Enemy

TitillEnemy.

 

 

 

Útgáfuár: 2013.

 

Útgáfufyrirtæki: Mecanismo Films, micro_scope, Rhombus Media & Roxbury Pictures.

 

Dreyfingaraðili: E1 Films (Kanada), Alfa Pictures (Spánn) og A24 (Bandaríkin).

 

Land: Kanada og Spánn.

 

Framleiðandi: M. A. Faura & Niv Fichman.

 

Lengd: 1:31 mín.

 

Stjörnur: 6,9* (Imdb) og 7,5 + 6,2* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Denis Villeneuve (1967- ). Trois-Riviéres, Quebec, Kanada.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraCosmos (1996), August 32nd on Earth (1998), Maelström (2000), Polytechnique (2009), Incendies (2010), Prisoners (2013), Sicario (2015),  Arrival (2016), Blade Runner 2049 (2017) og Dune (væntanleg árið 2018).

 

Handrit: Javier Gullón, byggt á bók José Saramago: The Double.

 

Tónlist: Daniel Bensi & Saunder Jurriaans.

 

Kvikmyndataka: Nicolas Bolduc.

 

Klipping: Matthew Hannam.

 

Tekjur: 3.400.000$. Kostnaður: ?$ = Ekki gefið upp!

 

Slagorð: You can't escape your-self.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

https://www.youtube.com/watch?v=IILOn-RyB-I

 

Leikarar: / Hlutverk:

 

Jake Gyllenhaal = Adam Bell / Anthony Saint Claire. Dobblegänger?

 

Mélanie Laurent = Mary. Kærasta Adams.

 

Darah Gadon = Helen Claire. Kærasta leikarans Anthony.

 

Isabella Rossellini = Móðirin. Móðir Adams sögukennara (og líka Anthonys?).

 

Kedar Brown = Öryggisvörður.

 

Darryl Dinn = Myndbandssölumaður.

 

Mínúturnar:

0:01 = Texti.

0:02 = Adam (Jake Gyllenhaal) eða er það Anthony? gengur inn í dimman sal fullan af körlum. Þar eru menn að horfa á eitthvað klám í beinni útsendingu, sem m.a. fellst í því að nakin hona (þó í háhæluðum skóm) gengur að könguló - tarantula - og virðist ætla að stíga ofan á hana. Það sést þó ekki vel, en gerðu svo vel:

 

https://www.youtube.com/watch?v=6080-lJ4-T4

 

0:05 = Adam er að kenna í háskóla. Virðist vera að kenna sögu og talar um hvernig yfirvöld halda þegnum sínum í skefjum með ýmsu móti.

0:07 = Adam er kominn heim og virðist vera þreyttur eða jafnvel þunglyndur - allavega ekkert ánægður. Kærastan Mary (Mélanie Laurent) kemur og þau kyssast, borða og stunda kynlíf. Svo fer hún burt, allt frekar þungt.

0:09 = Við heyrum fyrirlestur Adam endurtekinn um það hvernig einræðisríki kúga þegna sína.

0:10 = Á kennarastofunni spyr annar kennari Adam hvort hann fari mikið í bíó. Samræðurnar eru frekar þvingaðar. Kennarinn mælir með nýrri mynd: Where There is a Will, There is a Way.

0:11 = Á leiðinni heim nær Adam sér í umrædda mynd, en horfir ekki á hana strax. Hann vill frekar fara yfir ritgerðir. Adam virðist ekki mjög hamingjusamur.

0:12 = Fljótlega gefst Adam upp á ritgerðunum og setur myndina á. Hann horfir aðeins, en fer svo upp í rúm. Kærastan er þar og þegar hann reynir við hana þá bregst hún illa við og segist vera farin heim. Adam fer aftur að horfa á myndina.

017 = Adam kemur of seint í tímann og hann byrjar strax að tala um heimspekinga, þ. á m. Hegel og vitnar í hann. Hann bætir við að mjög margir fræðimenn séu á því að þessi öld verði endurtekning á þeirri seinustu.

