Pretty Woman

Titill: Pretty Woman.

pretty woman cover

Pretty Woman kápan.

Útgáfuár: 1990.

Útgáfufyrirtæki: Touchstone Pictures & Silver Screen Partners VI.

Dreyfingaraðili: New Line Cinema.

Land: Bandaríkin.

Framleiðandi: Aron Milchan, Steven Reuther & Gary W. Goldstein.

Lengd: 1:59 mínútur.

 Stjörnur: 7,0* (Imdb) og 6,2 + 6,8* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: Garry Marshall (1934-2016, The Bronx, New York).

Allar myndir sama leikstjóra: Young Doctors in Love (1982), The Flamingo Kid (1984), Nothing in Common (1986), Overboard (1987), Beaches (1988), Let’s Get Mom (1989), Pretty Woman (1990), Frankie and Johnny (1991), Exit to Eden (1994), Dear God (1996), The Other Sister (1999), Runaway Bride (1999) - aftur með Juliu Roberts og Richard Gere, The Princess Diaries 2: Royal Engagement (2001), Raising Helen (2004), Georgia Rule (2007), Valentine's Day (2010), New Year's Eve (2011) og Mother’s Day (2016). Þetta eru nærri allt rómantískar gamanmyndir, en Marshall er einnig þekktur fyrir vinsæla sjónvarpsþætti, s.s. Happy Days, þar sem Ron Howard varð barnastjarna, en er nú þekktur leikstjóri (t.d. The Da Vinci Code - 2006 og A Beautiful Mind - 2001).

Handrit: J. G. Lawton.

Tónlist: James Newton Howard.

Kvikmyndataka: Charles Minsky.

Klipping: Raja Gosnell & Priscilla Nedd.

Kostnaður / tekjur: 14.000.000$ / 463.407.268$. Um 450 milljónir $ í gróðar. Líklega tekjuhæsta rómantíska kómedía allra tíma.

Slagorð: I never treated you like a prostitute - You just did.

Trailer: Gerið svo vel.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=Wzii8IuL8lk

Flokkun: Rómantísk kómedía.

Leikarar/Hlutverk:

Richard Gere = Edward Lewis. Moldríkur og grjótharður í viðskiptum. Kaupir fyrirtæki í fjárkröggum, brýtur þau niður og selur bútana.

Vivian Ward.

Julia Roberts = Vivian Ward. Vændiskona á Hollywood Boulevard.

Julia Roberts sló svo eftirminnilega í gegn í þessari mynd. Hún hafði m.a. mikil áhrif á tísku þess tíma og gerðar voru dúkkur eftir henni.

Julia Roberts sló svo eftirminnilega í gegn í þessari mynd. Hún hafði m.a. mikil áhrif á tísku þess tíma og gerðar voru dúkkur eftir henni.

Vivian dúkka.
Önnur Vivian dúkka.

Vivian dúkkur.

James Morse.

Ralph Bellamy = James Morse, gamall eigandi skipafyrirtækis í fjárhagsvandræðum.

Philip Stuckey.

Jason Alexander = Philip Stuckey, tilfinningalausi lögfræðingur Edwards.

Kit DeLuca.

Laura San Giacomo = Kit De Luca, skemmtileg vinkona og samstarfskona (þ.e. vændiskona líka) Vivian.

image.png

Alex Hyde-White = David Morse, barnabarn James, sem vonast eftir að taka við fyrirtæki afa síns, nema hvað að það er að fara á hausinn.

Amy Easbeck = Elizabeth Stuckey, óhamingjusöm eiginkona lögfræðingsins Philips.

image.png

Elinor Donahue = Bridget, vinkona Barney hótelstjóra, sú sem hjálpar Vivian að kaupa föt.

image.png

Hector Elizondo = Barnard "Barney" Thompson, hótelstjórinn, sem vingast við og hjálpar Vivian á ýmsa vegu.

image.png

James Patrick Stuart = Dennis, lyftustrákurinn skemmtilegi, sem m.a. heldur á öllum fötum Vivian inn í íbúðina eftir stóru innkaupin.

