Memento

Titill: Memento.

Memento, 2000 kápan.

Útgáfuár: 2000.

Útgáfufyrirtæki: Newmarket Films, Team Todd.

Dreyfingaraðili: Summit Entertainment.

Land: Bandaríkin.

Framleiðandi: Jennifer Todd og Suzanne Todd.

Lengd: 113 mín.

 Stjörnur: 8,5* (Imdb) og 9,2 + 9,4* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: Christopher Nolan (1970- ). Westminster, London, England.

Allar myndir leikstjóransFollowing (1998), Memento (2000), Insomnia (2002), Batman Begins (2005), The Prestige (2006), The Dark Knight (2008), Inception (2010), The Dark Knight Rises (2012), Interstellar (2014) og Dunkirk (2017).

Handrit: Johathan Nolan (byggt á bók bróður leikstjórans: Memento Mori) og leikstjórinn.

Tónlist: David Julyan.

Kvikmyndataka: Wally Pfister.

Klipping: Dody Dorn.

Kostnaður / tekjur: 9.000.000$ / 39,7.000.000$. Tekjur: Rúmlega 30 milljónir dollara!


Slagorð: Now where was I?


Trailer: Gerið svo vel.

Slóðin: https://www.youtube.com/watch?v=E77LfnMI-34

Helstu leikarar/Hlutverk:

image.png

Guy Pearce = Leonard Shelby, er með minnisröskun, frá þeim tíma þegar ráðist var inn í íbúð hans, eða hvað?

Carrie-Anne Moss = Natalie, vinnur á pöbb, þekkir Dodd og notfærir sér ástand Leonards.

J. G.

Joe Pantoliano = Teddy eða John G. eða John Edward Gammell. Virðist vera vinur Leonards eða hvað? Eða er hann rannsóknarlögreglumaður, sem rannsakaði í upphafi innrásina á heimili Leonard hjónanna?

Mark Boone Junior = Burt, sá sem vinnur á mótelinu.

Eiginkonan.

Jorja Fox = Eiginkona Leonards.

Sammy Jenkis.

Stephen Tobolowsky = Sammy Jenkis. Sá sem er með minnisröskun, eða hvað?

Harriet Sansom Harris = Frú (Sammy) Jenkis eða hvað?

Dodd.

Callum Keith Rennie = Dodd. Er í einhverjum tengslum við Natalie. Dópsali?

Larry Holden = Jimmy F. Grants. Sjá athugasemd við Dodd.

Memento, mínúturnar:

0:01 = Textinn.

0:02 = Leonard (Guy Pearce) er að framkalla mynd. Hann virðist vera að skjóta einhvern. Allt atriðið er sýnt afturábak (í raun eina atriði myndarinnar sem sýnt er afturábak).

0:03 = Svart/hvítt: Leonard situr inn á mótelherbergi. Eru þessi svart-hvítu atriði eldri eða yngri en þau sem eru í lit?

0:04 = Teddy (Joe Pantoliano) kemur til Leonards og þeir fara saman að byggingu í niðurníðslu.

0:05 = Inn í byggingunni les Leonard texta við eina mynd sína - hann er alltaf að taka ljósmyndir af því sem gerist í lífi hans svo hann geti munað atvikið - og þar stendur að hann eigi að drepa Teddy. Hann ræðst á Teddy og beinir byssunni að honum.

Ljósmyndirnar sem Leonard tekur til að muna það sem gerst hefur eftir slysið.

0:06 = S/h: Leonard talar við sjálfan sig á mótelherbergi og byrjar að tala um Sammy Jenkis (Stephen Tobolowsky).

0:07 = Leonard fer af mótelherbergi með mynd með sér nýbúinn að skrifa að hann eiga að drepa þennan Teddy, sem ekki megi treysta: Don't believe his lies.

0:08 = Leonard talar við mótelstarfsmanninn, sem heitir Burt (Mark Boone Junior). Leonard segir honum að láta sig vita þegar Teddy kemur.

0:09 = Teddy kemur á mótelið.

