KÓMEDÍA- GRÍNGREINING

GREININGU Á KÓMEDÍU (GRÍNMYND, HÚMOR). HVAÐ ER FYNDIÐ OG HVERS VEGNA? TEGUNDIR HÚMORS. Í þessum texta er hugmyndin að skoða líkamlegan húmor, ekki orðahúmor. Við skulum skoða hvernig húmor virkar þegar hann er fluttur í gengum líkama, með líkama, eða með öðrum orðum í formi einhvers karakters. Það er nefnilega með líkamlegum tilbrigðum sem við erum oft fyndin og þá sérstaklega þegar okkur tekst að koma fyndninni á framfæri með ákveðnum karakter.

Elstu leikrit koma í þremur tegundum, harmleikur, gleðileikur og púkaleikur.

1, HARMLEIKUR. Dæmigerður harmleikur er þríleikurinn um Ödípús eftir Sófókles (kvikmyndað Oedipus Rex 1957 (Tyrone Guthrie), Oedipus Rex 1967 (Pier Paolo Pasolini) og loks Oedipus the King 1968 (Philip Saville).

Ödipús er dæmigerður grískur harmleikur þar sem allt fer úrskeiðis. Ödípús er yfirgefinn sem kornabarn af foreldrum sínum, vegna þess að spákona sagði að hann myndi skaða foreldra sína. Alinn upp annars staðar drepur Ödipús föður sinn (án þess að vi…

Ödipús er dæmigerður grískur harmleikur þar sem allt fer úrskeiðis. Ödípús er yfirgefinn sem kornabarn af foreldrum sínum, vegna þess að spákona sagði að hann myndi skaða foreldra sína. Alinn upp annars staðar drepur Ödipús föður sinn (án þess að vita hver hann er) og bjargar borgríki og fær drottninguna fyrir. Það er ekki fyrr en hann hefur eignast með henni 2 börn að það rennur upp fyrir honum að hún er móðir hans. Talandi um bömmer.

Hamlet eftir Shakespeare (margar kvikmyndir, t.d. með Sir Lawrence Olivier 1948, önnur bresk 1969, ítölsk (Franco Zeffirelli með Mel Gibson í hlutverki Hamlets) 1990 og loks Kenneth Branagh 1996). Allar þessar myndir heita einfaldlega Hamlet. Loks má nefna nútímaverkið Lord of the Ring þríleikinn eftir Tolkien (kvikmynd: Peter Jackson).

Sir Laurence Olivier varð fyrstur til að kvikmynda Hamlet - 1948. Bæði leikstjóri og aðalleikari - lék Hamlet sjálfan. Þessi mynd er 2;34 mín og fær 7,8*.

Sir Laurence Olivier varð fyrstur til að kvikmynda Hamlet - 1948. Bæði leikstjóri og aðalleikari - lék Hamlet sjálfan. Þessi mynd er 2;34 mín og fær 7,8*.

Kenneth Branagh endurtók leikinn (lék Hamlet og leikstýrði) árið 1996. Myndin fær 7,8* og er hvorki meira né minna en 4 tímar og 2 mínútur! Branagh sleppti engu og myndin er Yfir 50 kvikmyndir hafa verið gerðar frá árinu 1900.

Kenneth Branagh endurtók leikinn (lék Hamlet og leikstýrði) árið 1996. Myndin fær 7,8* og er hvorki meira né minna en 4 tímar og 2 mínútur! Branagh sleppti engu og myndin er Yfir 50 kvikmyndir hafa verið gerðar frá árinu 1900.

 

  1. GLEÐILEIKUR. Dæmigerður gleðileikur er Lýsistrata eftir Aristófenes. Some Like it Hot (Billy Wilder 1959) með Jack Lemmon, Tony Curtis og Marilyn Monroe. Nútímakómedía er t.d. Four Weddings and a Funeral (Mike Newell 1994), A Fish Called Wanda (Charles Cricton 1988) og Love Actually (Richard Curtis 2003).
  2. PÚKALEIKUR. Ekki er augljóst hvað púkaleikur er. Líklega er hann eins og teiknimynd, eða ærslaleikur, svona hurðaskellir, misskilningur og almenn vitleysa. E.t.v. má hér nefna dæmið Dude, Wheres My Car? (Danny Leiner 2000), Wayne’s World (Penelope Spheeris 1992) og Wayne’s World 2 (Stephen Surjik 1993).

