The Exorcist

Titill: The Exorcist.

image.png

The Exorcist kápan frá 1973.

 

Útgáfuár: 1973.

 

Útgáfufyrirtæki: Warner Brothers.

 

Dreyfingaraðili: Warner Brothers.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: William Peter Blatty.

 

Lengd: 122 mín., en þó eru nokkrar útgáfur til, mislangar, sem nemur nokkrum mínútum.

 

 Stjörnur: 8,0* (Imdb) og 8,9 + 8,6* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: William Friedkin.

 

Handrit: William Peter Blatty, byggt á frægri samnefndri bók eftir sama höfund.

Blatty endurútgaf bókina á 40 ára afmæli myndarinnar og breytti endinum!

Blatty endurútgaf bókina á 40 ára afmæli myndarinnar og breytti endinum!

 

Tónlist: Jack Nitzsche.

 

Kvikmyndataka: Owen Roizman.

 

Klipping: Norman Gay, Jordan Leondopoulos, Evan A. Lottman & Bud S. Smith.

 

Kostnaður/tekjur: 10.497.444$/441.071.011$. Ein tekjuhæsta mynd allra tíma; tekjuhæsta hrollvekja allra tíma.

 

Slagorð:The power of Christ compels you.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Upphaflegi trailerinn, sem var bannaður:

 

The Exorcist Behind the Scenes - um gerð myndarinnar -  4 mínútur:

Stutt (1 mínúta) leirútgáfa, vel gert!

 

The Exorcist: Movie Mistakes 1-5 - 2 mínútur:

 

Flokkun: Hrollvekja, klassík.

 

Leikarar Hlutverk:

Mamman.

Ellen Burnstyn = Chris MacNeil, móðir Regan. Leikur leikkonu!

 

image.png

Linda Blair = Regan Teresa MacNeil, dóttirin, sú sem allt snýst um, verður andsetin (eða þannig). Á þessari mynd er hún svona mitt á milli.

 

Merrin.

Max von Sydow (sænskur leikari) = Father Merrin, prestur og fornleifafræðingur í Nineveh í Írak í upphafi myndarinnar, sá sem leysir Pazuzu djöful Mesópótamíu úr læðingi, sem særingamaður (exorcist).

 

image.png

Lee J. Cobb = Lt. Willam F. Kinderman, rannsóknarlögreglumaðurinn.

 

image.png

Kitty Winn = Sharon, barnfóstran. Í framhaldsmyndunum fær hún stærra hlutverk.

 

image.png

Jack MacGowran = Burke Jennings, kvikmyndaleikstjórinn, sá sem verður svo drukkinn og dettur (?) niður stigann (eða er hent út um gluggann) og hálsbrotnar - raunar hafði höfuðið á honum snúist við.

 

Carras.

Jason Miller = Father Damien Karras, kaþólski presturinn, geðlæknir og sálusorgari, sá sem fær Merrin prest með sér í særingarnar. Takið eftir andliti hans og fornafninu, sem merkir hvað? Algengt fornafn í sambærilegum myndum.

 

Maria Karras, móðir Damions. Sú sem deyr snemma í myndinni.

Vasiliki Maliaros = Maria Karras. Öldruð móðir Karras prests, sú sem deyr snemma í myndinni.

 

Dyer prestur.

Reverend William O'Malley = Father Dyer, sá sem kemur í lokin og veitir Karras syndaaflausn. Hann sést í lokaatriðinu hafna hálsfestinni frá MacNeil, en þyggur gjöfina í hinni útgáfu myndarinnar. Þessi maður var - og er - starfandi kaþólskur prestur.

 

Dr. Klein læknir.

Barton Heyman = Dr. Klein, læknirinn, sá sem rannsakar Regan í upphafi myndarinnar.

 

Peter Masterson = Dr. Barringar Clinic Director – yfirlæknirinn.

 

Rudolf Schundler = Karl, svissneski þjónninn á heimilinu, sem drukkni kvikmyndaleikstjórinn sakar um að vera nasisti.