Fatasölukonurnar, sem vildu ekki afgreiða Vivian. Hvaða ævintýrakarakterar eru þær?

Dey Young = Snubbuðu sölukonurnar, sem vildu ekki afgreiða Vivian.

image.png

Larry Miller = Mr. Hollister, sölustjórinn í fatabúðinni, sá sem smjaðrar svo skemmtilega fyrir Edward.

Mínúturnar:

0:01 = Textinn.

0:03 = Vivian (Julia Roberts) er mætt til vinnu, á sinn stað á Hollywood Boulevard. Þar er maður sem kallar: What’s Your Dream? Everybody in Hollywood’s got a dream? Er þessi upphafsspurning að segja okkur eitthvað?

0:05 = Edward Lewis (Richard Gere) er ríkur og nýskilinn businessmaður, sem nennir ekki að vera lengur í fínni veislu - vill komast út. Hann kveður lögfræðing sinn, Philip Stuckey (Jason Alexander) og fær lánaðan bílinn hans, Lotus!, sem hann kann ekkert á.

0:10 = Edward getur varla keyrt bílinn, kann ekkert á gírana, stoppar og biður - sakleysislega - stúlku sem stendur á gangstéttinni (veit maðurinn ekkert?) um leiðbeiningar! Eftir stutt samtal ákveður hún að stíga inn í bílinn og þau keyra af stað.

0:12 = Vivian tekur við akstrinum, þar sem Edward kann ekkert á bílinn. Þegar þau finna áfangastaðinn skilja leiðir, en þegar Edward sér að Vivian ætlar að taka strætisvagn, býður hann henni upp á herbergi. Veit maðurinn ekki að hann er að kaupa sér mellu?

0:18 = Upp á herberginu, penthouse - dýrasta hebergi hótelsins - vill Vivian frá borgað. Hún sýnir honum smokkana sýna, en Edward virðist ekki hafa áhuga.

0:20 = Þjónninn kemur með kampavínið, en Vivian virðist ekki átta sig á því að hún átti að typpa hann. Vivian tekur háu skóna af sér.

022 = Athyglisvert samtal:

Edward segir allt í einu: How much for the entire night?

Vivian: You couldn't afford it.

Edward: Try me.

Vivian: 300$. Done, segir Edward strax og Vivian áttar sig á því að hún hefði getað farið fram á mun meira.

024 = Edward sér Vivian pukrast inni á klósetti og heldur að hún sé að taka inn eiturlyf, en hún er sakleysið uppmálað og er bara með tannþráð! Edward verður hissa og segir: People usually don't surprise me.

026 = Vivian reynir...

030 = Herra Barnard "Barney" Thompson (Hector Elizondo), hótelstjórinn, mætir í vinnuna og Edward er að tala við Philip Stuckey, lögfræðing sinn, um viðskipti. Vivian vaknar. Hún vill fara strax, en Edward segir þá að hún eigi að fá sér morgunmat með honum. Hann pantaði alla réttina handa henni, vissi ekki hvern hún vildi!

032 = Vivian: Hvað gerir þú? Edward: Ég kaupi fyrirtæki í fjárhagserfiðleikum. Ég er að kaupa eitt þessa viku fyrir billjón dollara. Vivian: En þú gerir ekkert við fyrirtækin, framleiðir ekkert, hvað þá? Edward: Ég brýt fyrirtækin niður og sel svo partana, fyrir meiri pening en ég keypti heildina á. Vivian: Já, svona eins og þeir sem stela bílum og selja svo varahlutina?

Richard Gere 62 ára er í dag ekki ánægður með sitt frægasta hlutverk. Hann er sérstaklega gagnrýninn á birtingarmynd viðskiptamanna í myndinni - en ekki birtingarmynd vændiskonunnar?

Richard Gere rúmlega sextugur er í dag ekki ánægður með sitt frægasta hlutverk. Hann er sérstaklega gagnrýninn á birtingarmynd viðskiptamanna í myndinni – en ekki birtingarmynd vændiskonunnar?