0:12 = Leonard sér alla skriftina á líkama sínum. Virðist hissa á þessum skrifum. Eina skriftin sem hann sér alltaf er á hendinni á sér: Remember Sammy Jenkis (af hverju lætur Leonard þetta tattó á stað sem hann sér alltaf?). Natalie (Carrie-Anne Moss) sendir Leonard upplýsingar um John G. Gemmel, en þegar hann hringir þá segist hann heita Teddy. Leonard skoðar upplýsingar um hann frá Natalie og ber saman við texta á líkama sínum: John G. raped and killed my wife. Find him and kill him. Leonard skrifar þá á ljósmyndina af Teddy. Don't believe his lies, he is the one. Kill him.

Teddy. Don’t believe his lies.

Teddy. Don’t believe his lies.

Remember Sammy Jenkis, er það eina sem Leonard skrifar þar á sig og sér auðveldlega.

Remember Sammy Jenkis, er það eina sem Leonard skrifar þar á sig og sér auðveldlega.

Remember Sammy Jenkis er eina tattóið sem Leonard sér alltaf.

0:15 = S/h: Leonard er að tala í síma á hótelherbergi. Við hvern?

0:17 = Leonard gengur inn á veitingastað að leita að einhverri Natalie. Natalie segir honum að út frá bílnúmeri þá viti hún að eigandi bílsins er John G. Gemmel. Hún segir honum líka frá yfirgefnu svæði sem hann getur tekið þennan John G. á og virðist því vita hvað hann ætlar sér. Natalie lætur Leonard loka augunum til að sjá eiginkonuna fyrir sér.

0:21 = S/h: Leonard er enn að tala í síma og segir frá starfi sínu, sem tryggingarrannsóknarmaður. Hann þurfti að meta hvenær fólk er að gera sér upp veikindi – hvenær það er að ljúga. Hann segist fær í að meta það. Svo segir hann frá Sammy – my first real insurance challenge.

0:22 = Leonard hittir Teddy aftur. Hann spyr hann hvort hann hafi fundið þennan John G. Einnig að minningar séu fallvaltar, líka þessar nótur sem hann skrifar fyrir sig og tattóerar á sig.

Á brjóstkassa Leonards stendur: John G. raped and killed my wife. Find him and kill him.

Á brjóstkassa Leonards stendur: John G. raped and killed my wife.

Og: Find him and kill him.

0:24 = Leonard lætur hótelstarfsmanninn Burt opna herbergi sitt.

0:25 = S/h: Leonard segir frá rannsóknum sínum á Sammy. Sammy getur allt nema myndað nýjar minningar. Getur ekki skilið neitt í sjónvarpi nema auglýsingar, því þær voru nógu stuttar. Því náði hann samhenginu. Læknarnir segja að þetta sé anterial grade memory loss, short term memory loss. Hippocampus, drekinn er skaðaður. En Leonard trúir honum ekki og reynir að sanna að Sammy er ekki með heilaskaða, heldur að skaðinn sé sálfræðilegur. Ef svo er (skaðinn er bara sálfræðilegur, ekki líkamlegur) þá er tryggingarfélaginu ekki skylt að borga neitt.

0:27 = Leonard vaknar í rúmi Natalie.

0:30 = S/h: Leonard lætur prófa Sammy með skilyrðingu: Conditioning, Shammy should still be able to learn by repetition. The point was weather he can learn not by memory, but by instinct. It is registred in a different place in the brain, it is another kind of memory.

Sammy Jenkis getur aldrei munað af hvaða hlut hann fær rafstuðið.

Sammy Jenkis getur aldrei munað af hvaða hlut hann fær rafstuðið, þótt hann sé spurður aftur og aftur. Hann er með skammtímaminni og hann er með langtímaminni, en hann virðist ekki lengur geta flutt neitt nýtt frá skammtímaminni. Og við vitum hvað gerist þá, allt hverfur þaðan eftir ca 20 sekúndur.