 

Arthur Storch = geðlæknirinn, sá sem dáleiðir Regan og biður andana að yfirgefa hana – gripinn í klofið!

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

002 = Father Merrin (Max von Sydow) í Nineve, Írak við fornleifa uppgröft. Takið eftir því að ákveðinn drungi er yfir myndefninu. Bæði dimmir gangar, ófögur andlit, ýlfrandi hundar og loks losnar vindur - er djöfullinn að losna úr gröf? - úr læðingi.

004 = Merrin á kaffihúsi í Írak, hann er eitthvað veikur, tekur lyf.

008 = Merrin verður næstum því fyrir hestakerru, snöggt atriði.

010 = Merrin sér styttu af Pazuzu, á sama tíma þá fara hundar að slást. Svo stendur hann andspænis styttunni af Pazuzu.

 

Pazuzu vs Merrin.

Mesópótamíski djöfullinn Pazuzu stendur andspænis Merrin, fornleifafræðingi, presti og særingamanni.

 

011 = Forleik lokið, myndin færist yfir til Georgetown, sem er elsti hluti af Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna.

Skemmtilegt 8:30 mín. myndband um elsta hluta höfuðborgarinnar, Washington D.C. Meðal annars eru viðtöl við leikstjórann, leikarana og handritshöfund.

 

012 = Chris MacNeil (Ellen Burnstyn) er heima hjá sér, hún heyrir einhver læti, upp á háalofti og hún gáir að dóttur sinni, Regan Teresa MacNeil (Linda Blair), sem sefur róleg í rúmi sínu. Að vísu er glugginn opinn og það blæs inn (frá Mesópótamíu?).

013 = MacNeil kvartar við svissneskan Karl (Rudolf Schundler) þjón sinn að það séu rottur upp á háalofti.

014 = MacNeil er að leika í kvikmynd á staðnum, verið er að taka upp e-r stúdentamótmæli.

015 = Presturinn Damien Karras (Jason Miller) ferðast með lest, hann sér gamlan mann sem segist vilja fá pening gefins frá kaþólskum manni.

018 = Karras fer heim til aldraðrar móður sinnar, sem vill ekki fara á elliheimili.

022 = Regan með MacNeil mömmu sinni í kjallaranum, sýnir henni Captain Howdy, draugaleik.

026 = Marras fer á barinn og talar þar við annan prest, hefur áhyggjur af móður sinni og virðist líka þreyttur á vinnunni, sem sálusorgari.

028 = MacNeil vaknar í rúmi sínu og þá er Regan komin uppí, hún gefur þá ástæðu að: My bed was shaking, I can't get to sleep.

029 = MacNeil fer með kerti upp á háaloft, viss um að það séu rottur þar.

030 = Snöggur blossi (?), en MacNeil finnur engar rottur.

Fyrsta senan af mörgum þar sem virðast sjást óhugnanlegir hlutir - hauskúpur, pazuzu styttur og djöflaandlit.

Fyrsta senan af mörgum þar sem virðast sjást óhugnanlegir hlutir – hauskúpur, pazuzu styttur og djöflaandlit.

031 = Prestur kemur með blóm í krikju sína, sér þá að búið er að saurga styttu af Maríu mey.

032 = Regan fer í læknisskoðun og liggjandi í rúmi þar starir hún fram og þá birtist ANDLIT.

Fyrsta birting pazuzu andlitsins í sekúndubrot

Fyrsta birting Pazuzu andlitsins í sekúndubrot.

 

033 = Regan er orðin orðljót og hún sönglar og virðist annars hugar.

034 = Læknir gefur skýringu á undarlegu hátterni stúlkunnar: solar nerve, Regan sýnir ofvirkni, og hún fær rítalín. Læknir segir að þetta gæti líka verið viðbrögð við þunglyndi. Þarf hún geðlækni? Nei, ekki strax, segir læknirinn. Þau ræða að Regan er bæði byrjuð að ljúga og blóta. Hún sagði m.a.: Keep your fingers away from my god-damn cunt.

