The Silence of the Lambs

image.png

The Silence of the Lambs kápan.

 

Önnur kápa, áherslan er greinilga á þau tvo: Hannibal og Starling.

Önnur kápa, áherslan er greinilga á þau tvo: Hannibal og Starling.

 

Útgáfuár: 1991.

 

Útgáfufyrirtæki: Orion Pictures.

 

Dreyfingaraðili: Orion Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Kenneth Utt, Edward Saxon & Ron Bozman.

 

Lengd: 1:58 klst. (118 mín).

 

 Stjörnur: 8,6* (Imdb) og 9,6 + 9,5* (RottenTomatoes) - gríðarlega háar tölur!

 

Leikstjóri: (Robert) Jonathan Demme (1944-2017). Baldwin, Nassau County, New York, Bandaríkin.

 

Allar myndir leikstjóransCaged Heat (1974), Crazy Mama (1975), Fighting Mad (1976), Handle with Care (1977), Last Embrace (1979), Melvin and Howard (1980), Swing Shift (1984), Something Wild (1986), Swimming to Cambodia (1987), Married to the Mob (1988), The Silence of the Lambs (1991), Philadelphia (1993), Beloved (1998), The Truth About Charlie (2002), The Manchurian Candidate (2004), Rachel Getting Married (2008), A Master Builder (2013), og Ricki and the Flash (2015). Demme gerði einnig margar heimildamyndir, þ.á m. um fræga tónlistarmenn eins og David Byrne: Stop Making Sense (1984), Neil Young: Neil Young: Heart of Gold (2006) og Justin Timberlake: Justin Timberlake - The Tennessee Kid (2016).

Handrit: Ted Tally eftir úrvalsbók eftir Thomas Harris.

Thomas Harris með fyrstu bókina í Hannibal seríunni.

Thomas Harris með aðra bókina í Hannibal seríunni: The Silence of the Lambs. Fyrsta bókin var Red Dragon. Löngu seinna skrifaði hann seinustu bókina í Hannibal seríunni, en þar er hann orðinn aðalpersónan, enda heitir bókin einfaldlega Hannibal. Að lokum skrifaði Harris svo um upphafið: Hannibal Rising. Í heild svona:

Höfundur: Ár: Titill: Lýsing.

Thomas Harris. 1975. Black Sunday. Bók sem hefur ekkert með Hannibal þemað að gera. Um hryðjuverkamann sem undirbýr árás á Superbowl útslitaleikinn.

Thomas Harris. 1981. Red Dragon. Hannibal er í fangelsi eftir að hafa starfað áður sem geðlæknir og sérstakur ráðgjafi FBI lögreglunnar. Þegar annar morðingi gengur laus, þá er leitað til Hannibals, því hann hlýtur að skilja svona brjálaða morðingja, enda bæði sjálfur geðlæknir og raðmorðingi! 

Thomas Harris. 1988. The Silence of the Lambs. Enn er Hannibal í fangelsi, en sleppur þó út og nær að hefna sín á fangelsistjóranum. Áður en það gerist þá er Hannibal aftur orðinn ráðgjafi lögreglunnar, nema hvað hann vill bara tala við unga óútskrifaða konu úr FBI skólanum. Hann segir henni - Clarice Starling - þó í lokin að hann ætli ekki að ásækja hana.

Thomas Harris. 1999. Hannibal. Hér gengur Hannibal loks laus, starfar sem safnvörður (!) á bókasafni í Flórens (hann teiknaði myndir af dómkirkjunni í Flórens í fangelsinu í The Silence of the Lambs). Bæði FBI (Clarice Starling) og brjálaður milljarðamæringur eru á eftir honum. Milljarðamæringurinn er á undan að ná honum - með aðstoð spiltra FBI manna, en þegar Starling kemur á staðinn þar sem millinn er með Hannibal, þá fer allt úr skorðum.

Thomas Harris. 2006. Hannibal Rising. Her fjallar Harris að lokum um ímyndað upphaf Hannibals og notar sér sögu Úkraínumannsins Andrei Chicatillo, sem drap yfir 50 börn og unglinga, pyntaði þau hryllilega og er líka sakaður um mannát.

 

Tónlist: Howard Shore.

 

Kvikmyndataka: Tak Fujimoto.

 

Klipping: Craig McKay.

 

Tekjur: 272.700.000$. Kostnaður: 19.000.000$. Hvorki meira né minna en 252.100.000 dollara í plús!