Gere segir í viðtali við Woman's Day Magazine:

He won millions of fans due he role as Edward Lewis in Pretty Woman. But in an astonishing new interview, Richard Gere has blasted the movie, arguably the most famous of his career, labelling it a 'silly romcom'... added... that he believes his character in the film even helped trigger the worldwide economic meltdown...

He said: People ask me about that movie but I've forgotten it. That was a silly romantic comedy. He also says the character he played in the movie, Edward Lewis, glorified brash Wall St financiers.

Gere added: It made those guys seem dashing, which was wrong. Thankfully, today, we are all more sceptical of those guys.

034 = Áður en Edward fer út þá sér hann Vivian syngja í baði og gerir henni nýtt tilboð: Ég við leigja þig í heila viku, fram á sunnudaginn þegar hann flýg aftur til New York. Samningaviðræður hefjast:

Vivian: 4000$?

Edward: 2000$!

Vivian: 3000$!

Edward: Done.

Vivian: I am gonna treat you so nice, that you will never let me go.

Edward: I am going in one week, and yes, I will let you go!

036 = Vivian hringir í Kit, vinkonu sína og segir henni fréttirnar og spyr hana fert hún eigi að fara til að kaupa sér fín föt? Kit: Rodeo Drive!

037 = Hótelstjórinn tekur eftir Vivian þegar hún fer út af hótelinu.

039 = Vivian mætir og sér allar fínu búðirnar. Hún fer inn í eina, þar eru þrjár konur að afgreiða. Þær spyrja hvort þær geti hjálpað henni. Vivian spyr: Hvað kostar þetta? Þær segja að þetta passi henni ekki. Vivian spyr aftur, en þá segja þær henni að hún hafi ekki efni á þessum fötum. Þær nánast reka hana út úr búðinni.

041 = Hótelstjórinn stoppar Vivian þegar hún fer aftur á hótelið. Hann spyr hana hvað hún sér að gera á þessu fína hóteli. Hann trúir henni ekki, en lyftustrákurinn segir að hún sé með Lewis á efstu hæðinni í penthousinu.

Lyftustrákurinn lífgar upp á myndina.

Lyftustrákurinn lífgar mjög upp á myndina.

042 = Hótelstjórinn fer með Vivian inn á skrifstofu og virðist ætla að reka hana út, en er óvænt mun betri við hana og hjálpar henni.

044 = Edward er á viðskiptafundi að kaupa fyrirtæki í vandræðum, en þá kemur í ljós að fyrirtækið sé að fá 350 milljónir $ samning við varnarráðuneytið. Þá geta þeir ekki lengur keypt það á spottprís. Þeir fara á taugum, en Edward segist þekkja mann í þingnefndinni.

045 = Vivian mætir aftur í fatabúð til Briget, konunnar sem hótelstjórinn mælti með.

047  = Eftir að Edward hringir (og segir henni að svara ekki í símann!) og segir að þau séu að fara í mjög fínt matarboð, þá hleypur Vivian niður og lætur hjálplega hótelstjórann kenna sér mannasiði í fínu borðhaldi.

048 = Þegar Edward kemur aftur á hótelið finnur hann Vivian á hótelinu.

Vivian: Your'e late.

Edward: Your'e stunning!

050 = Fína matarboðið. Edward og Vivian hitta Morse, eiganda fyrirtækisins í vanda og barnabarn hans. Vivian gerir sitt besta, en hún ræður ekki alveg við reglurnar við matarborðið. Hún verður stressuð og gerir nokkur mistök. Á sama tíma ræði mennirnir viðskipti. Vivian reynir á meðan við sníglana, en hún missir þá út í loftið: Slippy little suckers, segir hún þá!

052 = Loks sýður upp úr þegar Edward vill ekki hætta við að kaupa af þeim fyrirtækið og brjóta það upp. Þeir trúa því ekki fyrr en Edward segir þeim að samningurinn við varnarráðuneytið sé stöðvaður. Í millitíðinni kemur fram að faðir Edwards sé dáinn.