036 = Karras prestur fer með móðurbróður sínum á spítalann því móðir hann er að verða elliær.

038 = Karras líður illa út af móður sinni, en hefur ekki efni á einkaspítala / elliheimili fyrir hana.

039 = Partí er haldið fyrir kvikmyndagerðarmenn heima hjá MacNeil. Leikstjóri myndarinnar er orðinn verulega drukkinn. Hann móðgar þjóninn Karl og er látinn fara heim.

042 = Regan kemur niður í partíið í náttfötum, pissar á gólfið og segir við Dyer prest: You are gonna die up there.

043 = Móðirin MacNeil fer með Regan í bað og svo upp í herbergi. Skilur hana eftir þar. Stúlkan öskrar, móðir kemur inn og þá er rúmið allt að hristast.

044 = Prestur heimsækir Karras, sem er miður sín vegna þess að móðir hans er dáin. Þeir drekka whiskey saman, Karras segist hafa átt að vera þar þegar móðir hans dó.

045 = Karras sofnar og dreymir draum um móður sína. Í draumnum sér hann hund, hálsfesti, andlit móður og svo hana koma upp neðanjarðar járnbrautarstöð og svo niður aftur. ANDLIT!

Pazuzu djöfullinn birtist aftur í sekúndubrot. Sumir taka eftir því, aðrir ekki.

Pazuzu djöfullinn birtist aftur í sekúndubrot. Sumir taka eftir því, aðrir ekki.

 

046 = Regan fer aftur í læknisskoðun, er nú orðin snælduvitlaus, öskrar, blótar og hrækir á hjúkrunarfólk.

Regan í læknisskoðuninni.

Regan í læknisskoðuninni, þar sér hún í fyrsta sinn pazuzu djöfulinn. Sástuda?

 

047 = Læknarnir finna enga lausn, en gefa skýringuna: It's in the lateral part of the brain. Rúmið hristist vegna muscular spasms, segja þeir. Læknirinn segir: The problem with your dougther is not the bed, its her brain. Leizure in the temporal lobe, a kind of seizure. Geturorsakað: destructive, even criminal behavior. Þ.e. smá skaði í gagnaugablaði getur kallað fram n.k. flogaköst, sem getur orsakað skaðlega, jafnvel glæpsamlega hegðun. Hér er textinn allur:

- - - - -

dr. Klein: Mrs. MacNeil, the problem with your daughter is not her bed; it's her brain.

dr. Klein: It's a symptom of a type of disturbance in the chemical-electrical activity of the brain. In the case of your daughter, in the temporal lobe - it's up here - in the lateral part of the brain. It's rare, but it does cause bizarre hallucinations and usually just before a convulsion ... the shaking of the bed. It's doubtless due to muscular spasms.

Chris MacNeil: Oh no. No, no. That was not a spasm. Look. I got on the bed. The whole bed was thumping and rising off the floor and shaking - the whole thing, with me on it!

dr. Klein: Mrs. MacNeil, the problem with your daughter is not her bed, it's her brain.

Chris MacNeil: So, uhm, what causes this ...?

dr. Klein: A lesion. A lesion in the temporal lobe. It's a kind of seizure disorder.

Chris MacNeil: Now look Doc, I really don't understand how her whole personality could change.

dr. Klein: The temporal lobe is very common ... It could last for days or even weeks. It isn't rare to find destructive, even criminal behavior.

Chris MacNeil: Hey, do me a favor, will ya? Tell me somethin' good.

dr. Klein: Don't be alarmed. If it's a lesion, in a way she's fortunate. All we have to do is remove the scar.

Chris MacNeil: Well give me an example, like what specifically did she say?

dr. Klein: Specifically Mrs. MacNeil she advised me to keep my fingers away from her goddamned cunt.

dr. Klein: She's heavily sedated. She'll probably sleep through tomorrow.

Chris MacNeil: What was going on in there? How could she fly off the bed like that?

dr. Klein: Pathological states can induce abnormal strength. Accelerated motor performance. Now, for example, say a 90 pound woman sees her child pinned under the wheel of a truck. Runs out and lifts the wheels a half a foot up off the ground - you've heard the story - same thing here. Same principle, I mean.

