One Flew Over the Cuckoo's Nest

One Flew Over the Cuckoo's Nest kápan frá 1975. Leikstjóri: Milos Forman.

Handrit: Lawrence Hauben, Bo Goldman.

Bókarhöfundur: Ken Kesey.

Ken Kesey, höfundur bókarinnar: One flew over the cuckoos nest.

Leikarar:

Jack Nicholson = Randolph McMurphy. Hlutverkið sem gerði Nicholson frægan.

Dean R. Brooks = Dr. Spivey, læknirinn sem tekur upphafsviðtalið við McMurphy.

Louise Fletcher = Nurse Ratched. Yfirhjúkrunarkonan yndislega. Louise Fletcher sýnir afburða mótleik við Jack Nicholson.

Danny DeVito = Martini, sá ítalsk ættaði. DeVito í sínu fyrsta hlutverki. Treggáfaður.

Christopher Lloyd = Taber. Hávaxinn og burstaklipptur. Enn annar leikari í sínu fyrsta hlutverki. Munið þið eftir honum í Back to the Future myndunum?

William Duell = Jim Sefelt, geðsjúklingurinn sem flytur þeim (röngu) fréttirnar að McMurphy hafi sloppið.

William Redfield = Harding, geðsjúklingurinn sem talar mjög gáfulega og treystir ekki konu sinni.

Sydney Lassick = Charley Cheswick, sköllótti geðsjúklingurinn, sá grátgjarni.

Delos V. Smith jr. = Scanlon, fullskeggjaði geðsjúklingurinn.

Brad Dourif = Billy Bibbit, geðsjúklingurinn sem stamar.

Will Sampson = Chief Bromden, indjáninn.

Scatman Crothers = Turkle. Næturvörðurinn sem McMurphy mútar.

Mews Small = Candy. Vinkonan sem McMurphy fer með í sjóferðina og á geðdeildarfylleríið.

Nathan George = Washington, starfsmaður (dökkhærður blökkumaður), sá sem slæst við McMurphy.

One Flew Over the Cuckoo´s Nest fékk öll helstu Óskarsverðlaunin.

One Flew Over the Cuckoo´s Nest fékk Óskarinn fyrir besta myndin, besta leikstjórnin (Milos Forman), besta handritið, besti leikari í aðalhlutverki karl (Jack Nicholon) og kona (Louise Fletcher).

Bakgrunnsupplýsingar um Gaukshreiðrið

Byggt á umtalaðri metsölubók Ken Keseys, sem enn er töluvert lesin. Bókin þótt góð gagnrýni á geðdeildir og meðferðir þess tíma.

SÖGUÞRÁÐURINN

Randle Patrick McMurphy, sem er 38 ára hvítur maður sem hefur átt nokkuð langa sögu af minni háttar vandræðum, allt frá unglingsárum. Toppurinn af því var handtaka fyrir statutory rape - eiga mök við stúlku undir aldri – sama kæra og Roman Polanski fékk á sig einmitt á heimili Jack Nicholsons! í Los Angeles – sem veldur því að Polanski getur enn ekki ferðast til Bandaríkjanna og var settur í stofufangeli í Sviss. Vinur hans Harrison Ford varð að fara með Óskarinn (fyrir Pianist) til hans í París, þar sem hann bjó.

McMurphy var dæmdur til 2 ára fangelsisvistar í Rivermead Correctional Facility. Forsaga myndarinnar endar með þessari setningu í upphafsviðtalinu: Hegðun McMurphy í Rivermead fangelsinu varð meira og meira furðuleg eratic og goofy.

Þess vegna er McMurphy (í upphafi myndarinnar) sendur á geðdeild fylkisins til skoðunar, mats og meðferðar (ef með þarf).

MAT

McMurphy hefur oft verið handtekinn fyrir að vera drukkinn á almannafæri og að trufla almannafriðinn. Dæmigert er að hann hefur fengið að sofa vímuna af sér í fangelsum. Í þetta sinn bætist við mök við 15 ára stúlku (she looked much older, segir hann) og nú er hann bæði kærður og dæmdur. McMurphy neitar því að hafa nokkra sögu af geðlæknisfræðilegri eða sálfræðilegri meðferð, þótt hann hafi nokkrum sinnum lent í námsráðgjafa! í menntaskóla. Þá snerist vandinn um agavandamál, sérstaklega gagnvart yfirmönnum. McMurphy hefur þó fengið nokkra ráðgjöf frá skilorðseftirlitsmönnum.