0:32 = Leonard fer til Natalie og sýnir henni mynd af lömdum manni. Hann spyr hana, hver hann sé. Hún segir manninn á myndinni ekki tengdan honum, hann sé bara að gera þetta fyrir hana. Drapstu hann, spyr hún? Nei, auðvitað ekki, segir hann. Natalie sér tattóið og segir: I've lost somebody too: His name was Jimmy. He went out to meet somebody. Jimmy never came back.

0:38 = S/h: Conditioning didn't work for Sammy – conditioning is working on instinct. Sammy gat ekki lært að forðast rafstuð, svo að þetta var sálfræðilegur vandi. Ég lét því tryggingarfélagið ekki borga, þar sem vandinn var sálfræðilegur. Leonard heldur áfram og segir: Conditioning didn't work for Sammy. But it works for me. Conditioning. Acting on instinct.

0:40 = Leonard vaknar ruglaður inn á mótelherbergi. Teddy kemur inn á mótelherbergið, og segir að Leonard hafi hringt og beðið sig að koma. Þeir finna Dodd (Callum Keith Rennie) bundinn inn á klósettinu. Atriðið endar á því að Leonard og Teddy keyra þennan Dodd út úr bænum.

0:43 = S/h: Eiginkonan skilur ekki vanda Sammy, sem Leonard segir að sé alvarlegur, og alls ekki uppgerð, heldur bara sálfræðilegur, ekki líkamlegur, þess vegna ekki innan trygginganna.

0:44 = Leonard er inn á mótelherbergi í sturtu. Dodd kemur inn á herbergið. Leonard lemur hann í klessu og sest niður til að jafna sig. Tekur mynd og ætlar að skrifa niður upplýsingarnar, en sofnar áður en hann getur skrifað nokkuð að viti.

0:47 = S/h: Leonard á hótelherberginu að skrifa á sig nýjar upplýsingar.

0:48 = Leonard er á hlaupum, en veit ekki hvort hann er að elta hinn, eða öfugt – fyrr en hinn skítur á hann út byssu. Já hann er að elta mig!

0:49 = Leonard fer inn á mótelherbergi.

0:50 = S/h: Stutt atriði, Leonard les blað: tattó skrifað: Fact is, access to drugs.

0:51 = Leonard er að keyra og Dodd eltir hann og reynir að skjóta hann. Leonard flýr.

0:52 = S/h: Aftur stutt atriði.

0:53 = Leonard keyrir á afvikinn stað og ákveður að brenna ýmsar minningar, t.d. gamla bók sem eiginkona hans átti. Þá rifjast upp minningar um konu hans, þegar hún var að lesa sömu bókina aftur og aftur. Leonard: Can't remember to forget you.

0:55 = S/h: Leonard talar um lögregluskýrslu. Það vantar blaðsíðu og blaðsíðu í lögregluskýrsluna og strikað er yfir sumar línurnar. Hver gerði það?

0:56 = Leonard vaknar í rúmi sínu og heyrir einhver læti. Hann fer inn á klósettið. Þar er ekki kona hans að deyja, heldur vændiskona sem hann borgaði fyrir að hjálpa sér að sofna.

0:57 = S/h: Leonard lærir í símanum að þessi John G., sem hann er að leyta að, er dópsali.

0:58 = Leonard tekur mynd af mótelinu Discount Inn, þar sem hann er með herbergi. Hann pantar sér ljóshærða vændiskonu, en bara til að hjálpa honum að sofna með þá tilfinningu að kona hans sé enn hjá honum.

1:00 = S/h: Eiginkona Sammys kemur í heimsókn til Leonards og vill ekki rífast um tryggingarnar, en hún hefur ekki áhuga á peningunum, heldur trúir hún ekki – þegar hún sér Sammy – að hann sé svona minnislaus. Hún biður Leonard að svara sér heiðarlega: Trúir þú því að Sammy geti ekki myndað nýjar minningar: I do believe that Sammy should be physically capable to make new memories. Hún þakkar honum fyrir. Þetta er það sem hún vildi fá að vita.