Chris MacNeil: So what's wrong with her?

dr. Klein: We still think the temporal lobe.

Chris MacNeil: Oh what are you talking about, for Christ's sakes? Did you see her or not? She's acting like she's fucking out of her mind, psychotic, like a... split personality or ...

dr. Klein: There haven't been more than a hundred authentic cases of so-called split personality, Mrs. MacNeil. Now I know the temptation is to leap to psychiatry. But any reasonable psychiatrist would exhaust the somatic possibilities first.

Chris MacNeil: So, what's next?

dr. Klein: A pneumoencephalogram, I would think. Pin down that lesion. It will involve another spinal.

Chris MacNeil: Oh, Christ!

dr. Klein: What we missed in the EEG and the arteriograms could conceivably turn up there. At least, it would eliminate certain other possibilities.

- - - - -

049 = Regan fer í flókið tæki sem mælir heilavirkni. Blóðsýni er tekið og blóð sprautast, splatter.

051 = Heilamyndataka sýnir ekkert óeðlilegt. Læknarnir sjá ekkert að: No vascular displacement at all.

052 = MacNeil kallar á læknana heim, Regan er orðin brjáluð í rúminu, höfuðið fer fram og aftur. Hún hendist upp og niður, öskrar og æpir. Slær lækninn. Hún öskrar: This cow is mine, Fuck me, fuck me.

053 = Læknarnir gefa Regan mjög sterkt deyfilyf. Dýrlegt geðrænt ástand, segja þeir, getur stundum kallað fram ofurstyrk, jafnvel hjá barni. Gagnaugablað, segja þeir enn. Hvað með split personality, sem er þýtt sem kleyfhugi! Átti áður að þýða sem rofinn persónuleiki og nú er komið enn annað nafn.

055 = Heila- og æðarit sýnir ekkert, svo nú þarf rafmagnsmælingu á heila electrocelogram, sem er önnur tegund af heilaskanner, núna n.k. röntgen mynd af heilanum. Þeir sjá enn ekkert óeðlilegt.

056 = MacNeil talar enn við læknana, sem hafa ekki lengur nein svör. Leitum til geðlæknis, segir þeir. MacNeil keyrir heim, og þá blikka ljósin í endhúsinu þegar hún kemur inn. ANDLIT.

Ljós kviknar í eldhúsinu og þá sést þetta, en bara í The version... útgáfu myndarinnar

Ljós kviknar í eldhúsinu og þá sést þetta ANDLIT, en bara í The version you have … útgáfum myndarinnar.

 

057 = MacNeil fer inn í herbergi dóttur sinnar, sem er nístingskalt – glugginn opinn. Um leið og hún kemur inn sést ANDLIT pazuzu djöfulsins.

Önnur útgáfa af Pazuzu, mesópótamíska djöflinum

Önnur útgáfa af Pazuzu, mesópótamíska djöflinum.

 

058 = Sharon fór að ná í lyfið, thorazine, og lét Burke leikstjóra sjá um Regan í herberginu á meðan. Maður kemur inn og tilkynnir að Burke sé dáinn. Hann datt niður stiann fyrir utan húsið og er dáinn. Hálsbrotinn.

059 = Um leið og móðirin sér þetta, þá gengur dóttirin á hvolfi niður stigann og spúir blóði út úr sér.

Þetta skelfilega atriði er bara í The version you have never seen útgáfunni

Þetta skelfilega atriði er bara í The version you have never seen útgáfunni.

 

060 = Geðlæknirinn er kominn og hann dáleiðir Regan. Hann heldur að han sé mjög klár. Hann segir: am I speaking to the person inside Regan now? You are hypnotized too. Come forward. Regan svarar með því að grípa í klofið á honum!

061 = Karras prestur er í líkamsrækt, þá kemur Kinderman rannsóknarlögreglumaður (Lee J. Cobb) að spyrja hann spurninga. Kinderman er að rannsaka dauða leikstjórans, sem vissulega datt niður stigann, en bætir við að höfuð hans snéri algerlega öfugt!

