Shine

Shine, 1996 kápan Shine, 1996.

 

Leikstjóri: Scott Hicks.

Handrit: Jan Sardi og Scott Hicks.

Helstu leikarar:

Geoffrey Rush = David Helfgott, sem fullorðinn.

Geoffrey Rush með Óskarinn fyrir Shine, 1997

Noah Taylor = David Helfgott, sem unglingur.

Alex Rafalowics = David Helfgott, sem barn.

Armin Mueller-Stahl = Faðirinn, Eliaz Peter Helfgott.

Joel Kennedy = Suzie, systir Davids.

Beverley Dunn = Beryl Ascott, sú sem uppgötvar David á geðveikrahælinum hún ákveður að taka hann að sér.

Nicholas Bell = Ben Rosen, sá sem kennir David í Ástralíu.

Randall Berger = Isaac Stern, frægur bandarískur píanóleikari.

Googie Withers = Katharine Susannah Prichard, ástralskur rithöfundur.

John Gielgud (gamall vel þekktur breskur leikari) = Cecil Parkes, breskur tónlistarkennari, sá sem ákveður að Helfgott skuli spila Rachmaninoff, píanókonsetinn erfiða.

Lynn Redgrave = Gillian stjörnuspekingur, sú sem giftist David.

Justin Braine = Tony.

Sonia Todd = Sylvia.

Chris Haywood = Sam.

Shine, mínúturnar:

001 = Texti.

002 = David Helfgott er til skiptis leikinn af barni (Alex Rafalowics), unglingi (Noah Taylor) og fullorðnum (Geoffrey Rush). Í þessu atriði kemur David (fullorðinn, leikinn af Geoffrey Rush) inn á kaffihús (diner) og talar í sífellu.

003 = Eigendur gistihússins þekkja David og keyra hann á réttan dvalarstað.

004 = David kemur fyrst fram, með föður sínum Helfgott (Armin Mueller-Stahl), sem píanóleikari ca. 10 ára.

006 = David kemur heim, vann ekki. Teflir við föður sinn.

007 = Pabbinn hamrar á því að það eigi alltaf og almennt að tefla upp á vinning. Hann heilaþvær drenginn og bannar vinum hans að koma í heimsókn.

009 = Ben Rosin (Nicholas Bell), einn dómaranna, sem dæmdi David í annað sæti, kemur í heimsókn. Afhendir stráknum aukaverðlaun, en pabbinn segir að sonur sinn hafi ekki unnið og þarf af leiðandi tapað. Vill engan tónlistarkennara.

011 = Pabbinn kemur að syni sínum að kvöldi vera að reyna að spila sjálfan Rachmaninoff, Píanókonsert nr. 3. Pabbinn vill kenna honum verkið, sem er það erfiðasta sem hægt er að spila.

013 = Faðir skiptir um skoðun og fer með son og vill að Rosen kenni honum Rachmaninoff. Kennarinn segir drenginn ekki tilbúinn að læra slíka tilfinningatónlist, best sé að byrja á Mozart. Faðir ekki sammála en lætur tímabunið undan.

015 = Myndin fer fram og aftur í tíma, við sjáum allt í einu að kaffihúsafólkið kemur með David eldri heim.

016 = David Helfgoff vinnur keppni með því að spila Mozart. Hinn frægi Isaac Stern (Randall Berger) afhendir verðlaunin. Isaac segist vilja fara með David í frekara nám til Bandaríkjanna. Það kostar þó peninga.

020 = Peningum er safnað, og David getur komist til nám til Bandaríkjanna.

024 = David spilar fyrir Vinafélag Sovétríkjanna (?), myndin vinnur svo ekkert úr þessu þema.

025 = David hittir Sonju, unga stúlku, sem pabbinn dregur hann strax frá.

027 = Formlegt bréf kemur frá Ameríku, en pabbinn tryllist og vill ekki að fjölskyldunni verði sundrað. I know what is best – believe me, segir hann.

029 = David brotnar niður og leitar að tónlistarkennara sínum.

030 = Heima kúkar David í baðið (sem pabbinn átti næst að fara í) og faðir lemur hann með blautu handklæðinu.

031 = Rosen tónlistarkennari reynir að tala við föðurinn, en hann hlustar ekki. Rosen fer, en snýr við og öskrar inn um útidyrnar: Don´t you dare let him play that dammned Rachmaninoff. He is not ready for it.

Helfgott gaf síðar út Rachmaninoff píanó konsertinn nr. 3

034 = Stutt skot í nútímann, þar sem David (eldri) er enn með bréfið frá Bandaríkjunum.

035 = David æfir sig á píanó hjá gömlum rithöfundi, Katherine (Googie Withers), sem les upp fyrir hann á meðan hann les.

036 = David keppir í Ástralíu og spilar Rachmaninoff. Úrslitin eru tvísýn á milli hans og Rogers, sem líka er mjög efnilegur píanóleikari.

038 = Verðlaunin tilkynnt, instrumental and vocal competition: Roger Woodward vinnur, en ekki David.

040 = David fær styrk frá Royal College of Music í London. Katherine segir að nú geti faðir hans ekki stoppað hann, David sé orðin sjálfráða – hún gefur honum hanska!

042 = David sýnir pabba sínum bréfið fá London, sem er ekki hrifinn. En strákurinn segist vilja fara samt. Pabbinn lemur hann fyrir framan alla fjöskylduna. Ef þú ferð þá verður þú ekki lengur meðlimur þessarar fjölskyldu, öskrar pabbinn.