1:03 = Teddy hittir Leonard einu sinni enn og hann varar Leonard við Natalie. Teddy segir að hún þekki dópsala og sé í liði með þeim. Hún útvegar dópsalanum viðskipti frá barnum. Hún mun nýta sér minnisröskun Leonards og hún tekur eftir því í hvaða fötum og á hvaða bíl Leonard er (hvaðan fékk hann fötin og bílinn?).

1:05 = Leonard mótmælir, en Teddy segir honum að hann sé breyttur maður og viti ekki lengur hver hann sé. Teddy segir honum að varast þessa Natalie og lætur Leonard fá upplýsingar um ódýrt mótel: Discount Inn.

1:07 = S/h: Leonard talar í síma, en sér þá tattó á sér sem segir honum að tala ekki í síma!

1:08 = Leonard segir hratt: Skrifaðu þetta niður, skrifaðu þetta niður, en er of seinn, Natalie kemur inn og er með nýlega áverka á andliti. Hún segir að Dodd hafi lamið sig. Hún fær Leonard til að hefna sín á Dodd.

1:10 = S/h: Leonard hringir í mótelstjórann og segist ekki vilja nein símtöl.

1:11 = Natalie kemur inn og segir að Jimmy sé með þessum Dodd í samningi við Teddy. Hún biður Leonard að hjálpa sér og segist vita hvernig hann geti það. Hún byrjar að tala verulega illa um konu Leonards. Leonard verður mjög reiður og á endanun lemur hann hana. Hún gengur út og bíður út í bíl. Leonard leitar að pennum til að skrifa þetta niður en hún er búin að fela alla pennana.

1:14 = Natalie kemur inn eftir nokkrar mínútur og segir Leonard að Dodd hafi lamið sig!

1:15 = Burt bankar á hótelherbergi Leonards og segir að lögreglumaður vilji endilega tala við hann.

1:16 = Natalie spyr Leonard af hverju löggan sé ekki að leyta að ræningja númer 2. Leonard segir þá svo frá að hann hafi komið að konu sinni. Við sjáum Leonard heyra læti, hann fer þá með byssu inn á klósett, sér þar mann vera að nauðga (?) konu sinni – allavega að vefja hana inn í plast – og Leonard skýtur hann. Augnabliki síðar virðist hann rotaður af öðrum (?) manni, þannig að svo virðist sem að 2 menn hafi verið að brjótast inn hjá honum.

1:20 = Leonard kemur inn á pöbb og talar við Natalie. Hún spyr hann spjörunum úr og Leonard útskýrir vandamál sitt. Hvers vegna komstu, segir hún og er greinilega hissa á því í hvaða fötum hann er. Hún spyr um Jimmy, sem hún virðist þekkja og svo um Teddy, sem hún segir að hafi komið inn á pöbbinn leitandi að Leonard.

1:23 = Natalie ákveður að leggja minnispróf fyrir Leonard og hrækir í bjórinn hans.

1:25 = Eiginkona Sammys leggur sambærilegt og endanlegt próf fyrir eiginmann sinn og lætur hann aftur og aftur sprauta sig með insúlíni – hún er með sykursýki. Hann virðist ekki muna að hann er nýbúinn að sprauta hana. Hún bara trúir því ekki. Hún fellur í dá og deyr. Sammy skilur ekki neitt.

1:26 = S/h: Leonard talar enn í síma við e-n officer.

1:27 = Teddy finnur Leonard á tatto stofu og hvetur Leonard að yfirgefa borgina. Hann keyrir um á allt of áberandi bíl. Teddy segir að vondur lögreglumaður sé alltaf að plata hann með því að hringja í hann. Teddy segist vera snitch (sá sem kjaftar í lögregluna) og að þessi vonda lögga sé from out of town.

1:29 = Natalie bankar á bílgluggann hjá Leonard og segir: Hey Jimmy! En sér Leonard.

