A Beautiful Mind

 Titill: A Beautiful Mind.

A Beautiful Mind kápan.

A Beautiful Mind kápan.

 

Útgáfuár: 2001.

 

Útgáfufyrirtæki: Imagine Entertainment.

 

Dreyfingaraðili: Universal Pictures & DreamWorks Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Brian Grazer & leikstjórinn.

 

Lengd: 2:15 mínútur.

 

Stjörnur: 8,2* (Imdb) og 7,5* + 9,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Ron (William) Howard (Duncan, Oklahoma, USA, 1954- ).

Ron Howard.

Aðrar myndir sama leikstjóra: Splash (1984), Cocoon (1985), Backdraft (1991), Appollo 13 (1995), Cinderella Man (2005), The Da Vinci Code (2006), Frost / Nixon (2008), Angels and Demons (2009), The Dilemma (2011), Rush (2013), Made in America (2013), In the Heart of the Sea (2015), The Beatles: Eight Days A Week (2016), Inferno (2016). Í framleiðslu eru Solo: A Star Wars Story (2018) (vísinda-kúrekasaga!) og The Perfect Wife (2019?). Þetta eru helstu myndirnar, en ekki allar. Howard hefur einnig verið framleiðandi flestra þeirra og margra annarra mynda. Ron Howard hefur einnig leikið í mörgum myndum og var raunar vel þekktur í Bandaríkjunum, sem barnastjarna í sjónvarpi.

Barnastjarnan.
Ron Howard kornungur í vinsælum sjónvarpsþætti: The Andy Griffith Show.

Ron Howard kornungur í vinsælum sjónvarpsþætti: The Andy Griffith Show.

 

Handrit: Akiva Goldsman, byggt á bók með sama nafni efir Sylvia Nasar.

 

Tónlist: Jame Horner.

 

Kvikmyndataka: Roger Deakins.

 

Klipping: Daniel P. Hanley & Mike Hill.

 

Tekjur / Kostnaður: 313.600.00$ / 58.000.000$ = Nærri 255,600 milljónir dollara í plús!

 

Slagorð: Do?

 

Trailer: Gerið svo vel.


Leikarar / Hlutverk:

John Nash.

Russell Crowe = John Nash, stærðfræðisnillingur.

 

image.png

Jennifer Connelly = Alicia Nash, eiginkona hans.

 

William Parcher.

Ed Harris = William Parcher, sagður starfsmaður leyniþjónustunnar.

 

image.png

Christopher Plummer = Dr. Rosen, geðlæknir.

 

Charles Herman.

Paul Bettany = Charles Herman, fyrsti vinur Nash, eða hvað?

 

Martin Hansen.

John Lucas = Martin Hansen, stærðfræðingur, annar samstarfsmaður Nash.

 

image.png

Til vinstri: Adam Goldberg = Sol og til hægri: Anthony Rapp = Bender, báðir stærðfræðingar og samstarfsmenn Nash.

 

Helinger.

Judd Hirsch = Helinger, yfirmaður stærðfræðideildarinnar í Princeton.

 

Austin Pendelton = Thomas King, fulltrúi Nóbelsverðlaunanna.

 

Vivien Cardone = Marcee, stúlkubarnið sem Nash sér í sífellu.

 


A Beautiful Mind byggir á sönnum atburðum - upp að vissu marki. Það er rétt að John Forbes Nash Jr. fékk Nóbelsverðlaun og einnig að hann sé ánægður með myndina, en hann hefur kannski ástæðu til þess.

John Nash 21 árs, um það bil þegar hann fær doktorsgráðuna frá Princeton.

John Nash á námsárunum og sem fullorðinn maður.

John Nasn. Myndin er tekin í október 2006.

Rangfærslur í myndinni eru þó nokkrar. Hér koma þær helstu:

1. Ron Howard leikstjóri segir að það sé ekki hægt að segja söguna alveg rétt, þar sem að þá yrði þetta ekki góð mynd. Hann segir: "It is an extraordinary story ... one of those that is so strange and ultimately very triumphant, it has to have been real or else you'd find it contrived and totally incredible."