054 = Aftur á hótelherberginu situr Vivian úti á svölum og enn kemur í ljós að Edward er lofthræddur. Þau ræða að í viðskiptum þá sé mikilvægt að blanda ekki tilvinningum inn í viðskipti.

Edward: We are so similar, Vivian, we both screw people for money.

057 = Vivian sofnar og finnur Edward ekki á herberginu. Edward er þá um miðja nótt að spila á píanó fyrir ókunnuga. Edward biður þá að fara og þau hefja ástarleik ofan á píanóinu.

1:00 = Morgunninn eftir gefur Edward Vivian kreditkort. Vivian segir honum þá að illa hafi verið komið fram við hana í búðunum. Edward fer þá Vivian í mjög fína fatabúð og segir honum að: Suck up to us. Vivian mátar helling af fötum og minnst 3-4 fjórir þjóna henni í einu. Edward segist ætla að eyða: An obsene amount of money.

1:03 = Á leiðinni heim, kemur Vivian við í fínu búðinni, þar sem hún fékk ekki einu sinni afgreiðslu. Hún lætur þær heyra það.

hi do you remember me

Shop assistant: Hello, can I help you?

Vivian: I was in here yesterday, you wouldn't wait on me.

Shop assistant: Oh.

Vivian: You people work on commission, right?

Shop assistant: Yeah.

Vivian: Big mistake. Big. Huge. I have to go shopping now.

1:04 = Lögfræðingurinn segir Edward að Morse ætli að berjast, hann sé búinn að veðsetja allt og ætli að reyna að bjarga fyrirtækinu. Lögfræðingurinn bendir Edward á að hann þurfi líka bankalán - nú sé bara að hringja í bankann og fá hann til að draga lánið til baka. En - í fyrsta sinn á ævinni -  hikar Edward. Hann segir við lögfræðinginn: Við græðum peninga, en við byggjum ekki neitt.

1:06 = Þegar Edward kemur aftur á hótelið biður Vivian eftir honum, eingöngu klædd í eitt karlmannsbindi.

1:08 = Daginn eftir mæta Vivian og Edward á pólóleik fyrir ríka fólkið. Flestar konurnar bæði öfunda og niðurlægja Vivian. Vivian hittir lögfræðing Edwards í fyrsta sinn.

1:12 = Lögfræðingurinn spyr Edward um Vivian, sem viðurkennir að hún sé mella, vændiskona - og sér strax eftir því. Lögfræðingurinn gengur strax að henni og talar niður til hennar. Vivian áttar sig á því að Edward hefur sagt lögfræðingi sínum að hún sé vændiskona.

Vivian: I have never been treated so badly.

Edward: Somehow I find that very hard to believe.

Edward: Were are you going?

Vivian: I want my money, I am getting out of here.

Edward hendir peningunum á gólfið og Vivian gengur út án þeirra. Edward eltir Vivian út á gang og biðst innilega afsökunar. Hún kemur til baka, en segir:

Vivian: You hurt me, don't do it again.

1:17 = Um nóttina segir Vivian Edward sögu sína, hvernig hún leiddist út í vændi.

1:19 = Morguninn eftir segir lögfræðingur hans honum að klára samninginn, en Edward segir að ekkert liggi á. Hann sé að fara á: date.

Philip: With the hooker?

Edward: Watch out for what you say, Philip.

Vivian er orðin stórfín, en Edward segir að þó vanti eitt.

Vivian er orðin stórfín, en Edward segir að þó vanti eitt.

Þetta er líklega það atriði myndarinnar sem gerði Julia Roberts að stórstjörnu.

Julia Roberts upp á sitt besta, er hægt að gera þetta betur?

Julia Roberts upp á sitt besta, er hægt að gera þetta betur?

1:20 = Falleg sena í lyftunni.

1:22 = Edward fer með Vivian í flugferð í einkaþotu til annarrar borgar til að sjá óperu. Hann segir henni að fólk annað hvort elski eða hati óperu. Vivian elskar óperuna.