 

SlagorðI'm having and old friend for dinner.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 The Silence of the Lambs trailer.


Leikarar / Hlutverk:

FBI neminn, Clarice Starling.

Jodie Foster = Clarice Starling, FBI nemi. Hún er ekki enn útskrifuð, en fær samt mikilvægt verkefni.

Hannibal, geðlæknir og raðmorðingi.

Anthony Hopkins = Dr. Hannibal Lecter, geðlæknir. Hann er í fangelsi við upphaf myndarinnar.

 

Scott Glenn = Jack Crawford. Yfirmaður við FBI akademíuna, nánar tiltekið: The Behavioral Science Unit.

 

Hinn ekki svo geðþekki fangelsisstjóri, Dr. Frederick Chilton.

Anthony Heald = Dr. Frederick Chilton, fangelsisstjóri. Hinn ekki svo geðþekki geðlæknir, sá sem stjórnar Hannibal í fangelsinu. Þótt Anthony Hopkins og Jodie Foster hafi bæði fengið Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni, þá er Anthony Heald í raun enn betri, því hann er svo innilega óþolandi.

 

image.png

Ted Levine = Jame Gumb, raðmorðinginn sem gengur laus. Raðmorðinginn, kallaður Buffalo Bill vegna þess að hann safnar skinni.

 

Frankie Gaison = Barney Matthews. Kurteisi fangavörðurinn. Ólíkt Dr. Chilton, fangelsisstjóra, þá dettur Hannibal ekki í hug að drepa hann. Þeir eru meira að segja kunningjar í næstu bók.

 

Diana Barker = Ruth Martin, þingkona - senator. Buffalo Bill rænir dóttur hennar.

 

Catherine Martin, dóttir þingkonunnar.

Brooke Smith = Catherine Martin, dóttir þingkonunnar og seinasta fórnarlamb Buffalo Bills, sú sem slapp.

 

Öllum á óvart vann myndin öll helstu Óskarsverðlaunin. Takið eftir að sá sem fékk handritsverðlaunin (næst lengst til hægri), lék smátt hlutverk í myndinni (krufningaratriðið).

Öllum á óvart vann myndin öll helstu Óskarsverðlaunin. Leikstjórinn, Demme, er fyrir miðju. Takið eftir að sá sem fékk handritsverðlaunin (næst lengst til hægri), lék smátt hlutverk í myndinni (krufningaratriðið).

 

The Silence of the Lambs vann öll helstu Óskarsverðlaunin, besta myndin, fyrir leikstjórn, besta leikkona og besti leikari í aðalhlutverki og besta handritið. Aðeins tvær myndir í sögu Óskarsins höfðu áður afrekað það: It Happened One Night (Frank Capra, 1934) og One Flew Over the Cuckoo's Nest (Milos Forman, 1975).

Raunar vann The Silence of the Lambs einnig eftirfarandi verðlaun (og tilnefningar):

Besta leikstjórinn: Vann: Óskarsverðlaun.

Besta leikstjórinn: Útnefning: Golden Globe.

Besta myndin: Útnefning: BAFTA verðlaunin.

Besti leikstjórinn: Útnefning: BAFTA verðlaunin.

Besta hrollvekjan: Vann: Saturn verðlaun.

Besta leikstjórinn: Vann: Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlin.

Besta myndin: Tilnefning: Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlin.


 

The Silence of the Lambs, mínúturnar:

0:01 = Texti; Clarice Starling (Jodie Foster) er nemandi í FBI Academy í Quantico í Virginíu.

0:05 = Starling er kölluð á fund Jack Crawford (Scott Glenn), yfirmanns síns.

0:07 = Crawford felur Starling það verkefni að taka viðtal við fangelsaða geðlækninn dr. Hannibal Lecter, sem hingað til hefur neitað að svara öllum spurningarlistum (þeim sem sagt er svo vel frá í sjónvarpsþáttunum vinsælu: Mindhunter).

0:08 = Starling hittir hinn leiðinlega Frederick Chilton (Anthony Heald) geðlækni og fangelsisstjóra.

0:09 = Chilton fylgir Starling í fangaklefann, þar tekur hinn kurteisi Barney Matthews (Frankie Gaison) fangavörður við henni.

0:11 = Starling gengur eftir ganginum og einn fanginn „Multiple Miggs“ segir: I can smell your cunt.