066 = Læknarnir bulla um frumstætt form geðveiki: subnaminal possession: svefngöngubólfestu. Þeir hafa engin svör. Læknarnir leggja til særingar: exorcism, it is a stylized ritual, in which the priest tries to drive out the spirit, pretty much discarded, except by catholics. Það virkar, en ekki af þeirri ástæðu sem prestarnir gefa upp, segja læknarnir henni.

069 = Kinderman læknir rannsakar stigann, finnur þar styttu af pazuzu. MacNeil finnur kross í rúmi Regan, veit ekki hvernig hann komst þangað.

070 = Kinderman heimsækir MacNeil heimilið. Hann spyr hvort leikstjórinn hafi verið í herbergi Regans. Watch out for the draft, segir hann. Kinderman telur að leikstjórinn hafi verið drepinn í herbeginu af mjög sterkum manni, sem höfuðkúpubraut hann og henti honum svo út um gluggann.

076 = Kinderman fer, en þá er allt brjálað uppi. Regan er þá með krossinn og stingur honum í klofið á sér. Móðirin kemur inn, en Regan lemur hana, segir henni að sleikja sig og lætur öllum illum látum. Hún snýr meira að segja höfðinu í hring!

Höfuðið á Regan snýst í hringi. Trúlegt, eða þannig.

Höfuðið á Regan snýst í hringi. Trúlegt, eða þannig. Hér sést hvernig þetta atriði var tekið:

078 = Karras prestur og sálusorgari kemur til MacNeil og spjallar við hana. Hann segist bæði vera geðlæknir og prestur. MacNeil trúir honum fyrir málinu og spyr: How do you go about to get an exorcism? Karras er hissa og segir særingar ekki framkvæmdar lengur, var seinast gert á 17du öld. Svo þurfi rannsókn og viðurkenningu frá kaþólsku kirkjunni. Karras segist þó vilja skoða stúlkuna.

081 = Karras fer inn og sér stelpuna, bundna niður í rúminu. Hún er djöfulleg og talar með ýmsum málrómum og á nokkrum tungumálum. Hún segist vera djöfulinn. Hún segir að móðir Karras sé inni í henni og Regan líka. Presturinn segir að hún hljóti þá að vita hvað móðirin heiti fullu nafni, en þá ælir Regan grænu slími á hann! Klassískt hrollvekjuatriði!

084 = Karras segist ekki geta gert særingar nema það sannist að hún sé andsetin. Þegar hún segist vera djöfullinn þá er að það sama og segja að hún sé Napóeon Bónaparte. Það sé ekki að vera andsetinn, heldur með geðklofa.

086 = Presturinn fer og rannsóknarlöggan bíður út í bíl.

088 = Karras kemur aftur, hann er með upptökutæki og vill heyra Regna tala tungum, sem hún kann ekki. Það sannar að hún sé andsetin. Ego te absolvo. Hann skvettir heilögu vatni á Regan, hún engist sundur og saman. Regan öskrar og æpir á mörgum tungumálum.

092 = Karras spilar upptökuna fyrir málvísindamann, sem sýnir honum fram á að Regan er í raun að tala ensku, en bara afturábak.

094 = Karras er kallaður til Regan aftur. Það er ískalt í herberginu og Regan er með skrifað á líkama sinn, á magann: Help me.

095 = Karras fer til kaþólsku kirkjunnar og biður um leyfi til að særa djöfulinn út. Biskupinn segir að hann megi gera það en að hann þurfi aðstoðarmann, the exorcist: fornleifafræðinginn frá Nineveh í Írak. Hann er gamall og reyndur, en hann framkvæmdi áður særingu í Afríku, sem stóð yfir í langan tíma. Gekk mjög nærri honum.

098 = Merrin kemur að húsinu, daugalegt. Hann er tilbúnn að ganga í málið, særingar hefjast.