Húmor, kómedía, brandarar og hlátur einkenna bæði púkaleiki og gleðileiki, á meðan aðeins fábjánar hlæja nokkurs staðar á Hamlet sýningu! Þar er ekki einu sinni að finna ,,comic relief” (eins og t.d. jókerinn sem oftast má finna í hasarmyndum, t.d. apinn í Indiana Jones, Joe Pesci í Lethal Weapon 2 (1989), Lethal Weapon 3 (1992) og Lethal Weapon 4 (1998). Austin Powers hefur slegið í gegn sem grínleikari og handritshöfundur. Austin Powers: International Man of Mystery 1997 og Austin Powers: The Spy Who Shagged Me 1999. Nú er Mike Myers búinn að gera þriðju myndina: Austin Powers in Goldmember (2002). Ég geri ráð fyrir að þú hafir séð minnst eina myndina (líklega allar!). Að hverju hlóstu? Við skulum sjá til.

Rowan Atkinson.

Rowan Atkinson.

Stutt samantekt á kenningu Rowan Atkinsons (Mr. Bean) á myndbandinu frá 1992: Visual Comedy um hvað sé “líkamlegur/sjónrænn” húmor (physical/visual comedy), í samanburði við orðahúmor (t.d. “Tom Cruise eða krukka?”).

Myndband þetta heitir ýmsum nöfnum, þ.á m. Physical Humor.

Myndband þetta heitir ýmsum nöfnum, þ.á m. Physical Humor.

Rowan fjallar bara um sjónrænan – líkamlegan - húmor, það sem við sjáum fyrir okkur (þú sérð lafði Díönu ekki fyrir þér í: “Lafði Díana eða hékk hún?” eða “Hvar var lafði Díana í bílnum? Á mælaborðinu!”– ég vona það allavega!). Orðahúmor er ekki til umræðu hér. Sjá þó annað blað (dæmigerður orðahúmor).

Rowan Atkinson er eingöngu að ræða líkamlegan húmor, húmor sem er framkvæmdur með hegðun, húmor sem hægt er að horfa á og sjá, ekki húmor sem þú hlustar á. Húmorinn varðar útlit, líkama eða líkamshluta, jafnvel karakter (sbr. “það er fyndið eins og hann segir það”). Sjáðu fyrir þér Gö og Gokke, Chaplin, The Three Stooges, Marxbræður, Jacques Tati, Bleika pardusinn, Jón Gnarr… o.s.frv. Fyndnin felst fyrst og fremst í því hver (þ.e. hvaða karakter) segir brandarann. Greining Rowans fylgir. Skrifaðu hjá þér einstök dæmi úr Austin Powers. Æfum okkur þó fyrst með atriðum frá vini ykkar Mike Myers. Skilgreining Atkinsons er þessi. Hlutur eða maður er fyndinn með því að:

1. Rowan nefnir fyrst þetta: Hegða sér óeðlilega, gera eitthvað óvænt.

2. Rowan nefnir næst: Vera á óvæntum stað.

3. Rowan nefnir næst: Vera af rangri stærð.

Næst tekur Rowan Atkinson fyrir Aðferðirnar við að vera fyndinn. Þær eru:

4. Ærslaleikur: a) Hamagangur (slapstic) og b) Ofbeldi (violence).

5. Galdrar og fjarstæða: a) Galdrar (magic) og b) Fjarstæða (surrealism).

6. Eftirherma og skopstæling: a) Eftirherma (imitation) og b) Skopstæling (parody).

7. Látbragð og líkamstjáning: a) Látbragð (mime) og b) líkamstjáning (body language).

8. Líkamstjáning vísar til þess að brandarar eru settir í ákveðnar stellingar – líkamlega eða andlegar (jokes with an attitude). Þetta er gert með því að grínistinn þróar með sér karakter. Dæmi um þá eru Austin Powers, Mr. Bean, Chaplin, Ace Ventura (eða bara Jim Carrey sjálfur).