0:12 = Starling hittir Hannibal (Anthony Hopkins) í klefa sínum. Hann kemur kurteislega fram við hana. Takið sérstaklega eftir samleik þeirra.

0:15 = Þau byrja að tala um raðmorðingja, kallaður Buffalo Bill, sem Hannibal verður ráðgjafi um.

A census taker once tried to test me. I ate his liver …

Ef þú vilt heyra þetta aftur? Silence of the Lambs, 1991. Hannibal: I censor once tried ...

0:17 = Hannibal: A sensor once tried to test me. I ate his liver with some fava beans and a nice bottle of Chianty, - ssssshhhh.

0:18 = Hannibal lætur af reiði sinni gagnvart Starling vegna ókurteisar framkomu Multiple Miggs og öskrar á Starling: Go seek YOUR SELF!

0:20 = Starling er aftur komin í þjálfun.

0:21 = Crawford hringir í Starling að Miggs sé dauður. Hannibal „lét“ hann gleypa tunguna í sér.

0:22 = Starling finnur út að YOURSELF vísar í geymslurými (með því nafni) > leigt í 10 ár af einhverri Miss Hester Mofet. Finnur höfuð. Hester Mofet þýðir (orðaleikur) í raun: Raðaðu "Miss Hester Mofet" upp öðruvísi og: Miss the rest of me!

0:26 = Starling aftur komin í viðtal til Hannibals. Hún spyr hver eigi höfuðið sem hún fann í geymslunni: Benjamin Raspail, segir Hannibal. Var með: a typical manic / depressive (geðhvörf), en hélt sig vera: transvestite, sem er klæðskiptingur, sem vill transformation = umbreytingu.

x

Umbreyting (transformation) er mikilvægt hugtak í bókum Thomas Harris. Hann er þeirrar skoðunar að brjálaðir morðingjar fái þá ranghugmynd að þeir “umbreytist” – eins og ljót lifran umbreytist í fallegt fiðrildi – þegar þeir drepa. Þá eru þeir rauði drekinn eða eitthvað annað ofurmenni. Margar vísbendingar eru um þetta í bókum hans. Augljósasta dæmið er púpan sem hann setur upp í fórnarlambið.

 

0:27 = Hannibal segir: I am offering you a psychological profile of Buffalo Bill, based on the case files. Hannibal vill hjálpa við lausn málsins, að fanga Buffalo Bill, sem er raðmorðingi á lausu.

0:30 = Buffalo Bill (Ted Levine) með næturgleraugu tælir til sín næsta fórnarlamb, nemandann Catherine Baker Martin (Brooke Smith). Hún er stærð 14-A. Buffalo Bill notar þá aðferð að fá hana til að hjálpa sér við að bera hluti inn í bíl. Hún hefði ekki átt að hjálpa honum! Spurning: Hvaða raunverulegur raðmorðingi notaði þessa aðferð til að ná í fórnarlömb sín?

0:33 = Starling aftur komin í æfingar.

0:34 = Crawford fer með Starling að nýju líki, sem finnst eftir vikur í ánni Elk í Vestur-Virginíu.

0:37 = Starling rifjar upp jarðarför föður síns.

0:39 = Kufningin á líkinu.

0:43 = Starling finnur fiðrildapúpu langt inni í munni fórnarlambsins.

0:45 = Starling fer með púpuna til tveggja nörda líffræðinga: Púpan er „Acheron Chia Stynx“: hauskúpu-fiðrildið.

Death's head hawk moth, skull-close-up, pub dom

Death’s head hawk moth, skull-close-up, pub dom.

 

A

Hauskúpu fiðrildið Acheron Chia Stynx er í raun og veru til og það er rétt, það er aðeins að finna í Asíu.

 

stækkað fiðrildið

Þótt þetta fiðrildi sé í raun til, þá – ef stækkað – þá lítur fiðrildið svona út!

salvador Dali myndin

Margir hafa leikið sér með þetta þema, hér má sjá sjálfan Salvador Dali.

0:47 = Buffalo Bill heima með Catherine Martin, næsta fórnarlambinu.

0:49 = Martin (Diana Barker) þingkona biðlar til mannræningjans að drepa Catherine dóttur sína ekki og sleppa henni heldur. Hún síendurtekur nafn hennar (til að persónugera hana í augum mannræningjarns) í sjónvarpsávarpi.