099 = Merrin sendir Karras til að ná í heilagt vatn, biblíuna og fleira. Svo leggja þeir í hann. Merrin segir að það séu a.m.k. þrír persónuleikar inni í Regan, en Merrin segir að það sé bara einn – djöfullinn.

102 = Prestarnir skvetta heilögu vatni á Regan og lesa upp úr biblíunni. Hún lætur öllum illum látum og spítir grænu sulli á Merrin líka.

Allar hrollvekjur er með

Allar hrollvekjur er með “splatter” atriði!

 

104 = Þeir lesa meiraupp úr biblíunni, og rúmið byrjar að hristst. Það fer að lyftast. Ljósið blikkar og ANDLIT birtist.

Pazuzu vs Regan.

Pazuzu vs Regan.

 

105 = Merrin tekur um enni stúlkuunnar og grænt sull vellur út úr henni. Athugið að á þessum tíma heyrist mjög sterkt og pirrandi hljóð á meðan á átökunum stendur.

106 = Merrin ræðst á Regan og heimtar að djöfullinn yfirgefi hana. Hún lyftist upp frá rúminu og allt hristist. It's the power of Christ that compels you. The power of Christ compels you. Þeir segja þetta í sífellu, og Regan sígur smám saman niður aftur.

109 = Merrin og Karras ná Regan niður aftur, en þegar hún er nærri komin niður þá sest hún upp og þá kemur pazuzu styttan enn í ljós ANDLIT. Regan - djöfullinn gefst ekki upp, hún berst enn, lemur Karras. Prestarnir eru uppgefnir.

111 = Prestarnir fara út og Karras spyr í örvæntingu: Why this girl, it dosn't make sense?

Merrin svarar: I think the point is to make us dispare. To make us look like animals and ugly. To reject the possibliity that god could love us. Leikstjórinn kallar sjálfur þetta merkilegasta augnablik myndarinnar. Af hverju?

112 = Karras fer inn og spyr Regan um móður sína og ýmsa aðra. Regan talar við Karras sem móðirin. Karras er að gefast upp, þar sem Regan djöfullinn talar eins og móðir hans. Merrin rekur hann fram.

114 = Merrin nær í kross, biblíu og heilagt vatn. Hann blessar Regan og skvettir heilögu vatni á hana.

115 = Karras fer út, er mjög hugsi og veit ekki hvað hann á að gera. Hann svarar móðurinni, sem spyr hvort að stelpan muni lifa. Loks er Karras ákveðinn í því hvað hann á að gera.

Karras á því augnabliki þegar djöfullinn er að fara úr Regan og í hann.

Karras á því augnabliki þegar djöfullinn er að fara úr Regan og yfir í hann.

 

117 = Karras fer inn, sér Merrin dáinn við rúmið. Hann ræðst á stelpuna, segir andanum að koma inn í sig og þegar það er um það bil að gerast þá stekkur hann út um gluggann (í glugganum sjáum við ANDLITI bregða fyrir) og deyr.

Karras var greinilega búinn að ákveða að hoppa út um gluggann um leið og hann fann djöfulinn færast yfir í sig.

Karras var greinilega búinn að ákveða að hoppa út um gluggann um leið og hann fann djöfulinn færast yfir í sig.

 

Í lokasatriðiunu kemur prestur – father Dyer (Reverend William O'Malley) – að honum og tekur í hönd hans og spyr, vilt gera játningu? Karras er ekki alveg dáinn. Fer djöfullinn þá í hann?

Exorcist trðppurnar.

Exorcist tröppurnar í Washington D.C.

 

119 = Daginn eftir er fjölskyldan að yfirgefa húsið. Allir eru að ná sér og Regan er að verða söm – læknuð – aftur. Barnfóstran kveður og lætur móðurina fá hálfsesti sem hún fann inni í herberginu. Presturinn sem veitti Karras syndaaflausn kemur til að kveðja og móðirin segir Regan ekki muna eftir neinu. Í lokaatriðinu þá gefur móðirin Dyer presti hálsfestina. Hann vill hana ekki.