LÆKNISSAGA

Spurður um læknissögu segir hann stoltur að hann hafi fengið niðurgang fimm sinum og að hann hafi brotið á sér höndina í slagsmálum á skólalóðinni 15 ára gamall.

Foreldrar McMurphys skildu þegar hann var smábarn og hann var alinn upp af móðursystur sinni. Hann var eina barnið á því heimili og frænka hans var ekki ströng við hann. McMurphy gekk vel í skóla án þess að leggja sig mikið fram, en gerði stúlku ólétta (11th grade). Hann hætti þá í skóla, vann ýmsa vinnu og fór í sjóherinn 18 ára. Var þar í 3 ár. Fékk þar dishonorable discharge án þess að klára seinasta túrinn, vegna þess hve hann var oft fjarverandi. Síðan hefur hann unnið við garðyrkju, aðstoðarmaður iðnaðarmanna, framkvæmdastjóri nuddstofu, bílasölumaður, á eplabúgarði, í sirkus og bifvélavirki. Hann er ókvæntur og sambönd hans við konur hafa verið stutt.

One Flew Over the Coockoo´s Nest, mínúturnar:

001 mín. = Textinn.

003 = Rólegt líf á geðdeildinni.

009 = Randolph Patrick McMurphy (Jack Nicholson) 38 ára gamall fangi kemur inn á geðdeildina. Dr. Spivey (Dean R. Brooks) geðlæknir tekur á móti honum. Geðlæknirinn les skýrsu yfir McMurphy þar sem segir að hann sé: Beligerant, talked when not spoken to, resentful of work, lazy og the real reason að McMurphy sé að gera sér upp geðröskun: They think that you have been faking it, to get out of the work at prison.

012 = Að auki 5 sinnum handtekinn fyrir ofbeldi og dæmdur fyrir statsatory rape á 15 years old going on 25 en leit út eins og 18 ára.

014 = Ratched (Louise Fletcher) yfirhjúkrunarkona stjórnar hópmeðferð hjá þeim sem á geðdeildinni sem eru meðfærilegir og hæfir til að tjá sig. McMurphy er settur í þann hóp. Ratched gengur illa að fá þá til að tjá sig.

017 = Ratched fær Harding (William Redfield) geðsjúklingurinn sem talar gáfulega og treystir ekki konu sinni til að tjá sig, en hinir svara engu fyrr en Harding segir að sér líði peculiar. Þá tryllast hinir þar sem orðið vísar einnig til samkynhneigðar. Allt verður vitlaust.

Hómer Simpson flýgur yfir Gaukshreiðrið.

013 = Útivera. McMurphy reynir að kenna indjánanum Chief Bromden (Will Sampson) körfubolta. McMurphy er sagt að þeta sé gangslaust þar sem indjáninn sé bæði mállaus og heyrnarlaus. Þeir reyna að fá Martini (Danny DeVito) til að hjálpa til. Yfirhjúkrunarkonan horfir á úr fjarlægð.

Fljótlega myndast sterkt samband á milli McMurphy og indjánans.

024 = McMurphy kennir vistmönnum að spila póker. Martini getur ekki lært grundvallarreglurnar.

027 = McMurphy pirrast auðveldlega. Hann kvartar undan tónlistinni og fer inn á svæði hjúkrunarfólksins. McMurphy vill ekki taka lyfin, svo yfirhjúkrunarkonan hótar að gefa honum þau með öðrum hætti. McMurphy þykist þá taka lyfin sín.

030 = Vistmenn ögra McMuprhy. Hann segist bara þurfa viku til að brjóta hana niður. Veðmálið er 1 dollar.

031 = Hópmeðferð. McMurphy byrjar og Ratched er ánægð með framlag hans, en bara þangað til að hann leggur til að meðferðinni á deildinni verði tímabundið breytt vegna þess að útslitakeppnin í hornabolta er að hefjast. Ratched vill ekki breyta áætlunum, en stingur þó upp á að láta atkvæðagreiðslu ráða. McMurphy reynir að fá alla til að lyfta upp hendinni, en gengur illa. McMurphy fær aðeins 3 atkvæði.

034 = Vistmenn eru að spila og byrja að rífast. McMurphy leiðist röflið í þeim og sprautar vatni á þá.

035 = McMurphy segist vilja fara niður í bæ á bar að horfa á leikinn, Bibbit (Brad Dourif) stamar að hann komist ekki af geðdeildinni. McMurphy segist vel geta brotist út. Hann lætur þá veðja að hann geti lyft þungum vask og hent honum á gluggann. McMurphy tekst það ekki. I tried though didn´t I, er eina svarið sem hann gefur.