2. John Nash fékk doktorsgráðu aðeins 21 árs, árið 1949, fyrir 24 blaðsíðna riterð. Kenning hans hefur verið nefnd ýmsum nöfnum, frá: the Nash equilibrium yfir í game theory. Munið atriðið þegar vinirnir eru allir á barnum og inn koma nokkrar sætar stelpur, þó ein alveg sérstaklega, sú ljóshærða. Þeir ætla allir að reyna við hana, en Nash dettur þá í hug afbrigði af hagfræðikenningu Adam Smiths, um að allir vinni að sinni eigin velferð og að það eigi að gefa þeim frelsi til þess og markaðurinn mun þá sjá um sig sjálfur. En Nash bendir á að ef allir strákarnir reyni við þessa sætu ljóshærðu þá fái enginn stelpuna (í mesta lagi einn), en hinar verða þá fúlar og vilji ekki vera í 2ru sæti.

3. John Nash var óvenjulegur að því tilliti að hann fékk einkenni geðklofa seint, en einkennin koma lang oftast fyrst fram frá 16 til rúmlea 20 ára. Hjá Nash þá komu einkennin ekki almennilega fram fyrr en seinna. Hann þjáðist því ekki af ofsóknar geðklofa þegar hann vann að doktorsritgerðinni, heldur síðar, þegar hann var orðinn prófessor í stærðfræði við annan háskóla.

4. Nash átti því engan ímyndaðan vin í Princeton, það gerðist síðar. Um þrítugt komu einkennin að fullu fram og þá varð hann frekar snögglega óstarfhæfur. Hann var lagður inn á geðdeild og var settur á geðlyf, fyrst insúlín sprautur og svo thorazine. Nash gat því nánast ekkert starfað stærðfræðilega með einkennunum, ólíkt því sem myndin gefur til kynna.

Um geðklofa. Rúmlega 1% fá alvarleg einkenni geðklofa og fæstir ná sér. Einkennum er oft hægt að halda niðri með lyfjum, en sjúkdómurinn er þó sveiflukenndur. Svo virðist sem að einkennin hafi horfið hjá Nash, örugglega ekki vegna lyfjanna (þau lækna ekki, halda bara sjúkdómnum niðri og eru með slæm hliðareinkenni). Hvers vegna læknaðist Nash? Myndin gefur til kynna að það hafi verið vegna þess að tókst sjálfur á við sjúkdóminn - lærði að gera greinarmun á milli raunverulegra skynjana og ímyndaðra persóna, en kannski er það ofsögum sagt. Kannski læknaðist sjúkdómurinn af sjálfu sér, það gerist, en ekki oft.

 

5.  Einkenni geðklofa (schizophrenia):

  1. Einkennileg orðanotkun.
  2. Málfar: Óljóst/óskýrt/of skýrt/háfleygt.
  3. Haldvillur (t.d. „Ég er guð“).
  4. Mikilmennskubrjálæði.
  5. Ofsóknaræði (aðsóknarkennd).
  6. Ofskynjanir/ofheyrnir.
  7. Skyntruflanir.
  8. Truflun á skapi.
  9. Atferlistruflun: svipur/stelling/hegðun.

 

Sylvia nokkur Nasar hefur skrifað ævisögu Nash, sem einnig heitir: A Beautiful Mind (1998). Hún vill meina að það sé ekki rétt að Nash hafi verið með vaxandi geðklofa, en hún bendir þó á að hann hafi haft nokkur erfið persónuleika einkenni. Nash var t.d. mjög sjálfselskur og almennt egósentrískur. Hún kallar hann a complete dick í bókinni.

Eftir doktorsgráðuna frá Princeton 1949 fékk hann prófessorsstöðu við MIT, sem kallaður er Wheeler skóli í myndinni. MIT er vissulega virtur skóli, en á þessum tíma var stærðfræðideildin þar ekki hátt skrifuð. Þar kynntist hann hjúkrunarkonu, Eleanor Stier og eignuðust þau barn saman. Nash kom illa fram við hana og hefur lítil afskipti haft af dreng þeirra. Hann niðurlægði Stier á almannafæri og hún fór frá honum.

6. Nash var tvíkynhneigður. Hann var í sambandi við 3 menn og var eitt sinn handtekinn í Santa Monica í Kaliforníu fyrir að fróa sér á almennafæri fyrir framan mann, sem reyndist vera lögreglumaður (undercover). Nash hélt því fram að hann hafi verið að kynna sér mannleg viðbrögð, en það var ekki hlustað á þau rök. Nash missti vinnuna út af þessu.

7. Nash og Alicia skildu 1962. Hún gafst upp á afbrigðilegri hegðun hans þegar hann flúði til Sviss og bað um landvistarleyfi sem pólitískur flóttamaður.

8. Þau hófu samband aftur þegar Nash náði sér af geðklofaeinkennunum. Þau giftust aftur og hefur það samband haldist.