0:18 = Þegar heim er komið skoðar Adam myndina enn frekar og sér að einn aukaleikarinn er alveg eins og hann! Hann finnur nafn hans aftast í textanum sem fylgir myndum og gúglar svo nafnið. Þegar hann er búinn að sjá í gegnum leikaranafnið, þá finnur hann leikarann: Anthony Saint Claire (Jake Gyllenhaal). Hann sér líka mynd og þá kemur í ljós að þeir tveir eru alveg eins! Daginn eftir finnur Adam aðrar myndir sem þessi Anthony hefur leikið í og skoðar þær.

0:20 = Adam verður eðlilega mjög upptekinn af þessu og ákveður að hafa samband við leikarann eða allavega umboðsskrifstofu hans.

0:22 = Adam mætir á umboðsskrifstofuna á laugardegi og enginn er við. Dyravörður kannast þó við hann (þ.e. Anthony) og segir að það séu skilaboð sem bíði hans. Hann þekkir Adam greinilega sem Anthony.

0:26 = Adam finnur heimilisfang tvífarans og fer þangað. Hann stendur fyrir utan blokkina og ákveður að hringja í hann. Kona svarar og þegar Adam segist vilja tala við hann, þá hlær konan af því að hún þekkir röddina og heldur að þetta sé Anthony.

0:30 = Adam hringir aftur og skellir á, en hringir þó strax aftur, nær þá í Anthony og segist ekkert skilja í þessu. Við verðum að hittast, segir hann, ég sögukennarinn og þú, leikarinn. Anthony segist ekki vilja það og segir kærustu sinni að sá sem hringdi sé eltihrellir.

0:32 = Kærasta Anthonys, hún Helen Claire (Darah Gadon) trúir honum ekki. Hún heldur að Anthony sé (aftur?) að halda framhjá. Hún heldur að þetta hafi verið afbrýðisamur eiginmaður.

0:37 = Nú hringir leikarinn, Anthony, í Adam og segist hafa skipt um skoðun. Hann vill nú hitta tvífara sinn.

0:39 = Þegar Adam sest niður fyrir framan skóla sinn, þá sest þunguð kona á bekkinn við hliðina á honum. Hvað er hún að gera þarna? Hann gerir sér enga grein fyrir því að hún er kærasta tvífara hans. Þegar Adam fer inn að kenna þá hringir hún í kærastann, sem svarar og er þar af leiðandi annars staðar. Hvað er að gerast?

0:41 = Þegar leikarinn kemur heim þá skilur hann ekkert í því hvað er að kærustunni. Hann spyr hana endurtekið, og hún segist þá hafa farið á vinnustað hans. Hún segir hann bæði hafa sömu rödd og vera alveg eins og hann. Anthony skilur ekki neitt.

0:44 = Draumsena: Adam eða Anthony sjá nakta konu sem gengur á hvolfi eftir löngum gangi. Hún er með andlitsgrímu. Merkingin er ?

0:45 = Adam mætir á staðinn þar sem tvífararnir ætla að hittast. Það virðist vera hótelherbergi. Hann fer þar inn. Adam er mættur á undan. Anthony kemur inn. Þeir stara á hvorn annan.

0:49 = Kannski erum við bræður, segir leikarinn. Hann sýnir svo sár á maganum, sem er alveg eins (og á sama stað) og hinn er með. Hvenær ertu fæddur, spyr hann? Adam ræður ekki við þetta og flýr.

0:51 = Þegar Anthony kemur heim þá segir hann við ólétta kærustu sína að hafa ekki áhyggjur, hann muni ekki hitta tvífarann aftur.

0:52 = Allir engjast sundur og saman, enginn skilur neitt í þessu. Nú er það leikarinn sem fer að njósna um Adam. Hann sér hann fara út úr húsi og sér kærustu hans. Hann verður heillaður og eltir hana. Hún veitir því ekki eftirtekt í strætisvagni, þótt hann taki af sér mótorhjólahjálminn. Hann sér hvar hún vinnur.