038 = Hópmeðferð. Ratched ræðir við Bibbit um tengsl hans við konur. Hann segir frá því að hann hafi beðið konu. Ratched segist þekkja móður hans og að hún hafi aldrei vitað um þetta og að Bibbit hafi ekki tjáð sig um ást sína. Var þetta ekki þá þegar þú fyrst reyndir að fremja sjálfsmorð? Cheswick (Sydney Lassick) finnur til með Bibbit og spyr af hverju hann þurfi að tala um það sem er honum svona sárt. Og hann bætir við, megum við ekki horfa á hornaboltann?

Ratched hjúkrunarkona hafði tak á Bibbit því hún þekkti móður hans.

041 = Ratched leyfir aftur atkvæðagreiðslu. Nú gengur heldur betur, og vistmenn virðast vera með meirihluta, alls 9. Ratched segir þetta ekki rétt, því ef hún telji hina með, þá sem ekki geta tjáð sig, þá falli þetta á jöfnu, heildartalan er 18. McMurphy æðir um og reynir að fá 1 úrslitaatkvæði. Enginn svarar honum, og þó - indjáninn.

042 = Ratched lokar atkvæðagreiðslunni um leið og indjáninn réttir upp hendina. Hjúkrunarkonan lætur sig ekki, en McMurphy tryllist.

045 = McMurphy svarar fyrir sig með því að horfa á slökkt sjónvarpið og lýsa leiknum, rétt eins og að hann sé í gangi. Vistmenn hrifast með og stara á tómt sjónvarpið.

046 = McMurphy aftur í viðtali hjá geðlækninum. McMurphy kvartar undan Ratched yfirhjúkrunarkonu, en geðlæknirinn leggur fram það álit sitt að McMurphy sé heill á geði og að hann sé bara að gera sér upp geðröskun til að komast hjá vinnu í fangelsinu.

051 =McMurphy klifrar yfir grindverkið og er kominn inn í strætisvagninn áður en starfsmenn koma. Þegar hann fyllist af vistmönnum stelur McMurphy bílnum, keyrir um bæinn og nær í Candy (Mews Small).

054 = McMurphy fer með allt liðið niður að höfn og rænir bát. Hann kallar alla vistmennina með dr. fyrir framan og fær bátinn lánaðan!

064 = McMurphy segir við starfsmanninn og segist bara vera á geðdeildinni í 68 daga (fangelsisvistin hans), en starfsmaðurinn Washington (Nathan George) segir honum það vera misskilning. Yfirhjúkrunarkonan ráði því hvað hann verði lengi.

068 = McMurphy kemst að því að hann kemst ekki út af geðdeildinni fyrr en starfsfólkið ákveður svo. Hann er hissa á því að fæstir eru þvingaðir inn á geðdeildina, og geta því yfirgefið hana ef þá langar. McMurphy mótmælir þessu og fær vistmenn með sér, sem fara nú að mótmæla öllu. Cheswick verður sérstaklega reiður og vill fá sígaretturnar sína og að deildinni verði ekki lokað á kvöldin.

074 = Ratched tekur af þeim sígaretturnar og peningana og ætlar að skammta þá héðan í frá, annars vinnur McMurphy allt af þeim í spilum. Allir tryllast. McMurphy brýtur gler og reynir að taka taka völdin. Starfsmaður yfirbugar hann, en indjáninn kemur honum til hjálpar. Fleiri starfsmenn koma og þeir yfirbuga McMurphy og indjánann.

078 = McMurphy og indjáninn (og Cheswick) eru allir sendir í raflostsmeðferð vegna þess að þeir misstu allir stjórn á sér. Fyrst Cheswick, sem tryllist enn og aftur. McMurphy kemst þá að því að indjáninn getur bæði heyrt og talað.

081 = McMurphy og indjáninn tala um að flyja saman til Kanada á sama tíma og Cheswick kemur liggjandi meðvitundarlaus úr raflostsmeðferðinni.

082 = McMurphy er settur í raflostsmeðferð. Hann fær gúmmí til að bíta af sér tunguna. Dæmigert þá missa menn meðvitund í langan tíma (allt að sólarhring).

085 = McMurphy kemur - að því er virðist - heilaskaddaður úr raflostsmeðferðinni. Og þó. Hann er stilltur eins og prúður drengur. Og þó.

087 = Það kvöldar og allir starfsmenn eru farnir nema næturvörðurinn. McMurphy er með plan, pantar kærustu sína og vinkonu hennar, og þær eiga að mæta með áfengi á geðdeildina. Partí!