9. Alicia fór með Nash til Noregs til að taka á móti Nóbelsverðlaununum, en það er ekki rétt að hann hafi þar þakkað henni fyrir. Í raun þá hélt hann mjög stutta ræðu, óvenju stutta miðað við aðra verðlaunahafa (ég hef lengi reynt að finna þessa ræðu á youtube, en ekki gengið).

10. Sem dæmi um "arrógans" Nash þá hafnaði hann stöðu við virtan skóla, University of Chicago, með þeim orðum að hann væri upptekinn, væri "keisari Suðurheimskautsins"!


Helstu heimildir:

Murray, Rebecca and Fred Topel. "Interview with Ron Howard, Director of A Beautiful Mind." About.com. http://romanticmovies.about.com/library/weekly/aa121501b.htm.

Nashar, Sylvia.1998.  A Beautiful Mind. New York: Touchstone Books.

Vankin, Jonathan & Whalen, John. 2005. Based on a True Story: Fact and Fantacy in 100 Favorite Movies. A Cappella Book: Chicago.


Hlekkir:

Hér er stutt samantekt um sögu John Nash.

 

Hér er mjög merkilegur TED fyrirlestur konu sem talar um raddir í höfðinu (voices in my head). Gerið svo vel:

 

Þetta merkilega myndband byrjar sem viðtal við John Nash heima hjá honum, en þegar það er hálfnað þá gengur sonur hans inn í viðtalið (sjá mynd að neðan). Hann er líka stærðfræðisnillingur, með doktorsgráðu, en greinilega líka haldinn geðklofa. Hann ræðir meira að segja um ofjónir sínar.

 

John Nash og eiginkona létust í bílslysi í Maí 2015.

Góð útskýring á muninum á Geðklofarófsröskunum (schizophrenia) og Hugrofsröskunum (multiple personality disorder / dissociative identity disorder).


Mínúturnar:

0:01 = Textinn.

0:02 = John Nash (Russell Crowe) hittir marga félaga í stærðfræðideild Princeton háskólans.

0:04= John hittir Charles Herman (Paul Bettany) herbergisfélaga. Þeir ná ágætis sambandi.

0:07 = John segir herbergisfélaga sínum að það eina sem hann sækist eftir er að koma fram með a.m.k. eina mjög frumlega hugmynd – kenningu í vísindum.

0:10 = John tapar í leik fyrir skólafélaga sínum. Hann brest illa við. John er augljóslega ekki mikið gefinn fyrir mannleg samskipti.

0:12 = Skólafélagarnir fara á barinn. Þar hitta þeir sætar stelpur og John segir: I don't know what exactly to say, but could we go straight to the sex? Stúlkan svarar með því að slá hann utanundir!

0:15 = Helinger (Judd Hirsch), einn kennara Johns segir honum að hann verði að birta greinar eins og aðrir doktorsnemar. Ekki bíða endalaust eftir einni mjög frumlegri hugmynd. Honum er tilkynnt að hann eigi sér ekki framtíð í skólanum.

0:17 = John fer alveg á taugum og lemur hausnum í gluggann. Vinur hans kemur honum til hjálpar og þeir henda saman öllu draslinu hans út um gluggann. Var John í sjálfsmorðshugleiðingum?

0:19 = Félagarnir eru aftur komnir á barinn og ræða saman um samskiptakenningu Adam Smiths, um bláu höndina, að hver maður leiti eftir eigin hag og ekki annarra. Frjálshyggja byggir á að gefa öllum færi – frelsi, til að leita sér hamingju sjálfur. John fær loks snjalla hugmynd, sem hann sýnir með því að taka dæmi af stelpunum á barnum. Skv. Adam Smith reyna allir strákarnir við ljóshærðu sætu stelpuna. En hún mun hafna öllum og þegar strákarnir reyna við hinar atelpurnar þá munu þær ekki vilja vera til vara og hafna strákunum líka. Adam Smith sagði: Best result comes when every one in the group does what is best for himself. Adam Smith hafði rangt fyrir sér, game theory er rétta svarið. Strákarnir eiga allir að reyna við – strax í byrjun – við næst-sætustu stelpurnar!

0:22 = Helinger kennari tekur vel í þessa nýju og frumlegu hugmynd Johns og hann fær ekki bara að vera áfram í háskólanum, heldur fær hann að velja sér nokkra samnemendur sína sem aðstoðarmenn.