1:26 = Um kvöldið á hótelhergerginu spyr Vivian hvort hann geti ekki: Take the day of? Edward finnst það fáránlegt - not go to work - en bætir svo við - ég á jú fyrirtækið! Þau eyða deginum saman, hann fer meira að segja úr sokkunum.

1:28 = Á heimleiðinni keyra þau fram hjá pöbbnum: The Blue Banana. Vivian biður Darryl, bílsjóra þeirra að stoppa þar. Hún fer inn á barinn að leita að Kit, vinkonu sinni. Edward er þá umkringdur af dópsölum sem segja Vivian eiga að borga þeim 200$ vegna einhverrar skuldar Kit, vinkonu hennar. Edward lætur Darryl bílsjóra redda málunum.

1:31 = Um kvöldið upp á hótelherbergi er Edward sofnaður og Vivian kissir hann á munninn. Var það ekki bannað?

Vivian segir: I love you.

Fyrr í myndinni segist Vivian ekki kyssa á munninn, það sé of persónulegt.

Fyrr í myndinni segist Vivian ekki kyssa á munninn, það sé of persónulegt.

1:34 = Morgunn eftir segist Edward vera að hugsa um það að þau eigi bara eftir 1 nótt saman. Edward er búinn að hugsa þetta, hann býður Vivian að vera í íbúð á hans kostnað, hún geti keypt sér föt og annað.

Ævintýrið í hnotskurn:

Vivian: When I was a little girl, my mama used to lock me in the attic when I was bad, which was pretty often. And I would- I would pretend I was a princess… trapped in a tower by a wicked queen. And then suddenly this knight… on a white horse with these colors flying would come charging up and draw his sword. And I would wave. And he would climb up the tower and rescue me. But never in all the time… that I had this dream did the knight say to me, “Come on, baby, I’ll put you up in a great condo.

1:39 = Lögfræðingurinn hringir og segir að þeir geti nú keypt allt fyrirtækið á lágmarksverði og selt það í bútum. Edward segist vilja ganga frá því strax. Edward snýr sér þá að Vivian og segir að vika þeirra sé að verða búin. Hann þarf að fara og segir þá við Vivian.

Edward: I never treated you like a prostitute.

You just did

Edward: I’ve never treated you like a prostitute. Vivian: You just did.

Vivian: You just did.

1:38 = Kit er mætt a hótelið og vill hitta Vivian. Þær spjalla saman, Kit segir frá peningavandræðum sínum, en Vivian lætur hana fá pening.

Kit: Did you kiss him on the mouth, did I not teach you anything?

Vivian: I don't love him, I just like him.

Kit: It can work, it can happen.

Vivian: Just give me one example? ...

Kit: Cinda-fucking-rella!

1:41 = Morse er loks mættur á fund (með syni sínum) og viðurkennir ósigur sinn. Hann verður að selja fyrirtækið en ehfur áhuggjur af öllum starfsmönnum sínum. Lögfræðingurinn er mjög ánægður og heldur að þeir geti keypt fyrirtækið á niðursettu verði, en óvænt þá segist Edward vilja tala einslega við Morse feðgana. Lögfræðingurinn segir þá öllum að fara út, en Edward segir honum þá að fara út líka. Edward hefur skipt um skoðun, hann vill ekki lengur brjóta upp fyrirætkið, heldur styrkja það. Nú vill hann byggja eitthvað upp, byggja skip!

Edward og Morse

Morse: I find this hard to say, without sounding condescending, I am very proud of you. Föðurímynd?

1:42 = Edward segir þá öllu liðinu að koma aftur og gang frá samningum. Fer út á götu og fer úr sokkunum. Hvers vegna?

1:45 = Lögfræðingurinn leitar ad Edward á hótelherberginu, en finnur bara Vivian. Hún segir hann ekki heima. Lögfræðingurinn segir henni þá að hún sé mella og að þetta sé ekki heimili, heldur hótelherbergi, hann niðurlægir hana, ræðst á og kýlir. Á þessu augnabliki kemur Edward og stöðvar nauðgunina, lemur lögfræðng sinn.