1:30 = S/h: Leonard er í gömlu fötunum og talar við officer í símanum. Hann segir honum að koma niður í lobbíið og hitta officer Gemmel. Hann segist vera undercover cop. Hann vill ekki koma með Leonard (að hitta Jimmy). It wouldn't be right, segir hann og bætir við: Make him beg.

1:34 = Leonard fer í yfirgefna húsið og bíður þar eftir Jimmy Grants. Jimmy kemur og spyr um Teddy. Leonard lemur hann og klæðir hann út öllum fötunum. Jimmy segir að þú viljir ekki kljást við fólk eins og mig og að hann sé með helling af pening í rándýrum bíl. Leonard drepur hann og tekur mynd af honum. Að lokum þá tekur Leonard fötin hans og svo bílinn líka. Við sjáum eitt og eitt skot af eiginkonunni – minningaratriði.

1:36 = Leonard fer með líkið niður í kjallara og man þá ekki lengur hvað hann gerði – og hann heyrði hinn látna muldra Sammy. Hvernig vissi hann um Sammy? Hann heyrir í Teddy úti og spyr hann hver hann sé. Teddy segist vera löggan sem hjálpi Leonard. Leonard ræðst þá á Teddy. Teddy mótmælir og segir að Leonard hafi verið að drepa nokkra John G. fyrir sig. Teddy hafi verið lögreglan sem vann í málinu og sá eini sem trúði því að ræningjarnir hafi í upphafi verið 2. Teddy hjálpaði svo Leonard, t.d. til að finna seinni ræningjann og sýnir Leonard mynd af því þegar Leonard var nýbúinn að drepa hann. Nema hvað að Leonard hafi ekki munað það lengur en í mínútu.

Teddy tók mynd af Leonard þegar hann er nýbúinn að drepa þann sem rotaði hann.

Teddy tók mynd af Leonard þegar hann er nýbúinn að drepa þann sem rotaði hann.

1:40 = Teddy segir honum að konan hafi ekki dáið, heldur að eiginkona Leonards hafi verið með sykursýki. Sammy var ekki giftur, það var þín kona sem var með sykursýki. Leonard neitar því, en við sjáum þó minningu, sem bendir til þess.

1:43 = Leonard ákveður að trúa þessu ekki. Hann fer út í bíl, skrifar niður bílnúmerið á bíl Teddys og brennir myndirnar af Jimmy Grants nýlátnum og af sjálfum sér hamingjusömum að drepa hinn raunverulega ræningja, nauðgara, morðingja (númer 2).

MIKILVÆG SPURNING: Af hverju gerir Leonard nákvæmlega þetta?

Teddy segir honum að láta ekki svona, en Leonard tekur flotta bílinn, sem líkið á(tti). Hann stelur líka peningunum, byssunni og hendir bíllyklum Teddys út í grasið svo hann geti ekki elt sig.

1:45 = Leonard: I have to believe that when I close my eyes and they are closed that the world still exists. Yeah. We all need memories to remind ourselves who we are. I am no different.

1:46 = Now where was I?

1:48 = THE END.


Dæmi um ofurminni og minnustruflun sambærilega Memento:

1. Ofurminni: Daniel Tammet, sem man allt! Lærði að tala íslensku óaðfinnanlega á viku! Átti lengi vel heimsmet í að muna pí með aukastöfum (22500, já 22 þúsund og 5 hundruð aukastafir):

Slóðin er: http://www.youtube.com/watch?v=_GXjPEkDfek

2. Minnistruflun: Clive Wearing, breskur tónlistarmaður (tónlistarstjóri sinfóníuhljómsveitar) sem fékk sambærilegan minnisskaða og Shelby í Memento:

Slóðin er: http://www.youtube.com/watch?v=Vwigmktix2Y

Hér er hitt fræga dæmið: H.M., sem hét raunar fullu nafni Henry Molaison.

Looking Deeper Into the Brain of “H.M.,”Our Most Famous Amnesiac (1:26 mín.). Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=SQASyR0w8Qo

Bringing New Life to Patient H.M., the man who couldn’t make memories (6:26 mín.). Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=_7akPs8ptg4

SNILLDIN FELLST Í HANDRITINU

Finnst þér Memento flókin mynd. Kannski hjálpar þetta þér!