0:24 = John hittir nokkra dularfulla menn, sem tala við hann um dulmálslykla. John er gerður að sérstökum og leynilegum sérfræðingi fyrir herinn – að lesa dulmálslykla Rússa (kalda stríðið er í algleymingi). John sér að ákveðinn dularfullur maður  sem heitir Parcher (Ed Harris) með hatt fylgist með öllu.

0:28 = John er að verða frægur og er kominn á forsíðu Fortune tímaritsins. Félagar hans gera góðlátlegt grín að John, þegar hann gerir lítið úr öðrum fræðimönnum sem nefndir eru í Fortune greininni með honum og þegar hann gerir sér ekki einu sinni grein fyrir því að hann á að kenna.

0:30 = John fer til kennslu og lokar strax öllum gluggum. Einn nemandinn, Alicia Larde – seinna Nash (Jennifer Connelly) leysir málið og biður iðnaðarmennina að stoppa á meðan á kennslu stendur.

0:31 = Parcher talar við John þegar hann kemur út úr kennslustundinni og segist vera frá Varnarmálaráðuneytinu. Þeir ganga saman inn í dularfulla miðstöð og Parcher segir John að hann fái: Top security clearence. Hann talar um Rússa og kjarnorkusprengju.

0:35 = Parcher lætur planta elektróðu innundir skinn Johns.

0:36 = John situr við að skoða sakleysisleg blöð og er að reyna að lesa út úr þeim leynileg skilaboð. Alicia kemur þá til hans og tilkynnir honum að hann hafi gleymt að mæta til kennslu. Hún hafi þó leyst vandamálið sem hann skrifaði á töfluna. Hann er ekki allt of hrifinn af lausninni. Alicia bíður honum þá óvænt út að borða.

0:39 = Þau fara út að borða og Alicia er mjög góð við John og sér alveg um hann þannig að félagsleg fötlun hans verður ekki of áberandi.

0:40 = T.d. sér Alicia að John er að fylgjast með öðru fólki, eins og hann sé með ofsóknaræði og hún snýr honum þá að sér og segir honum að einbeita sér að þessu andliti - andliti hennar.

0:44 = John er algerlega upptekinn af því að lesa dulmál út úr einföldustu textum, dagblöðum og glansritum. Þegar hann er búinn að lesa eitthvað út þá sendir hann leynileg skilaboð af stað og les þá númer af innplöntuðu elektróðunni á handlegg hans.

0:46 = John heldur áfram að hitta Aliciu, en segist ekki mega segja henni frá dularfullri vinnu sinni. Hann kyssir hana og eflaust eitthvað meira.

0:47 = John situr undir tré og leysir dulmál þegar smástelpa Marcee (Vivien Cardone) fer að tala við hann. Hún segist vera frænka Charles.

0:50 = John færir Aliciu demant og biður um hönd hennar. Þau ganga í hjónaband. Hún breytir nafni sínu úr Alicia Larde í Alicia Nash.

0:53 = Parcher kemur á bíl og segir John að hoppa upp í. They are following us, segir hann og mikil skothríð hefst og kappakstur. Þeir ná að láta hinn bílinn keyra út í vatn.

0:55 = John kemur heim og er illa haldinn. Hann talar ekki við konu sína og læsir sig inni. Hann er viss um að hann sé ofsóttur. Hann mætir svo til kennslustundar og gengur strax út aftur.

0:57 = Parcher segir honum að We are closing in, but you must calm down. Eiginkonan er ólétt. John vill hætta, en getur það ekki.

1:00 = Eiginkonan kemur heim og kveikir ljós. John tryllist og segir henni að fara til systur sinnar.

1:01 = John er kominn til Harvard háskólans, þar sem hann á að halda fyrirlestur. Hann hittir þar litla frænku sína og Charles. Í miðjum fyrirlestrinum þykist John sjá njósnara og hann hleypur út.

1:03 = Dr. Rosen (Christopher Plummer) gengur að John og segir honum að koma með sér. John slær til hans, en Rosen og aðstoðarmenn ná honum og keyra með hann á meðferðarstofnun. Allir vinir og samstarfsmenn horfa á þetta gerast.

1:04 = John er kominn á geðlyfið Thorazine og er sljór. Hann er bundinn niður.

1:06 = John biður Charles um hjálp, en Dr. Rosen segist ekki sjá neinn mann.