0:50 = Starling talar aftur við Hannibal. Hún býður honum nýtt og betra fangelsi ef hann hjálpar þeim að ná Buffalo Bill. Starling hefur ekki leyfi fyrir þessu.

0:51 = Hannibal kemur á reglunni: Quid pro quo (latína; þýðing: eitthvað fyrir eitthvað): Þú segir mér frá og svo ég, til skiptis.

0:55 = Buffalo Bill er ekki alvöru transsexual / kynsemdarröskun, en heldur sig vera það. Skoðið 3 helstu staði sem gera kynskiptiaðgerðir: 1. John Hopkins University, 2. University of Minnisota, 3. Colombia Medical Center, þeir hafa eflaust hafnað umsókn hans um aðgerð.

0:56 = Buffalo Bill segir Martin að bera skinnkrem á sig og svo að: Put the fucking lotion in the basket.

0:57 = Chilton fagelsisstjóri setur andlitsgrímu á Hannial og gerir sérsamning við Martin þingkonu, móður Catherine, en úps, hann gleymir penna í klefanum.

0:58 = Hannbial er sendur til Memphis, Tennissee, þar sem Paul Krendler hjá FBI mun stjórna málinu. Krendler þessi á eftir að koma mikið við sögu í seinustu myndinni: Hannibal. Þá er Krendler mjög hátt skrifaður í FBI og hann hatar Sterling og gerir í þeirri mynd allt sem hann getur til að hindra framgögnu hennar í FBI.

1:00 = Ruth Martin þingkona hittir Hannibal augliti til auglitis. Hannibal lýgur því að Buffalo Bill heitir Louis Friend, sem merkir raunar: fools gold.

1:03 = Starling fær að heimsækja Hannibal í nýja fangaklefann, sem þingkonan reddaði honum.

1:06 = Marcus Aurilius rómverski rithöfundurinn, segir: Seek simplicity in all things. Hvert er eðli allra hluta? Ergo: Hvert er eðli þessa raðmorðingja? He covets – hann girnist. Við byrjum á að girnast með því að horfa, glápa, sem sagt fyrsta fórnarlambið er nátengt morðingjanum (minnir svolítið á Psycho).

1:07 = Starling segir Hannibal frá því að hún vonast eftir því að „lömbin þagna.“ Hún reyndi sem barn, þegar hún var á sveitabæ, að bjarga lambi sem var á leið til slátrunar.

1:10 = Chilton fangelsisstjóri lætur bera Starling út áður en Hannibal getur gefið henni nokkrar upplýsingar. Hún lætur hann þó fá teikningar sínar og hann stríkur henni um höndina. Ást?

1:11 = Hannibal biður um aðra máltíð. Fangaverðirnir tveir fá á baukinn.

1:16 = Hannibal laus! Lyftuatriðið.

1:17 = Annar lögreglumaðurinn er með lífsmarki, sjúkrabíll.

1:19 = Lögreglan heldur að Hannibal sé særður á þaki lyftunnar.

1:20 = Lögreglan skýtur Hannibal (?) í fótinn, engin svörun.

1:21 = En Hannibal er ekki þar, hann drepur sjúkraliðann og túrista, til að fá föt og peninga, er laus og liðugur.

1:22 = Starling er ekki hrædd við að Hannibal komi og drepi sig. Hvers vegna?

1:23 = Hannibal var búinn að segja að lögreglan hefði allar upplýsingarnar. Starling kemst að því að: First principles, simplicity, covet, we covet what we see every day, s.s. Buffalo Bill átti heima nálægt fyrsta fórnarlambinu.

1:25 = Starling fer ein á heimaslóðir fyrsta fórnarlambsins, fær að skoða herbergi hennar.

1:28 = Starling finnur út að Buffalo Bill sækir í „stórar stelpur“ út af skinninu. Hann saumar.

1:29 = Starling hringir fréttirnar inn til Crawford, sem segir þær óþarfar, þar sem þeir viti hver og hvar hann er. Hann heitir Jame Gump, John Grant og þeir eru á leiðinni í úthverfi Chicago, heim til hans, Starling kemst ekki þangað, en á að taka viðtöl við fólk sem þekkti fyrsta fórnarlambið.

1:30 = Catherine reynir að tæla hund Buffalo Bill niður til sín: Little precious.

1:33 = Starling heldur áfram að taka viðtöl við þá sem þekktu fyrsta fórnarlambið.

1:35 = Catherine er komin með hundinn. Buffalo Bill er ekki ánægður!