044 = Pabbinn brennir úrklipppubókina um David, þar sem hann (David) ákveður að fara til London.

046 = Cecil Parkes (John Gielgud) tónlistarkennari í London kennir David, segir honum að leggja sig allan fram, þetta snúist allt um jafnvægi, en David segir að þetta snúist allt um tilfinningu.

048 = Vinirnir í tónlistaskólanum fara með David á fyllerí.

049 = David sendir Katherine snældu og segir frá sínum málum, og hann bætir við að hann skrifi föður sínum, en hann svari ekki.

050 = Parkes ákveður að spila Rachmaninoff píanókonsert nr. 3 í næstu tónlistarkeppni, en segir að hann verði að læra allar nóturnar utanað, engin mistök verði leyfð.

051 =Parkes segir: þetta kemur allt frá hjartanum. Fyrst er að læra allar nóturnar, en svo að gleyma þeim. Líttu á píanóið sem skrímsli, sem þú verður að temja.

054 = David fer buxnalaust til að ná í póstinn. Hann fær þá erfðagóss frá Katherine, sem er dáin í Ástralíu.

055 = Fyrir keppnina segir Parkes að David verði að spila: like there is no tomorrow.

056 = David spilar, tekur af sér gleraugun og fær sér vindil. David spilar af fingrum fram og lokar oft augunum, hann kann allt vekið utanað.

060 = David klárar verkið og tekst vel upp, en hann rennsvitnar og virðist vera að ganga fram af sjálfum sér. Hann hnígur niður (á staðnum?) strax að verkinu loknu.

061 = David er settur í meðferð – kominn með hreyfitruflanir, hann fær rafstuð – raflostsmeðferð.

062 = David kemur aftur til Ástralíu og hringir í pabba sinn, sem skellir á hann.

063 = Suzie (systir Davids) kemur að heimsælja hann á geðveikjahælið. David svarar henni, horfir ekki á hana, en hver setning hennar færir honum hljóðáreiti sem hann getur ekki annað en leikið sér með. Hann bullar samhengislítið (en ekki samhengislaust) út frá því sem hann heyrir. Hann er með það sem kallað er bergmálstal geðklofa, líka kallað orðasalat.

Helfgott talar (muldrar) í sífellu á meðan hann spilar

065 = David situr og starir út í lofið á hælinu, virðist alltaf vera að spila í huganum eitthvað tónverk. Samt er píanó á staðnum, en hann hreyfir ekki við því.

067 = David labbar inn á Beryl Ascott (Beverley Dunn), þar sem hún er að spila á píanó inn á geðdeildinni. Beryl þekkir hann frá því áður, fær áhuga á honum og fer með hann heim til sín. Hún gefur honum lyfin, og reynir að hugsa um hann. Hún á erfitt með það, hann lætur illa og káfar á henni. Beryl gefst upp á David og setur hann á stofnun.

074 = Starfsmaður sem sér um David á nýja staðnum segir David að vera ekki alltaf að spila á píanóið og að hann þurfi að koma sér út og hreyfa sig. David fer út og hleypur út í rigningunni.

076 = David má spila á píanó á stofnuninni, en spilar svo mikið og er svo hávær að hann kemst ekki lengur í píanóið sitt, þar sem það er læst, svo hann fer óvart að spila á dinernum rétt hjá meðferðarstofnuninni. Þau sjá strax að hann kann að spila. David slær í gegn á staðnum.

077 = David er fenginn til að spila aftur og verður frægur í annað sinn.

079 = Pabbinn sér grein í blöðunum og leitar uppi son sinn. You are a lucky boy David, segir pabbinn og afhendir syni sínum gamla viðurkenningu. Noone will love you like me, segir hann. Hann faðmar son sinn og labbar svo út! Eða er þetta draumaatriði? Er pabbinn dáinn?

082 = David gistir hjá konu sem heitir Sylvia (Sonia Todd), sem kynnir hann fyrir annarri konu, stjörnuspekinginn Gillian (Lynn Redgrave).

083 = David heillar Gillian með furðulegheitum sínum, skrúfandi frá vatni og hoppandi á trampolíni!

084 = David performerar enn á þessum litla diner fyrir áhugasama. Hann er alltaf með sígarettu.

085 = David heilsar öllum eftir spilun, snertir marga, gengur um og muldrar, en fer svo upp í herbergi.

David Helfgott snertir og kyssir í sífellu

086 = Gillian fer upp í herbergi til hans og hjálpar David að skrifa bréf til gamla tónlistarkennara síns í Royal Academy of Music í London. Þau fara saman á tónleika í London hjá Woodward, þeim sem hann tapaði fyrir í keppninni forðum.

089 = Gillian er að fara og þá stamar David upp úr sér að hann vilji giftast henni.

094 = Gillian hugsar málið og spyr (að sjálfsögðu) stjörnurnar. Þær segja já.

095 = Gillian og nýja fjölskylda Davids hjálpar honum fyrir fyrstu opinberu tónleika sína í mörg ár. Þeir takast vel.

096 = Allir eru mættir, þar á meðal mamma hans og Rosen gamli kennari hans. David er svo upprifinn að hann spilar annað lag og grætur um leið.

097 = David fer að gröf föður síns og virðist taka því vel að hann sé dáinn. Gillian hefur góð áhrif á hann, ólíkt föður hans, sem hafði það ekki.

??105 = The end.

Gillian og Helfgott 1998