1:08 = Alicia spyr Dr. Rosen hvað sé að. Schizophrenia, which is often followed by Paranoia. Og Hallucinations. Þetta er geðklofi með ofsóknaræði og ofsjónum. Alicia trúir þessu varla, hún heldur t.d. að Charles sé til, en hún hefur þó aldrei séð hann. Ekki heldur Parcher. Alicia trúir ekki enn, en þá spyr geðlæknirinn: John thinks that I am a Russin spy, is that what you think?

1:10 = Alicia fer í háskólann og sér öll gögnin og hún spyr vini hans og samstarfsmenn hvort þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að John hafi verið með ofsóknaræði. Þá grunaði það, en þeir voru ekki vissir.

1:12 = Alicia skoðar eitthvað hús líka og sér að John er veikur. Hún fer á geðdeildina og talar við John. John segir henni að þau verði að tala lágt, því: They may be listening.

1:13 = Alicia segir John að Sol (Adam Goldberg) hafi elt hann og hún sýnir honum öll bréfin sem hann var búinn að senda. Þau lágu þar óopnuð. You are sick, John.

1:15 = John meiðir sig í hendinni við að finna elektróðuna, en finnur hana ekki. Sjálfsmorðstilraun?

1:16 = Dr. Rosen setur John í raflostsmeðferð, og verður þá að gefa honum sterk deyfilyf fyrst, svo að hann bakbrotni ekki þegar hann fær lostið. Meðferðin er 5 sinnum á viku í 10 vikur.

1:19 = Ári síðar John betri og barnið fætt. Hann er þó feiminn við að sýna sig í Princeton. Eiginkonan segist þvinga sig til að elska hann áfram þótt hann sé breyttur.

1:20 = Alicia fær Sol til að koma í heimsókn. Sol segir honum að slaka á: John you should go easy, There are other things than work. John svarar: What are they?

1:23 = John reynir að lifa eðlilegu lífi og gengur upp og ofan. Hann virðist ekki hafa kynlöngun vegna lyfjanna. Konan fríkar út.

1:25 = John ákveður að taka ekki pillurnar (a.m.k. ekki á kvöldin) til að fá kynlöngunina aftur. Hann fer strax að sjá tákn út úr einföldum textum og sér líka aftur Parcher og félaga. John svarar þeim: You are not real. En allt er orðið svo raunveruelgt aftur. John streitist þó á móti.

1:30 = Apríl 1956. Alicia grunar að John sé aftur orðinn veikur. Hún fer út í kofann, þar sem John hefur eytt miklum tíma. Hann er aftur orðinn ofsóknaróður.

1:32 = Alicia nær að bjarga barninu, en John var að baða það og gleymdi því í baðinu. Hún hringir á dr. Rosen og flýr. John nær þó að hugsa um ímyndanir og raunveruleika. Hann segir að ímyndaða liðið eldist ekki og sé ekki raunverulegt.

1:35 = John ákveður að fara aftur í meðferð, en ekki á lyfjum. Hann segist enn sjá ímyndaða liðið áfram, enda ekki á lyfjum, en hann ætlar að lifa við þetta. Dr. Rosen segir að það sé ekki hægt, þar sem að vandinn sé í huga hans og að hann geti ekki lagað hugann með huganum.

1:37 = John reynir. Hann segir konu sinni að fara frá sér, hann sé e.t.v. hættulegur. Hann ætlar að lækna sig sjálfur. Alicia fer frá honum, en kemur aftur. Hún segir að kannski sé vandinn sé ekki í höfðinu, heldur í hjartanu.

1:42 = 2 mánuðum seinna. John kemur aftur í Princeton háskólann. Hann hittir Martin Hansen (Josh Lucas). Charles reynir að trufla John, en John heldur aftur af ranghugmyndum sínum og biður um vinnu við háskólann. Hann segist vera með: Delusions (ranghugmyndir). Martin spyr hann hvort hann þurfi skrifstofu, en John segist bara vilja vinna á bókasafninu.

1:46 = John á í stíði við ímyndaða vini sína á skólalóðinni: Stress triggers hallucinations (ofskynjanir, í þessu tilviki ofsjónir og ofheyrnir).

1:48 = John gefst ekki upp og fer aftur í háskólann þótt ímyndaða liðið elti hann alla leið. Hann segir Charles að hann muni ekki tala við hann aftur og kveður bæði hann og litlu frænkuna. Hann ákveður svo að mæta í kennslustundir og vinna svo á bókasafninu.

1:50 = John vegnar vel að lifa á skólalóðinni – svolítið skrítinn – en þó í lagi. Hann getur ekki kennt við háskólann, en hann getur stundað rannsóknir og stundum leiðbeint doktorsnemum. T.d. hittir Toby Kelly (Alex Toma), nemandi hann og John getur leiðbeint honum – og öðrum nemendum líka.

