newly born, cooling rapidly... Líf byrjar í alls sonar afbrigðum.

 

Dr. Maia með aðstoðarmönnum sínum finna forsögulega hönd.

Dr. Maia með aðstoðarmönnum sínum finna forsögulega hönd.

0:02 = Í frumskógum Afríku eru fornleifafræðingar að rannsaka leifar útdauðra dýra. Fornleifafræðiungurinn Dr. Carl Maja (Antonio Moreno) finnur steingerða hönd af dýri sem þeir kannast ekkert við. Tveir aðstoðarmenn Chico (Henry A. Escalante) og Thomas (Perry Lopez) hjálpa honum að mynda gripinn.

0:03 = Dr. Maja skipar aðstoðarmönnum sínum Chico og Thomasi að bíða í tjaldinu á meðan hann fer með steingervinginn til borgarinnar. Hann ætlar að sækja fleiri til að hefja alvöru leit. Þegar hann fer þá birtist snögglega þessi sýn:

Er veran þá ekki útdauð?

Er veran þá ekki útdauð?

 

0:05 = Dr. Maja er kominn heim á rannsóknarstofnunina: Institute of xx og hittir þar parið Dr. David Reed (Richard Carlson) og Kay Lawrence (Julie Adams). Hann sýnir þeim ljósmynd af steingerðu höndinni. Þau vilja eindregið koma með og segja að dr. Williams sé muni líka vilja koma, hann sé svo metnaðargjarn.

 

Allir heillast af steingerðu höndinni og ákveða frumskógarferð saman.

Allir heillast af steingerðu höndinni og ákveða frumskógarferð saman.

 0:07 = Dr. Maja sýnir síðan bæði David Reed og Kay Lawrence ásamt nokkrum öðrum: Dr. Mark Williams (Richard Denning) og Dr. Edwin Thompson (Whit Bissell) steingerðu höndina. Þau ákveða öll að fara með Dr. Maja út í Amazon skóg og finna meira.

0:09 = Hópurinn leigir bátinn Rita með sérkennilega skipstjóranum: Captain Lucas (Nestor Paiva).

0:10 = Um það bið sem að leiðangurinn hefst þá ræðst skrímslið sem á höndina umræddu á aðstoðarmennina tvo, Chico og Thomas í tjaldinu þeirra og drepur þá báða. út frá þessu má lesa að skrímslið er með drápseðli, allavega drepur það tvo karlmenn, en virðist ekki éta þá.

0:12 = Þegar leiðangursmenn sjá koma í tjaldbúðirnar og sjá bæði Chico og Thomas myrta, þá renna á þá tvær grímur, en eftir nokkrar umræður þá hefja þeir leitina. Þeir grafa og grafa, en finna ekkert. Þeir gera sér ekki enn grein fyrir því að þeir ættu frekar að leita í tjaldinu.

 

Skrímskið er endurtekið sýnt í upphafi myndarinnar, en eingöngu út frá höndinni. Þetta er áberandi tækni í mörgum myndum, t.d. í Frankenstein myndunum þá er sama tækni notuð. Höndin hreyfist: It's alive, It's alive!

Skrímskið er endurtekið sýnt í upphafi myndarinnar, en eingöngu út frá höndinni. Þetta er áberandi tækni í mörgum myndum, t.d. í Frankenstein myndunum þá er sama tækni notuð. Höndin hreyfist: It's alive, It's alive!

0:15 = Nokkrum sinnum kemur það fyrir að skrímslið nálgast leiðangursmennina, en þeir taka ekki eftir því. Svo virðist sem að skrímslið hafi eingöngu áhuga á konunni.

0:25 = Leiðangursmenn gefast upp á að grafa upp steingervinga og ákveða að leita í vatninu sjálfu. Fyrst sigla þeir lengra á stað sem skiptstjórinn leggur til, staaður sem kallaður er: Svarta lónið.

0:23 = Konan ákveður að fara í skemmtisund Svarta lóninu og gerir sér enga grein fyrir því að Tálknmaðurinn fylgist með henni. Lengst af syndir hann fyrir neðan hana (er að dást að henni?), en svo þegar hún er að synda til baka þá reynir hann að snerta hana (sjá mynd að ofan). Hún rétt sleppur.

0:27 = Tálkmaðurinn synti svo nálægt skipinu að hann flæktist í neti þess. Þá kemur loks í ljós hve sterk veran er, netið rifnar og báman sem hélt því uppi var að brotna.

0:30 = Reed og Williams ákveða að leita að skrímslinu í vatninu, en nú vopnaðir myndavél og sjávarspjótum.

0:33 = Þeir koma aftur um borð og segjast hafa séð eitthvað: I don't know what it is, but it could be human, segja þeir. Einhvers konar mannvera, en með tálkn, eins og fiskur. Hinir trúa þeim ekki, en það er allt í lagi, því Táknmaðurinn er kominn um borð í bátinn!

0:34 = Á meðan allir eru niðri að skoða myndirnar þá er einn bátsmaðurinn, Chico (Henry A. Escalante) upp á dekki. Tálknmaðurinn réðst á hann og kastar honum með sér í vatnið. Hann sést ekki meir.