0:57 = Adam segir móður (Isabella Rossellini) sinni frá þessu, en hún afneitar þessu öllu og segist ekki eiga önnur börn en hann. Þetta er bara fantasía í þér, þú vilt bara verða lélegur leikari (frekar en kennari)!

0:59 = Anthony er kominn með áætlun. Hann virðist hafa kynferðislegan áhuga á kærustu Adams. Af hverju hringdir þú í konu mína, spyr Anthony. Antony spyr hvort Adam hafi verið með kærustu hans? Adam segir hann brjálaðann! Anthony segir Adam hafa dregið konu hans inn í dæmið og að hann geti bara jafnað málið með því að fara út með kærustu hans á móti eina kvöldstund. Anthony tekur kennaraföt Adams og fer út.

1:04 = Anthony er farinn í bíltúr með kærustu Adams og Adam fær í staðinn heim til Anthony. Single swingers?

1:06 = Dyravörðurinn í blokk Anthonys hleypir Adam inn og í lyftunni spyr hann Adam (sem hann heldur að sé Anthony) hvort hann megi fara aftur í kjallarann? Ha? Dyravörðurinn hleypir Adam inn í íbúðina. Þegar þangað er komið þá skoðar Adam sig um og fer svo að máta föt Anthonys.

1:17 = Adam bíður lengi í íbúðinni, en loksins kemur kærasta (Anthonys) heim. Hún fer strax upp í rúm, en Adam veit ekkert hvað hann á að gera.

1:12 = Á sama tíma er Anthony að tæla kærustu Adams upp á hótelherbergi. Adam á aftur á móti í erfiðleikum með að koma sér upp í rúm.

1:14 = Kærasta Anthonys horfir lengi á Adam og virðist gruna eitthvað. Eða hvað? Rétt áður en hún sofnar spur hún: Did everything go ok in the school? og bætir svo við: Never mind.

1:17 = Í miðri kynlífssenu verður kærasta Adams aftur á móti alveg viss um að þetta sé ekki Adam, því hann er með einhvern hring, sem hún kannast alls ekki við. Á sama tíma virðist samband Adams við kærustu Anthonys vera innilegra. Adam segir: I'm sorry og þau kyssast. Á sama tíma er hitt parið komið upp í bíl og í rifrildi þá missa þau stjórn á bílnum og hann veltur. Líklega lifa þau ekki slysið af, þótt það komi ekki beinlínis fram.

1:20 = Um morguninn er sú ólétta í sturtu og þá fer Adam í önnur föt af Anthony og virðist vera nokkuð ánægður með breytinguna. Hann finnur bréfið sem hann tók á umboðsskrifstofunni og skilaði til Anthonys fyrr og opnar það. Þar er lykill - að klám-kjallara-búllunni?

1:22 = Sú ólétta kallar út baðherberginu og segir að mamma hans hafi hringt. 

1:24 = Adam (sem nú er orðinn Athony?) svarar að hann verði líklega upptekinn í kvöld og virðist glotta aðeins þegar hann handleikur lykilinn (hvernig veit hann að hverju þessi lykill gengur?) Hann fer inn í næsta herbergi og sér þá allt í einu ... Skoðaðu þetta atriði mjög vel hér að neðan:

 

https://www.youtube.com/watch?v=JR-ATzF-sHI

 

Spurningar:

  1. Hvernig myndir þú lýsa lífi Adams (og sambandi hans við kærustu) í einni setningu? En Anthonys?
  2. Hvernig túlkar þú þessi umskipti í seinni hluta myndarinnar frá Adam yfir í Anthony? Hvert ætti að vera slagorð myndarinnar?
  3. Hvað merkir þetta tákn (sjá mynd að neðan) sem þú séð 1 sinni eða 2-svar í myndinni?
  4. Hver er svo boðskapur myndarinnar eftir allt saman?
  5. Hvaða aðrar Dobbelgänger mynd(ir) hefur þú séð? Skoðaðu kennsluefnið.
  6. Mundu að svara svo hvert er persónulega álit þitt á myndinni.