120 = Kinderman kemur og hittir Dyer prest þegar fjölskyldan er farin. Rannsóknarlögreglumannðurinn bíður Dyer í bíó! Hann bullar enn um kvikmyndaleikara.

Upprunalegi endirinn:

 

Í seinni endanum er ekki gert eins mikið úr sambandi prestsins og lögreglumannsins og sést hér. Þá hittast þeir í lokin, tala aðeins saman, en labba svo hvor í sína áttina. Hvað á þetta allt að merkja?

 

 

121 = THE END.

 

Margar framhaldsmyndir hafa verið gerðar, flestar nokkuð góðar. Það sem er sameiginlegt þessum myndum öllum er að leikaraval er gott, yfirleitt góður leikstjóri og Blatty er handritshöfunur þeirra allra, meira að segja líka leikstjóri myndar þrjú.

The Exorcist II:

Exorcist II: The Heretic, 1977 kápan

Exorcist II: The Heretic, 1977 kápan.

 

The Exorcist III:

The Exorcist III, 1900 kápan

The Exorcist III, 1900 kápan.

 

The Exorcist: The Beginning.

Kápan fyrir Exorcist the beginning, 2004

Exorcist: The beginning, 2004 kápan.

 

Framleiðendur Exorcist: The Beginning voru svo óánægðir með rólega og yfirvegaða mynd leikstjórans, Paul Schrader, að þeir breyttu myndinni. Þeir (Morgan Creek productions) réðu leikstjórann Renny Harlin og hann bættu við öskrandi konum og splatter atriðum, sem auka hræðsluna, hjálpa ekki handritinu. Leikstjórinn fékk þó leyfi til að gefa út sína eigin útgáfu af myndinni:

Dominion: Prequel to the Exorcist, 2005 kápan

Dominion: Prequel to the Exorcist, 2005 kápan.

 

Þessi útgáfa - Dominion: Prequel to the Exorcist - er mun betri og gefur nokkuð heildstæða mynd af upphafi þessa alls. Það er í Afríku, sem þetta hófst allt saman.

 

Kaþólska kirkjan og særingar

Presturinn segir í myndinni að særingar heyri sögunni til, en þegar betur er að gáð, þá virðast þær hafa verið stundaðar alla tíð, þó mismikið eftir löndum. Mest er þetta tengt kaþólsku og eru flest dæmin frá spænskumælandi löndum og sérstaklega Ítalíu. Hér fyrir neðan er bara eitt dæmi af mörgum, sem auðveldlega má finna á netinu.

 

Verkefni fyrir kvennaskólanema: Svarið eftirfarandi spurningum:

  1. Berðu saman The Exorcist og The Omen. Hvor er betri og hvers vegna? Hvernig eru þær ólíkar?
  2. Hvernig flokkar þú The Exorcist?
  3. Þú sagðir The Exorcist líklega vera hrollvekju. Þó má benda á að hún er líka mjög sannkristin mynd. Hvernig þá?
  4. Hvað er það sem gerir The Exorcist að hrollvekju? Útkýrðu það hvernig þú varst hrædd og hvers vegna.
  5. Hver er þessi djöfull sem vísað er til í The Exorcist og hvernig losnar hann úr læðingi?
  6. Til eru margar útgáfur af myndinni, sem allar heita The Exorcist, eða The Exorcist: The Version You Haven't seen Yet eða The Exorcist: Directors Cut og raunar fleiri. Það furðulega er að þær eru allar alveg eins og jafn langar. Þó munar nokkrum sekúndum - af hverju?
  7. Hvaða litla viðbót er það sem hér um ræðir? Tókstu eftir þessum skotum í upphafi?
  8. Hvaða er það sem táknað er í þessum skotum?
  9. Hrollvekja er sögð vera með rólegu fjölskyldulífi í 15 mínútur, svo innrás hins illa, síðan uppgjöri og loks aftur eðlilegu fjölskyldulífi í l okaatriðinu. Gerist þetta í The Exorcist?
  10. Hvað heita framhaldsmyndir The Exorcist, en þær eru nokkrar?