1:54 = John vill kenna, en Martin segir honum að hann sé lélegur kennari! Hann fær þó að kenna 1 kúrs. Þá kemur maður, Thomas King (Austin Pendleton), að honum og segist vilja tala við hann. John spyr nemanda hvort að það sé maður þarna að vilja tala við sig. Neminn segir já. Þá tilkynnir Thomas King að John muni hugsanlega fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði.

1:59 = King fer með John inn á kennarastofu og þar gefa honum allir penna sinn í virðingarskyni.

2:00 = John heldur verðlaunaræðuna þegar hann tekur á móti Nóvelsverðlaununum. My task has taken me from the physical, to the metahysical, to the delusional and back. But the only logical thing is love. Hann talar beint til konu sinnar.

2:02 = Sonurinn kemur með frakkann og hjónin kyssast.

123 = THE END.


 

4+1 SPURNING:

  1. Hér að ofan eru nefnd 9 almenn einkenni geðklofa. Skoðaðu fyrstu 3 einkennin. Sérðu þau hjá John Nash (Russell Crowe) í A Beautiful Mind? Nefndu minnst 2 dæmi (þú getur lesið nánar um Geðklofa í sérstakri færslu í þessu bloggi, sem heitir einmitt: Geðklofi).
  2. Hér að ofan eru nefnd 9 almenn einkenni geðklofa. Skoðaðu: einkenni 4-6. Sérðu þau hjá John Nash (Russell Crowe) í A Beautiful Mind? Nefndu minnst 2 dæmi.
  3. Hér að ofan eru nefnd 9 almenn einkenni geðklofa. Skoðaðu seinustu 7-9 einkennin. Sérðu þau hjá John Nash (Russell Crowe) í A Beautiful Mind? Nefndu minnst 2 dæmi.
  4. Nefndu 2 persónur myndarinnar sem eru ímyndaðar, þ.e. bara sýnilegar John Nash.
  5. Mundu svo að lokum að segja þitt persónulega álit á myndinni, með rökstuðningi.

 


Netverkefni:

  1. Finnst þér A Beautiful Mind góð mynd? Hvaða atriði myndarinnar finnst þér standa upp úr í gæðum? Lýstu því og útskýrðu.
  2. Hér að ofan eru nefnd 9 almenn einkenni geðklofa. Skoðaðu fyrstu 3 einkennin. Sérðu þau hjá John Nash (Russell Crowe) í A Beautiful Mind? Nefndu dæmi.
  3. Hér að ofan eru nefnd 9 almenn einkenni geðklofa. Skoðaðu 4-6 einkennin. Sérðu þau hjá John Nash (Russell Crowe) í A Beautiful Mind? Nefndu dæmi.
  4. Hér að ofan eru nefnd 9 almenn einkenni geðklofa. Skoðaðu seinustu 7-9 einkennin. Sérðu þau hjá John Nash (Russell Crowe) í A Beautiful Mind? Nefndu dæmi.
  5. Nefndu 2 persónur myndarinnar sem að eru ímyndaðar, þ.e. bara sýnilegar John Nash.
  6. Hvernig er þessi mynd metin almennt? Getur þú gefið nokkrar vísbendingar um hvað öðrum (kvikmyndahandbækur, netið...) finnst um myndina?
  7. Hvaða tegund af mynd er A Beautiful Mind? Útskýrðu tegundina og nefndu 2 önnur dæmi um myndir í sama stíl.
  8. Getur þú nefnt helstu tegundir af hlutverkum í A Beautiful Mind? Á gamla góða hetjugreiningin við hér? Nefndu dæmi til sanna/afsanna það.
  9. Veist þú um (hefur þú séð) aðra mynd sem fjallar sérstaklega um geðklofa? Hvaða mynd er það og hvor myndin kenndi þér meira um þessa alvarlegu geðröskun?
  10. Hver er boðskapur myndarinnar? Getur þú sagt hann í einni góðri setningu?
  11. Ef þú setur þig í spor kvikmynda-spekúlanta, þá er oft sagt að bandarískar myndir fegri hlutina. Nefndu 2 dæmi um það í þessari mynd.
  12. Er geðklofi það sama og klofin persóna, rofinn persónuleiki, dr. Jekyll & mr.Hyde þemað, klofinn heili, eða ekkert af þessu?