1:36 = Menn Crawfords brjótast inn í vitlaust hús.

1:37 = Starling bankar óvart upp hjá Buffalo Bill í leit að Mrs. Lippman.

1:39 = Starling grunar ekkert, en sér allt í einu fiðrildið og saumavél inni í íbúðinni og áttar sig á því hver hann er. Hún reynir að handtaka Buffalo Bill. Hann flýr niður í kjallara.

1:40 = Starling eltir og finnur Catherine, segir henni að bíða á meðan hún finnur Buffalo Bill.

1:42 = Starling fer niður og inn í myrkraherbergið.

1:45 = Starling nær að skjóta Buffalo Bill í myrkrinu. Hetjur eiga alltaf að loka augunum á ögurstundu!

1:46 = Starling útskrifast sem FBI starfsmaður. Crawford óskar henni til hamingju.

1:47 = Hannibal hringir í Starling við útskrift hennar, lofar að elta hana ekki uppi og að hún eigi ekki að gera það heldur – hún getur auðvitað ekki lofað því. Hann verður þó að leggja á vegna þess að: I’m having an old friend for dinner!

1:48 = Hannibal gengur á eftir Chilton fangaverði sem er að fara í frí, en er á leiðinni „í matinn.“

 

The Silence of the Lambs. Hannibal: Lokasetningin.

 

1:49 = THE END.


 

Frægustu setningar kvikmyndanna, tvö dæmi, smelltu á hér að neðan:

 

Silence of the Lambs, 1991. Hannibal: I censor once tried ...

 

The Silence of the Lambs. Hannibal: Lokasetningin.

 

HANNIBAL ÞEMANU FRAMHALDIÐ - BEINT OG ÓBEINT

The Silence of the Lambs bókin og sérstaklega kvikmyndin kom af stað miklu æði sjónvarpsþátta og kvikmynda í sama eða sambærilegum stíl og virðast þessi áhrif aldrei ætla að enda. Nýjustu og bestu dæmin eru Hannibal sjónvarpsþættirnir (3 seríur, hver með 13 þáttum) þar sem daninn Mats Mikkelsen leikur Hannibal, sem í þessari seríu er enn starfandi sem geðlæknir (ekki fangelsaður enn). Þessi sería er af mörgum talin vera eitt það allra besta (leikur, myndataka, söguþráður, allt!) sem sést hefur í sjónvarpi, en þó var framleiðslu hætt eftir 3 seríur, meira að segja í 3ju seríunni miðri. Of ógeðslegt?

Sá sem leitar til Hannibals með ráðgjöf (og fer smám saman að gruna að dr. Hannibal er sjálfur líka raðmorðingi eins og sá sem þeir tveir eru saman að reyna að finna!) er Jack Crawford - sama persóna og réð síðar í The Silence of the Lambs Clarice Starling til að leita eftir sambærilegri ráðgjöf frá Hannibal). Því má segja að Hannibal sjónvarpsserían eigi í raun að gerast rétt fyrir Red Dragon. Hér er trailerinn að Hannibal: Seríu eitt. Gerið svo vel.

Annar þáttur sem dregur mikið til sín frá Hannibal þemanu er The Blacklist, þar sem James Spater leikur mjög færan CIA mann sem virðist í mörg ár snúast á sveif með glæpamönnum, en kemur svo til baka - er fangelsaður - og segist ekki vilja hjálpa CIA neitt nema með því að tala við unga konu óútskrifaða (kannist þið við þetta?) sem enginn kannast við. Hér er stutt skýring á tengslunum við Hannibal þemað: 


LEIKAÐFERÐIR: ANTHONY HOPKINS OG CLARICE STARLING

Fyrir utan Óskarsverðlaun fyrir Bestu mynd og Bestu leikstjórn, þá fengu bæði Anthony Hopkins og Jodie Foster sömu verðlaun: Besti karlleikari í aðalhlutverki og Besta kven aðalhlutverk. Við tökum sérstaklega eftir samleik þeirra. Í þessu merkilega viðtali þá talar Jodie Foster um það hvernig hún fékk starfið, hvernig hún undirbjó sig (dæmigert Method Acting svar!) og svo hve Anthony Hopkins bókstaflega hræddi hana í samtals senunni með því að herma ruddalega (og óvænt) eftir framburði hennar.

