Rebel Without a Cause

Titill: Rebel Without a Cause Rebel Without a Cause kápan.

Útgáfuár: 1955.

James Dean er ógleymanlegur í hlutverki sínu. Sjáið hendurnar.

Leikstjóri: Nicholas Ray.

Útgáfufyrirtæki: Warner Bros.

Lengd: 111 mín.

Stjörnur: 7,8* (Imdb) og 9,5/8,6* (RottenTomatoes).

Handrit: Stewart Stern og Irving Shulman.

Framleiðandi: David Weisbart.

Kostnaður/tekjur: $1.500.000/4.500.000.

Trailer: gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=OQ2yda-aehs

 

Helstu leikarar/hlutverk:

James Dean = Jim Stark, 17 ára unglingur, nýfluttur í hverfið. Foreldrar virðast flýja vanda með því að flytja endurtekið.

Natalie Wood = Judy. Jafnaldri Stark, er einnig til vandræða, því lögregla lætur móður sækja hana á lögreglustöðina í upphafi myndarinnar.

Sal Mineo = John "Plato" Crawford. Heldur yngri en Judy og Stark, en vingast strax við þau, sérstaklega við Stark. Mineo er ekki á lögreglustöðinni vegna drykkjuláta, eins og hin, heldur vegna þess að hann skaut hunda. Hann á greinilega við sálfræðilega vandamál að stríða.

Jim Backus = Frank Stark, faðirinn, en ekki mjög föðurlegur.

Ann Doran = Frú Stark, móðirin. Hún virðist ráða heimilinu, allavega biður sonurinn föður sinn endurtekið að standa í hárinu á henni.

Corey Allen = Nuzz Gunderson, töffarinn í skólanum, sá sem ögrar Stark með "chicken-run".

William Hooper = Faðir Judy, hún virðist dýrka hann, en hann segist ekki ná til hennar.

Rochell Hudson = Móðir Judy.

Edward Platt = Ray Femick, skilningsríki unglingaráðgjafinn.

Dennis Hooper = Goon, einn úr strákagengi með Buzz, varð seinna þekktur leikari.

Nick Adams = Chick, annar úr gengi Buzz.

Beverly Long = Helen, fóstra Platos. Hún kemur í stað foreldra hans, sem eru aldrei á staðnum.

Mínúturnar:

001 = Textinn.

Jim Stark er drukkinn á almannafæri.

003 = 17 ára unglingurinn Jim Stark (James Dean) er drukkinn og lögreglan fer með hann á stöðina. Þar eru fyrir Judy (Natalie Wood) og Plato (Sal Mineo).

004 = Lögreglan kallar á Edward Platt (Ray Fremick) til að annast drukkna unglingana. Hans hlutverk er að hafa samband við heimilin.

006 = Edward nær nokkru sambandi við Jim og hvetur hann til að tjá tilfinningar sínar. Jim svara með því að lemja nokkur högg í skrifborðið.

007 = Lögreglan spyr Plato hvers vegna hann drap gæludýrin. Hann getur ekki svarað þeim.

008 = Foreldrar Jim koma að ná í drenginn. Amman kemur men. Foreldrarnir taka ekki vel á málunum og rífast innbyrðis fyrir framan lögregluna.

010 = Foreldrar fara með Jim heim og móðir Judy kemur og nær í hana.

012 = Jim Stark mætir í nýja skólann sinn í Kaliforníu. Hann þekkir engan en kannast auðvitað við Judy og Plato frá lögreglustöðunni.

014 = Jim spyr hvernig hann eigi að snúa sér í skólanum, en strákanrir, Buzz-gengið - fíflast með hann.

016 = Kennsla hefst.

018 = Kennslustund fer fram í Griffith Observatory, Planiterium, þar sem kennari fræðir nemendur sum sólkerfið. Jim reynir að vera fyndinn og baular á kennarann.

Griffith Observatory, rétt utan við Los Angeles.

025 = Jim sest niður fyrir framan Plato og við hliðina á "Buzz" og Judy. Plato varar Jim við að blanda geði við þau.

Griffith Observatory er mjög vinsæll túristastaður vegna allra kvikmyndanna, sem tengjast staðnum.