0:36 = Leiðangursmönnum fer fækkandi og þeir ákveða að nú verði að drepa Táknmanninn. Þeir fara að ráðum skipstjórans og setja í vatnið eitthvað skordýraeitur, sem hann segist hafa notað áður til að veiða fisk. Þetta er hvítt duft sem þeir setja í vatnið.

0:40 = Þetta skilar ekki árangri og um kvöldið þegar konan stendur ein upp á dekki - enn í nýjum fatnaði - þá læðist Tálknmaðurinn aftur um borð, hún sér hann og öskrar. Dýrið flýr og þeir sjá að það á í erfiðleikum vegna skordýraeitursins. Reed og Williams ákveða að fara á eftir honum.

0:41 = Þeir finna helli, sem virðist vera bústaður Tálknmannsins. Þeir sjá spor hans og elta.

0:43 = Tálknmaðurinn hefur þá leikið á þá, hann ræðst á seinasta bátsmanninn, sem gætir konunnar og drepur hann. Hann tekur konuna (enn einu sinni), en hnígur þá niður vegna skordýraeitursins.

0:47 = Leiðangursmenn rífast um það hvort þeir eigi nú að drepa máttlaust dýrið eða setja það í rimlabúr til rannsóknar. Þeir taka seinni kostinn, en þegar Tálknmannsins er gætt í búrinu um nóttina þá brýst hann út, slasar einn leiðangursmanna Dr. Edwin Thompson (Whit Bissell), slær til lampa og það kviknar í ófreskjunni, þegar hún ætlar enn einu sinni að ræna konunni. Það eina sem hún getur gert er að stökkva út í vatnið, sem hún og gerir.

0:50 = Dr. Thompson brennur illa í andliti við árásina. Þeir gera að sárum hans og enn rífast þeir framhaldið. Þeir ákveða að sigla út úr Svarta lóninu og leita hjápar. En þegar þeir sigla af stað þá sjá þeir að Tálknmaðurinn hefur stíflað útganginn með trjábolum. Þeir koma böndum utan um þunga trjábolina, en illa gengur að losa stífluna. Tálknmaðurinn hjálpar heldur ekki til og losar í sífellu festinguna.

0:52 = Reed og Williams rífast enn einu sinni. Báðir vilja hætta á að fara út í vatnið og loka stífluna, þótt Tálknmaðurinn sé nálægt. Reed vinnur og fer á undan, þó ekki fyrr en hann er búinn að kyssa kærustuna.

0:56 = Williams fer á eftir Reed út vatnið og hann slæst við Tálknmanninn, sem endar með því að Reed verður að draga lík hans um borð í batinn. Nú eru þau bara fjögur eftir, skipstjórinn, konan, Reed og dr. Maia, ásamt þeim sem liggur veikur. Þeim dettur nýtt ráð í hug, þeir fylla byssu af því skordýraeitri, sem eftir er.

1:08 = Upp í bátnum tala þessir fjórir saman. Þau finna nýja leið til að berjast við Tálknmanninn, sem er jú skordýr? En þegar þau eru að blanda skordýraeitrið þá reynir Tálknmaðurinn að ráðast gegn þeim rúmliggjandi. Honum er þó bjargað.

1:11 = Reed fer nú enn neðansjávar til að losa bátinn, en núna er hann vopnaður skordýraeitri. Tálknmaðurinn ræðst á hann, en eitrið dugar til að fæla hann frá.

1:13 = Reed kemur aftur um borð og segir skipstjóranum að loka stífluna. Það er að ganga, en þegar þeir eru uppteknir við að losa bátinn kemur Tálknmaðurinn um borð. Enginn tekur eftir því og Tálknmaðurinn nálgast. Hvern? Hann virðist eingöngu hafa áhuga á konunni. Hann grípur utan um hana og stekkur fyrir borð. Tálknmaðurinn drepur hana ekki, heldur fer með hana heim til sín, í hellinn.

1:16 = Reed eltir þau og finnur hellinn. Hann er vopnaður skotspjóti.

1:18 = Reed finnur konuna en þá ræðst Tálknmaðurinn á hann. Reed bjargast þó þegar aðrir skipsverjar koma vopnaðir rifflum og skjóta Tálknmanninn endurtekið. Tálknmaðurinn hörfar helsærður og Reed stöðvar frekar skothríð. Hann sér að Tálknmaðurinn fer til sjávar og líklega dreyr hann þar.

1:17 = THE END.

 

4+1 SPURNING:

  1. Hvers konar fyrirbæri er Tálknmaðurinn (kallaður Gill-man á ensku)? Reyndu að flokka hann sem tegund. Maður, dýr, hvers konar dýr?
  2. Er Tálknmaðurinn í eðli sínu vondur, góður eða hvað? Hvaða eðli sýnir hann í upphafsatriðinu (t.d. þegar hann ræðst á mennina 2 í tjaldinu) og seinni árásum? 
  3. Tálknmaðurinn ræðst aldrei á eina persónu, heldur syndir fram og til baka og virðir hana fyrir sér. Hann síðar rænir henni. Hvað ætlar Tálknmaðurinn sér með þessu?
  4. Berðu Tálknmanninn saman við persónurnar: Ófreskjan í Frankenstein og Ava í Ex_Machina. Hvað er líkt og hvað ólíkt.
  5. Mundu að segja svo álit þitt á myndinni í lokin. Ekki gleyma að þetta er mjög gömul mynd.