107 = Þegar þau róast tekur Edward eftir því að Vivian er búin að pakka. Af hverju ertu að fara strax? Spyr hann. Vivian segir I want more than you can offer me. Edward borgar henni og Vivain fer heim. Edward undirbýr sig til fljúga til annarrar borgar, heim. TRétt eþgar Vivain er að fara, biður Eward hana að vera seinustu nóttina með honum. Hún segist ekki geta það.

110 = Á leiðinni út kveður Vivian hótelstjórann sem lætur Darryll bílstjóra keyra hana heim.

1:53 = Heima hittir Vivian Kit sem spyr hana hvað hún ætli að gera. Vivian segist ætla að klára skóla, en Kit vill ekki koma með henni. Rútan kemur eftir klukkutíma.

113 = Edward borgar hótelreikninginn og þá segir hótelstjórinn:

Barney: It must be difficult to let go of something so beautiful. Og bætir við:

Barney: You know, Darryll bílsjóri keyrði Vivian heim tip sín í gærkvöldi (af hverju er hann að segja honum það).

115 = Edward keyrir af stað út á flugvöll, en kaupir blóm og er með regnhlýg. Hnn mætir á kvítri limmósínu með blóm og regnhlút. Vivian er á efstu hæð og hann kemur upp brunastigann, þótt hann sé lúshræddur. En þegar hann á eina hæð eftir, mætir hún honum þar.

Ehat happened right after, he rescued her, V: She rescued him right back.

Rödd: Welcome to Hollywood! What's your dream? Everybody comes here; this is Hollywood, land of dreams. Some dreams come true, some don't; but keep on dreamin' - this is Hollywood. Always time to dream, so keep on dreamin'.

1:59 = THE END.

Útlitsdýrkun

Hver er þessi Shelley Michelle og hvernig þekki ég hana? Þú getur vel spurt þig að þessu, en hér kemur smá vísbending. Hún er á þessari mynd (fyrir utan hausinn!):

image.png

Kápan með Richard Gere og Julia Roberts, nema hvað að þetta er bara höfuðið á henni, já restin er þessi Michelle!

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=9tmQIN23AL8

Öskubuska

Ævintýraþemað - sérstaklega Öskubuska er augsýnilega á bak við Pretty Woman. Öskubuskuþemað má sjá í því að Vivian er fátæk vændiskona sem kemst á "ballið" með því að dressa sig upp. Þetta má bæði sjá þegar hún fer og reynir að kaupa sér fín föt - og "stjúpsystur" hennar nánast reka hana út úr búðinni. Þetta er allt saman of dýrt fyrir þig, segja þær. Svo gengur það upp, hún hefnir sín á þeim og fer í doppótta kjólinn á pólóleik fína fólksins. Sambærilegt er þegar hún fer út að borða með Edward og eigendum skipafyrirtækisins og sérstaklega þegar hún fer á óperuna. Þennan samanburð má vel sjá með eftirfarandi mynd:

Öskubuska fyrir og eftir.

Öskubuska fyrir og eftir.

Blæti og áhorfsánægja.

Ein leið til að skilja áhrifamátt Pretty Woman er að líta til þess hve gaman - bókstaflega - það er að horfa á myndina. Þetta má útskýra með tveimur til þremur sálfræðilegum hugtökum. Þau eru:

  1. Blæti (fetish). Að fá kynörvun við einn þátt sérstaklega. Dæmi geta verið brjóst, rass, háls, bert skinn, háhælaðir skór eða eins og kemur svo sterkt fram í myndinni, risaháu svörtu skórnir, sem eru svo örvandi.

  2. Gægjuhneigð (voyeurism). Að fá kynörvun við að gægjast, kíkja, að sjá einhvern án þess að hann viti af því (stundum fer þetta þó fram með vitund allra, t.d. þegar fólki (karlmönnum) er seldur aðgangur að konu (eða karli) sem er að hátta sig, t.d. í gengum skráargat. Dæmigert er í kvikmynd að sýna okkur mjög persónulegt atriði, eins og t.d. ástarsenan á píanóinu í Pretty Woman. Var Edward ekki búinn að biðja alla að yfirgefa salinn? Og svo ert þú þarna samt - áhorfandinn - að njóta senunnar (eins og perri?).