090 =McMurphy segist ekki þola þetta lengur og biður indjánann að flýja með sér. Indjáninn segir að hann geti ekki komið því að McMurphy sé miklu stærri en hann!

Hvor ætli sé hetja myndarinnar, indjáninn Chief Broom eða McMurphy?

095 = Hjúkrunarkona stendur næturvörðinn að verki, en hann bjargar sér með því að segjast bara vera með eina konu inni á deildinni, hann sé svo einmana. Hjúkkan trúir honum, en segir honum að senda hana út eins og skot. Nú verður partíið alveg stjórnlaust!

099 = Bibbit dansar við kærustu McMurphy, sem undirbýr sig að flýja. Hann stelur lyklunum frá sofandi næturverðinum og er á leiðinni út og til Kanada, en ...

101 = McMurphy opnar gluggann, kallar á stelpurnar og kveður alla. Bibbit er seinastur og hann hefur eitthvað að segja. McMurphy spyr hvað sé að? Bibbit er ekki tilbúinn að flýja með honum, en hann spyr um Candy. Ætlar þú að giftast henni?

103 = Ert þú hrifinn af henni, spyr McMurphy? Bibbit hefur áhuga, en hefur ekki burði í að gera neitt í málinu. McMurphy biður kærustu sína að sinna Bibbit. Þau eru sett saman inn á herbergi með tilburðum. Þeir bíða á meðan, en eru orðnir syfjaðir.

106 = McMurphy spallar við indjánann um flóttann til Kanada, en svo sofna þeir óvart!

108 = Starfsmenn koma til baka og eru þá allir sofnaðir og allt í klessu. Ratched yfirhjúkrunarkona mætir á staðinn. Hún fyrirskipar allsherjar lokun og þrif. Hún fyrirskipar starfsmanninum Washington að kanna hvort nokkurn vanti. Þau finna alla nema Bibbit.

110 = Litla hjúkkan finnur Bibbit sofandi inn á herbergi með Candy. Hún kallar á Ratched. Bibbit klæðir sig í snatri og virðist stoltur af sér. Við tökum eftir að hann stamar ekki lengur. Skammast þú þín ekki, spyr Ratched. Hann neitar því. Þá segir hún: What worries me is how your mother is gonna take this? Bibbit byrjar að stama og grátbiður Ratched að segja mömmu hans ekki frá þessu. Hann missir sig og verðirnir fara með hann inn í herbergið aftur.

115 = Allir fara að taka til og McMurphy opnar gluggann. Verðirnir sjá hann og stoppa hann. Þá heyrist öskur og vörðurinn hleypur af stað. McMurphy getur sloppið, en hann forvitnast um hvað hefur gerst. Bibbit hefur komist yfir gler og framdi sjálfsmorð.

117 = Ratched segir öllum að fara frá og að fara í daily routine. McMurphy tryllist og reynir að kyrkja hana. Áhorfendur halda með honum  (og þú líka), en verðirnir ná að stoppa hann í tæka tíð.

119 = Allt er orðið rólegt á geðdeildinni, en McMurphy er hvergi sjáanlegur. Jim Sefelt (William Duell) heldru að McMurphy hafi sloppið, en aðrir vistmenn trúa því ekki.

120 = Um hvöldið er komið með McMurphy til baka. Tveir vistmenn leiða hann í rúmið. Hann virðist sofandi. Indjaninn kemur til hans um nóttina og segir að það sé gott að þú flýir ekki án mín, því nú telur hann sig hafa kjark til þess að fara með honum, I feel big as a mountain, segir hann. Indjaninn lyftir McMurphy upp, en sér þá að búið er að gera heilauppskurð á honum. Hann er algerlega meðvitunarlaus.

McMurphy eftir heilaaðgerðina.

125 = Indjaninn sér að McMurphy er "heiladauður" og segist ekki fara án hans. Hann bregður á það ráð að kæfa McMurphy með kodda, svo gengur hann beint að vaskinum og rífur hann upp, hendir honum á gluggann og flýr. Hinir vistmennirnir fagna ógurlega, en fara ekkert sjálfir.

Kvikmyndin er klassísk, hér er Hómers útgáfan.

128 = THE END.

Spurningar:

1. Hvað merkir það á ensku að vera Cuckoo?

2. Hver flaug yfir gaukshreiðrið?

3. Er indjáninn hetja myndarinnar?

4. Er McMurphy með Uppgerðarröskun eða Andfélagslegan persónuleika?

5. Þér líkar eflaust ekki við yfirhjúkrunarkonuna Ratched, en gerir hún nokkuð rangt?