Ásamt Rebel, þá sýna eftirfarandi myndir atriði í Griffith Observatory: The Cosmic man (1959), The Terminator (1984) og Terminator Salvation (2009), Dragnet (1987), The Rocketeer (1991), The End of Violence (1997), Midnight Madness (1980), Bowfinger (1999), Charlie´s Angels: Full Throttle (2003), Flesh Gordon (1980), Year of the Colossal Beast (1981), The People vs. Larry Flynt (1996), House on Haunted Hill (1999), Queen of the Damnet (2002), Transformers (2007), Yes Man (2008), Funny People (2009), Earth Girls Are Easy (1988) og loks Terminator Salvation (2009). Ótrúleg upptalning!

James Dean styttan. Rebel Without a Cause er heiðruð sérstaklega.

028 = Eftir kennslustundina ræða félagarnir við Buzz hvern þeir eigi að taka fyrir núna. Hvað með nýja nemann, þann sem baulaði, styngur hann upp á. Plato varar Jim við og sýnir honum stórt hús sem þeir geta flúið til. Það býr enginn þar, segir Plato, við getum farið þangað. Gengið sker dekkin á bíl Jims.

Eftir kennslustund í Planitarium ögrar Buzz og unglingagengið Stark.

032 = Jim ætlar ekkert að gera í málinu og fer að ná í varadekkið. En þegar þeir "gogga" að honum, spyr hann, hvort þeir séu að kalla hann "kjúkling." Hann þolir það ekki. Buzz segir Jim að berjast við sig og lætur hann fá hníf. Þeir berjast. Plato reynir að hjálpa Jim, sem þarf ekki á því að halda, þar sem hann nær hnífnum af Buzz. Jim kastar hnífunum í burtu og segist ekki vilja berjast með hnífunm. Forum frekar í kappakstur, "chicken-run," hvað er nú það?

038 = Jim fer heim og fær sér mjólk. Hann sér föður sinn í einkennilegum stellingum, skríðandi á gólfinu. Hann reynir að ná sambandi við föður sinn, segir honum að standa upp. Stark reynir að fá ráð hjá föður sínum út af "chicken-run" áskoruninni, en pabbinn - klæddur í kvenmanns slopp, skilur ekki son sinn. Getur þú svarað mér, spyr hann pabba sinn í sífellu. Jim: Now you give me a direct answer! I want an answer now, I need one!

040 = Judy er heima og hún reynir líka að ná sambandi við föður sinn. Hann skilur hana ekkert - kallar hana "angel-puss". Er verið að segja að unglingavandamál séu í raun pabba-vandamál?

Stark og Buzz rétt fyrir "chicken-run".

044 = Stark keyrir reiður burt frá heimilinu í fræga rauða jakkanum sínum. Hann hittir þá Plato, sem enn varar hann við. Judy fer að tala við Plato á meðan verið er að undirbúa kappaksturinn. Plato lýgur að hann þekki Jim vel.

047 = "Chicken-run" að hefjast. Buzz segir: The first man who jumps out of the car is the chicken.

050 = Bílarnir keyra af stað, Stark stekkur úr bílnum rétt fyrir hengiflugið, en Buzz festir jakka sinn í bílnum og kemst ekki út. Hann hrapar niður og deyr. Stark áttar sig ekki strax á slysinu og spyr: Where´s Buzz?

1949 Mercury bílinn auglýstur.

052 = Allir flýja. Jim, Judy og Plato eru ein eftir. Þau keyra í burtu.

055 = Judy kemur heim.

056 = Stark kemur heim. Hann biður foreldrana að hlusta nú einu sinni á sig. Þau eiga erfitt með það. Hann byrjar að segja frá slysinu í Chicken-run, að hann hafi verið á stolnum bíl og ... Móðir grípur strax inn í. Sonurinn nær þó athygli þeirra og segir þeim frá málinu.

059 = Pabbinn reynir að skilja soninn, en móðirin segir Jim að þetta komi honum (og þeim) ekki við. Við skulum bara flytja, leggur hún til? Why should you take the blame? spyr móðirin. Jim segist vera ábyrgur og vill fara til lögreglunnar. Pabbinn segir að það sé nóg að vita að maður hafi gert rangt, maður þurfi ekki fara til lögreglunnar.