  3. Áhorfsánægja / gláphyggja (scopophilia). Vægari útgáfa af ofangreindu, sem fellst í því almennt að njóta þess sem við sjáum. Mjög mörg atriði í Pretty Woman eru þess eðlis að við - fátækara fólkið - erum að horfa á ríka fólkið njóta sín, á pólóleik, að borða snígla, að njóta óperunnar...

  4. Staðgenglar (body double). Í þeim atriðum myndarinnar (og á sjálfri kápunni - varð Julia Roberts ekkert móðguð?) eru notaðir staðgenglar, þ.e. einstaklingur sem leikstjórinn dæmir að hafi betra "look" heldur en leikkonan sjálf. Líklega eru fótleggirnir sem koma í staðinn mjórri og hærri.

Þetta sést allt saman í eftirfarandi atriði úr myndinni. Ein sena sýnir þetta allt. Takið vel eftir því hvernig margir (ekki bara karlar) snúa sér við og horfa á eftir Vivian, bæði þegar hún er klædd eins og vændiskona og hefðarfrú. Gerið svo vel:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=Nu3x5SZrMHo

Almenn ævintýragreining á Pretty Woman

Vivian: I want the fairy tale.

Vivian: I want the fairy tale.

Almenna ævintýrið er ekki svo langtsótt þar sem Vivian segir okkur beinlínis frá því. Svona:

Vivian: When I was a little girl, my mama used to lock me in the attic when I was bad, which was pretty often. And I would- I would pretend I was a princess… trapped in a tower by a wicked queen. And then suddenly this knight… on a white horse with these colors flying would come charging up and draw his sword. And I would wave. And he would climb up the tower and rescue me. But never in all the time… that I had this dream did the knight say to me, “Come on, baby, I’ll put you up in a great condo.

Hugsaðu þér nú aftur lokaatriði myndarinnar. Er þetta ekki fullkomið líkingarmál. Edward riddari á hvítum hesti (bíl) með burtreiðarspjót (regnhlíf) kemur að turninum (blokkin) þar sem hreina meyjan (eða þannig) bíður á efstu hæð eftir að einhver komi og bjargi henni. Hann klifrar upp (þótt lofthræddur sé) og myndin er svo nútímaleg (!) að Vivian mætir honum á næst-efstu hæð - til að gera ævintýrið nógu nútímalegt.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=l11CHvVDtTI

Skilaverkefni:

  1. Ein leið til að gagnrýna þessa (sumir myndu segja) yfirborðskenndu mynd er að ræða staðalmyndir. Nefndu 3 þeirra í Pretty Woman.

  2. Richard Gere segir að þetta sé það kvikmyndahlutverk sem hann skammi sín mest fyrir. Hvers vegna? Gagnrýndu myndina út frá kynjafræði (feminisma).

  3. Önnur leið til að skilja myndina Pretty Woman er að segja að þrátt fyrir allt þá sé mjög gaman að horfa á hana. Tvær meginástæður eru fyrir því. Önnur er sú að hún er ævintýri (og ekki bara eitt) í dulargervi. Hvaða ævintýri sérðu á bak við myndina? Hvaða þekktar senur úr hefðbundnum ævintýrum sem lesin voru fyrir þig í bernsku koma beinlínis fyrir í Pretty Woman? Útskýrðu minnst 2 slík.

  4. Seinni ástæðan fyrir því að svo gaman er að horfa á myndina er oft kallað Áhorfsánægja, Gægjuhneigð og Blæti. Hvaða atriði myndarinnar sýnir þetta hvað sterkast að þínu áliti (annað en búðaratriðið að ofan)?

  5. Segja má að Vivian taki Edward í sálfræðilega meðferð í myndinni. Hún fellst í því að láta hann horfast í augu við hvað? Nefndu tvennt.

  6. Hvert er þitt persónulega álit á myndinni? Hikaðu ekki við að segja það.