Finnst þér Memento flókin mynd. Kannski hjálpar þetta þér!

EFTIRMINNILEG ATRIÐI ÚR MEMENTO

Natalie: What's the last thing that you do remember? Leonard Shelby: My wife ...

Natalie: That's sweet. Leonard Shelby: ... dying.

Leonard Shelby: Memory can change the shape of a room; it can change the color of a car. And memories can be distorted. They're just an interpretation, they're not a record, and they're irrelevant if you have the facts.

Teddy: Was he scared? Leonard Shelby: Yeah, I think it was your sinister moustache.

Teddy: You're not a killer. That's why you're so good at it.

Leonard Shelby: There are things you know for sure. Natalie: Such as? Leonard Shelby: I know what that's going to sound like when I knock on it. I know that's what going to feel like when I pick it up. See? Certainties. It's the kind of memory that you take for granted.

Leonard Shelby: Remember Sammy Jankis.

Leonard Shelby: [Running] Okay, what am I doing? [Sees Dodd also running] Leonard Shelby: I'm chasing this guy. [Dodd has a gun, shoots at Leonard] Leonard Shelby: Nope. He's chasing me.

ÓKLYPPT HANDRIT

Leikstjórinn læddi kvikmyndinni í réttri tímaröð inn á diskinn, sem opnast svona.

Í viðhafnarútgáfu af Memento eru þrír diskar:

  • Disk 1: Feature.

  • Disk 2: Special Features.

  • Disk 3: Special Features.

Special Features taki tvo diska. Og svarið er þetta: Ef bendillinn er settur á miðjan magann á þessari útgáfu myndarinnar, þá kemur öll myndin í réttri tímaröð. Dularfullt!

Skoðið vel eftirfarandi mínútur í myndinni og þær munu koma ykkur á óvart!

  1. Mínúta: 1:26.

  2. Mínúta: 1:45.

Memento - remake??

Fréttir berast af því að kvikmyndaverið vilji gera framhaldsmynd af Memento. Hvorki leikstjórinn né Guy Pierce telja það góða hugmynd. En endurgerðir og framhaldsmyndir eru vinsælar. Við sjáum til.

Memento – 6 spurningar + umsögn

  1. Veldu fjórar af eftirfarandi átta persónum í Memento. Lýstu karakterunum stuttlega og segðu frá því hvað varð um viðkomandi: Leonard Shelby; Frú Shelby; Teddy; Sammy Jenkis; Frú Jenkis; Natalie; Jimmy; Dodd.

  2. Á hvaða hátt er handritið í Mementoólíkt öðrum myndum? Útskýrðu í orðum eða með skýringamynd!

  3. Er hægt að vera með svona minnisröskun eins og Shelby? Hvernig lýsir þessi minnisröskun sér?

  4. Bentu á a.m.k. tvö atriði sem setja strik í reikninginn (þ.e. ganga ekki upp) í eftirfarandi söguþræði Memento: Leonard var giftur tryggingarstarfsmaður, sem rannsakaði Sammy Jenkins og konu hans. Tveir innrásarmenn nauðguðu og myrtu konuna hans. Leonard skaut annan en hinn lamdi Leonard í höfuðið. Höfuðhöggið olli heilaskaða sem lýsti sér þannig að Leonard myndaði ekki nýjar minningar. Lögreglan vildi ekki trúa honum um innbrotsþjóf nr. 2, en Leonard komst síðan að því að sá hét ,,J.G.“ Nú leitar Leonard hans og ætlar að drepa hann ...

  5. Hver er að þínu mati hinn sanni söguþráður Memento?

  6. Greindu að lokum hvers konar mynd Memento er (spennu, hryllings, drama, gaman o.s.fr.), nefndu leikstjórann og a.m.k. tvær aðrar myndir sem hann hefur leikstýrt.