061 = Jim segir: Every time you can´t face anything you say it is my fault and move. Móðir segir að þetta verði allt horfið eftir 10 ár, en Stark biður föður sinn að svara henni, Dad, stand up for me! segir hann. Foreldrar bregðast honum og Jim rýkur út, þó ekki fyrr en hann er búinn að sparka í málverk af móður sinni.

063 = Unglingagengið (xxx) sjá að Jim fer til lögreglunnar og sjá að hann er að kjafta frá.

065 = Stark hringir í Judy, en faðir hennar (William Hooper) svarar og skellir á hann.

067 = Judy fer út og bíður Jim, sem kemur á bíl og þau tala saman. Á sama augnabliki heyra þau að Buzz er með óskalag til Jim. Virðing.

Judy og Jim ná vel saman, Jim kyssir hana.

071 = Plato finnur bréf heima hjá sér frá föður. Hann rænir byssu og hleypur út frá Helen, afrísk ættuðu þjónustustúlkunni (Berverly Long). Foreldrar hans eru hvergi sjáanlegir.

072 = Unglingagengið hengir hænu á útidyrahurðina og faðir Stark kemur til dyra. Þeir spyrja um soninn, en faðirinn veit ekki hvar hann er. Stuttu síðar kemur Plato og spyr líka um Jim.

074 = Plato grunar að Jim og Judy séu í yfirgefna húsinu sem hann sagði þeim frá. Það reynist rétt og þau þrjú fíflast saman um fjölskyldu og ímyndaða framtíð. Þau ná vel saman.

Þríhyrningurinn. Judy, Jim Stark og Plato ná vel saman.

079 =Plato er sofnaður, en Judy og Jim tala saman  um ást. Skyldi þetta vera ást?

080 = Unglingagengið keyrir um og finnur þríeykið í yfirgefna húsinu.

084 = Unglingagengið kemur fyrst að Plato og ógna honum með keðju. Hann verst ofan í tómri sundlaug.

087 = Plato sleppur undan þeim og nær í byssuna. Hann skýtur einn úr unglingagenginu og segir við Jim, Why did you run out on me? Og þegar Jim spyr hvað sé eiginlega að honum þá svarar Plato: You are not my father.

090 = Plato flýr og kemst inn í Planetarium. Lögreglan hefur heyrt skothvellina og er komin á staðinn. Hún umkringir húsið, en Judy og Jim skjótast samt inn. Judy segir við Jim að Plato líti á Jim sem föður sinn og að þau séu raunverulega fjölskylda hans.

Sterkt samband hefur myndast á milli Plato og Jim.

091 = Foreldrar Stark mannast og fara til Ray (sá sem sá um Jim á lögreglustöðinni) í unglingadeildinni. Þegar þangað er komið þá segist hann verða að taka þau með því hann hefur verið kallaður út vegna neyðaratviks.

094 = Þegar þau koma á staðinn þá sér Frank Stark son sinn hlaupa inn í Planitarium. Ray spyr hvort hann sé viss, og Frank svarar: Don´t you think I know my own son?

096 = Jim reynir að tala Plato til og fá hann til að gefast upp og láta sig fá byssuna.

Rauði töffarajakkinn skiptir meginmáli í lokaatriði myndarinnar.

098 = Plato vill ekki láta Jim fá byssuna nema í skiptum fyrir rauða jakkann.

100 = Jim kallar á Ray og segir þau vera að koma út úr húsinu. Lögreglan lofar að skjóta engann.

101 = Jim kemur út og biður lögregluna að bakka. Það gerir hún, en kveikir um leið á kösturum. Plato missir sig og hleypur út með byssuna. Jim stekkur fram og reynir að stöðva hann, en nær honum ekki. Lögreglan skýtur hann.

101 = Frank kemur að syni sínum og segir hann hafa gert allt sem var í valdi hans til að bjarga málinu. Faðirinn segir: You can depend on me. You can trust me. Whatever happens I will stand up with you.

103 = Þjónustukonan Helen kemur og segir: Plato, you have got nobody, bobody.

105 = THE END.

 

Endalok helstu leikara Rebel Without a Cause

James Dean.

Dauði James Dean.

Natalie Wood.

Dauði Natalie Wood.

Sal Mineo.

Endalok Sal Mineo.

http://www.findadeath.com/Deceased/m/Sal%20Mineo/sal_mineo.htm