Í þessu viðtali við Athony Hopkins (tekið eftir leik hans í Hannibal kvikmynd nr. 2: Red Dragon) þá segir hann vel frá því hvernig hann undirbjó sig, ekki með Method Acting, heldur með því að endurtaka setningar sínar 250 sinnum! Hvorki meira né minni. Það ætti því ekki að koma óvart hve skýrt hann talar í myndinni.

 

Af ofangreindu má sjá að Hopkins er dæmigerður leikhús-aðferðar leikari. Hann er svooooo skýrmæltur!

skilaverkefni. 5+1 spurning

1. Leikaðferðir. Hvort leikur Jodie Foster með leikhús-aðferð eða Method Acting aðferð? En Anthony Hopkins? Hvor aðferðin hefur meiri áhrif á þig? Stutt úrskýring. Hugaðu um samleik þeirra í samtölunum.

2. Dæmigert er að hugsa sér Hannibal geðveikan einfaldlega vegna þess að hann drepur (og borðar stundum) fólk. Gefum okkur að það þurfi að greina á milli þeirra sem vita hvað þeir eru að gera og þeirra sem vita það ekki (vegna þess einmitt að þeir eru geðveikir). Veit Hannibal hvað hann er að gera? Er hegðun hans í þessum skilningi "geðveik" eða ekki? En Buffalo Bill?

3. Um þá sem eru ekki geðveikir en eru aftur á móti siðblindir - andfélagslegir morðingjar, þá þarf að spyrja: Hvers vegna drepa þeir? Taktu eitt dæmi um morðhegðun Hannibals. Sýnist þér hann hafa gaman af því að drepa? Hvað kallast það?

4. Ef geðveikur maður drepur vegna þess að hann er með ranghugmyndir (heldur t.d. ranglega að fórnarlambið sé djöfullinn) og siðblindur maður einfaldlega vegna þess að hann er sjálfselskur sadisti, hvort er Hannibal þá? Stutt útskýring.

5. Sagt er að allt sem gerist í The Silence of the Lambs sé satt (í einhverjum skilningi). Nefndu nokkur atriði. Ef það gengur illa, skoðaðu þá kraftglærur frá kennaranum. Hvaða raðmorðingi eins og Buffalo Bill að safnaði skinni og bjó til eða viðhélt líki?

6. Ekki gleyma að segja í lokin þitt persónulega álit á myndinni.


 

9+1 spurning (ekki svara þessu!):

  1. Tenging við Kyn-þemað. Hvaða tegund af kynröskun er Hannibal með: Kynsemd, Kynfrávik eða Kynlíf? (sjá lesefnið, berðu saman kaflana þrjá um Kynraskanir).

  2. Önnur tenging við Kyn-þemað. Hvaða tegund af kynröskun telur Buffalo Bill sig aftur á móti vera með?

  3. Hvaða "tæknilega" atriði í The Silence of the Lambs tókst þú sérstaklega eftir? Öðru vísi orðað, hvaða tækni notar leikstjórinn/leikarinn ... sem eykur á áhrifamátt myndarinnar. Nefndu minnst 2 ólík atriði.

  4. Hvernig metur þú leik Anthony Hopkins í samanburði við Jodie Foster? Þau fengu bæði Óskarinn fyrir leik sinn, en leikstíll þeirra er mjög ólíkur. Hvort þeirra notar Method acting leikstílinn og hvort Leikhúsleikstílinn?

  5. Sagt er að allt sem gerist í The Silence of the Lambs sé satt (í einhverjum skilningi). Nefndu nokkur atriði. Ef það gengur illa, skoðaðu þá kraftglærur frá kennaranum. Hvaða raðmorðingi eins og Buffalo Bill að safnaði skinni og bjó til eða viðhélt líki?

  6. Hvaða dæmdur raðmorðingi (eins og Hannibal) var ráðgjafi lögreglunnar?

  7. Hvaða raðmorðingi (eins og Buffalo Bill) setti fórnarlömb sín ofan í brunn inn af heimili hans?

  8. Hvaða raðmorðingi (eins og Hannibal) ofdrepur (stingur fórnarlömb sín endurtekið), sker af þeim líffæri og jafnvel borðar?

  9. Hvaða raðmorðingi lokkaði fórnarlömb sín upp í bíl með því að burðast með pakka og þykjast vera í fatla?

  10. Skrifaðu loks niður mjög vandað mat á kvikmyndinni, n.k. kvikmyndagagnrýni, hvernig þér finnst myndin.